Tíminn - 24.08.1996, Side 7
La ui^ð ágfi® <24: ág líifsf '
7 ö
Lífiö heldur áfram nokkurn veginn sinn vanagang, segir Magnea Cubmundsdóttir um tilveruna á Flateyri.
s
A Flateyri gengur lífiö nokkurn veginn sinn vanagang
þrátt fyrir áföll:
íbúar takast á
við framtíðina
ífiö heldur áfram
nokkum veginn sinn
vanagang. Fólk vinnur
hér af fullum krafti," sagöi
Magnea Guömundsdóttir
fyrrum oddviti á Flateyri í
samtali viö Tímann, en leit-
aö var til hennar til aö fá
upplýsingar um mannlífiö á
Flateyri. Magnea vakti þjóö-
arathygli og aödáun í októ-
ber, fyrir tæpu ári, þegar
hörmungar dundu yfir Flat-
eyri og náttúran tók sinn
háa toll. Þá stóö Magnea,
styrk sem klettur, og stýröi
aögeröum af festu og æöm-
leysi.
Hjólin fóru fljótlega að snú-
ast á ný á Flateyri, enda var
lögð áhersla á að koma lífinu í
eins réttar skorður og kostur
var, eins fljótt og kostur var.
íbúar Flateyrar takast á við
framtíðina og e.t.v. er fátt sem
gefur bjartari vonir um fram-
tíðina en ungviðið, enda er
verið að byggja nýjan leik-
skóla á staðnum og segir
Magnea að byggingin gangi
mjög vel.
„Þetta er skemmtilegt og
spennandi verkefni, nýtt sem
maður hefur ekki séð áður.
Okkur voru gefnir peningar til
þessa verkefnis. Við áttum
gamlan lélegan leikskóla sem
var mjög nálægt óhappinu
öllu saman. Það varð til þess
að við ákváðum að byggja nýj-
an leikskóla. Við hefðum aldr-
ei gert það nema af því að okk-
ur bárust þessir fjármunir,
vegna þess að við höfðum ekki
ráð á því að byggja nýjan leik-
skóla."
Atvinnulífið á Flateyri er
mjög gott og næg vinna. Fyrir-
tækin ganga vel fyrir utan
óhappið sem varð hjá Vest-
firskum skelfiski á dögunum,
„en það er bjartsýni í hugum
manna og mér finnst á öllu að
á þeim bæ ætli menn ekkert að
gefast upp. Það verður von-
andi ekki langt þangað til við
sjáum nýtt skip sigla til þeirra
og hjólin þar fara að snúast á
fullu."
Andinn á Flateyri er því
nokkuð góður miðað við að-
stæður. „Mér finnst fólk bara
standa sig vel. Auðvitað er það
þannig að margt er erfitt, en
þaö er bara samt þannig að
fólk sem er hér það ætlar sér
að halda áfram og trúir á fram-
tíðina. Ég bara dáist að fólki,
ég verð að segja það alveg eins
og er. Mér finnst það alveg
hreint aðdáunarvert hvernig
fólk hefur látið hlutina ganga
með þessa von í huga."
Nýlega sameinaðist Flateyri
nýju sveitarfélagi á Vestfjörð-
um, ísafjarðarbæ. Magnea seg-
ir breytingarnar náttúmlega
töluverðar, en hún telur það
taka svolítinn tíma að pússa
þetta saman þannig að hlut-
irnir verði eins og þeir eiga að
verða, þetta sé í mótun. „Ég er
bjartsýn á þetta, ég held að
þetta hafi verið rétt ákvörðun
sem var tekin í ljósi breyttra og
bættra samgangna. Mannlífið
allt ætti að komast í mun já-
kvæðari farveg með því að við
erum eitt en ekki hvert á sín-
um stað en samt svona nálægt
hvert öðru."
Jarðgöngin sem tengja þrjá
byggöakjarna saman eru í
raun ein forsendan fyrir því að
sameining sveitarfélaganna
var möguleg. Göngin verða
tekin formlega í notkun 14.
september nk. og segir Magn-
ea fólk farið að hlakka mikið
til. „Við fengum að nota þau í
vetur og ég held að það hafi
skipt sköpum. Bæði veðrið og
göngin gerðu það að verkum
að hér gekk þó eins og gekk."
Magnea heldur áfram: „Mér
finnst fólk vera ákveðið í því
að halda hér áfram þrátt fyrir
allt. Það er von og birta þó
auövitað sé líka erfitt. Það þýð-
ir ekkert að horfa framhjá því,
það er líka erfitt. En fólkið
hérna á staðnum það er ein-
hvern veginn þannig, finnst
mér, að það ætlar sér að halda
áfram, og þeir sem stjórna hér
atvinnulífinu gera það af
myndarskap og öryggi. Ef við
hefðum það ekki, þá horfði
sjálfsagt öðruvísi viö. Við vilj-
um byggja hérna upp og halda
áfram vegna þess að við höf-
um þetta trausta atvinnulíf.
Því að án þess væri þetta dap-
urt. Við þurfum að geta unnið
og sofið örugg til þess að geta
lifað svo lífinu sem kemur í
leiðinni þar á eftir."
Fyrir dyrum standa fram-
kvæmdir við mikinn varnar-
garð ofan við byggðina á Flat-
eyri og standa vonir manna til
að hann dugi til að verja
byggðina fyrir snjóflóðum í
framtíðinni. Flateyringar bíða
með eftirvæntingu eftir því að
sjá garðinn rísa. „Við erum
svolítið leið yfir því að þetta
skyldi ekki fara fyrr af stað. En
við treystum því að um leið og
þetta fari af stað komi öryggis-
tilfinningin. Það er öryggis-
leysi að sjá þetta ekki fara af
stað. Það er það sem maður
hefur fundið í fólki, öryggis-
leysi gagnvart því að þetta
komi ekki, því þá þurfi það að
óttast eitthvað. Ég get náttúru-
lega ekkert alhæft, en ég held
að flestir séu þeirrar skoðunar
að þetta sé það sem skipti
sköpum fyrir framtíð byggðar
hér."
Hún segir menn hafa trú á
þessu mannvirki. „Þetta er gert
víða úti um lönd þar sem þessi
vandi er og þar er þetta í lagi.
Því skyldi þetta ekki vera í lagi
hjá okkur íslendingum?
Kannski eru íslendingar skept-
ískir á þetta vegna þess að
þetta er fyrsta mannvirkið
þessarar gerðar sem rís. Það
þarf tíma til að vinna tiltrú á
þessu og hafa trú á því að þetta
sé varanlegt og framtíðin.
Auðvitað á það að vera fram-
tíðin að verja byggöir vegna
þess að í þessum byggðum eru
verðmæti.
Það skal ekki neitt vera
óeðlilegt þó einhverjum finn-
ist þetta vera einhver bölvuð
vitleysa. Það fólk verður bara
að fá að hafa þá skoðun þang-
að til annað kemur í ljós."
-ohr
Afsökunarbeiöni frá fréttastjóra Alþýöublaösins:
Vegna smáfréttar eða
slúðurs um Ásgeir
Hannes í Alþýðublaðinu
Kæri Ásgeir Hannes.
í Alþýðublaðinu 13. ágúst birt-
ist „fréttamoli", klausa eða það
sem oftast er kallað slúður, þar
sem ýjað er að því með afar
ósmekklegum hætti að þú sért nú
vert í Lettlandi og veitingastaður
þinn sé af vafasömu tagi. Þar segir
að furðulegustu sögur gangi um
nýjustu viðskiptaævintýri þín og
síðan er klykkt út með því að þess-
ar fregnir hafi ekki fengist stað-
festar — rétt eins og það afsaki
birtinguna.
Undirritaður getur ekki annaö
en lotið höfði í skömm og þú ert
hér meb beðinn margfaldlega af-
sökunar á þessum áburði og
„fréttaflutningi" sem auðvitað er
fyrir neðan allar hellur. Þessa
kjaftasögu heyrði ég á skotspón-
um og í hita leiksins varð mér þab
á að láta hana frá mér fara án þess
ab leiða hugann að því að þetta
gæti haft slæmar afleiðingar fyrir
þig. Jafnframt braut ég fyrstu
reglu blabamennskunnar sem er
auðvitað sú ab fá „fréttina" stað-
festa ábur en hún er birt.
Eins og áður sagbi á ég mér fátt
eitt til málsbóta og vil að endingu
biðja þig enn og aftur afsökunar á
þessum skrifum.
Jakob Bjamar Grétarsson
fréttastjóri Alþýðublaðsins