Tíminn - 24.08.1996, Side 3

Tíminn - 24.08.1996, Side 3
^OO r Í\C i! ^ tcni I Laugardagur 24. ágúst 1996 VMK*WKV»•- ■ i- 4 Jakob Kristinsson bridgespilari sló sögulegt met í Bandaríkjunum þegar hann nábi bandaríska „Live-master" titlinum á aöeins 43 dögum: Draumurinn er aö fara út í atvinnumennskuna Jakob Kristinsson. Jakob Kristinsson bridge- spilari er nýkominn til landsins eftir ab hafa eytt sumrinu vib spilaborbib í Bandaríkjunum. Þar nábi hann þeim glæsilega árangri ab verba „Live- master" á ab- eins 43 dögum og sló fyrra met Sabine Auken sem var 53 dagar. Titillinn Live- master er ab nokkru leyti sambærilegur vib stórmeist- aratign í bridge hérlendis. Jakob byrjabi 12 ára ab spila bridge á Akureyri en hefur verib búsettur í Reykjavík seinni árin. Hann hefur m.a. spilab í landslibi íslands í opnum flokki og varð Norðurlanda- meistari árið 1994. Síðasta vet- ur ákvað hann að hvíla sig frá spilamennsku og sneri sér að keppnisstjórn. Hann var því farinn að klæja í puttana að eigin sögn að grípa í spil í sumar. „Það var nú samt til- viljun sem réð því að ég fór að keppa að því að slá þetta met. Hugmyndin var fyrst og fremst að fara út til að ferðast og hitta vini, spila kannski 3-4 mót og fá einhvern til að kosta spilamennskuna. En það fór öðmvísi en ætlað var. Aðra vikuna í júní hitti ég Breta sern nú er búsettur í Bandaríkjun- um í Las Vegas, Brian Gunnell og við ákváðum að taka törn saman. Hann kom síðan með þessa hugmynd að keppa við þetta met." Frídagarnir í ferbalög og fataþvott Næstu dagar voru erilsamir hjá Jakobi en hann ferðaðist á milli ótal borga og spilaði tví- menninga og sveitakeppni til skiptis. Markmiðið var 300 gullstig, en ekki er óvanalegt að sögn Jakobs að það taki um 6-7 ár fyrir vestan að ná því marki. „Maður gerði nánast ekkert annað en að spila. Af þessum 43 dögum spilaði ég 36 og stundum tvær lotur á dag. Hinir 7 dagarnir fóru að- allega í ferðalög milli staða og svo þurfti maður að þvo þvott- inn sinn," segir Jakob. „Suma dagana var maður að nánast allan sólarhringinn og einn morguninn fór ég ósofinn að morgni í mót eftir að hafa keyrt mörg hundruð kílómetra á milli borga." Jakob vann um það bil helming stiganna 300 með Brian Gunnel en af öðrum mótspilurum má nefna Hjör- dísi Eyþórsdóttur sem fluttist til Bandaríkjanna fyrir nokkr- um árum og er nú atvinnuspil- ari í Bandaríkjunum. Jakob giskar á að um 500-1000 spil- arar hafi lifibrauð af bridge í Bandaríkjunum og hefur í kjölfar árangursins verið boðið að koma vestur í atvinnu- mennsku. Þau mál eru nú til frekari skoðunar. „Það er nátt- úrlega draumurinn. Þetta er náttúrlega það skemmtilegasta sem maður gerir." Heimamönnum fannst þetta merki- legra en mér Þegar 300 stiga markinu var náð og takmarkið var í hönd segir Jakob að fréttirnar hafi verið fljótar að breiðast út. „Bandaríkjamönnunum í Michican þar sem metið féll, virtist þykja þetta miklu merkilegra en sjálfum mér nokkurn tímann. Þeim fannst það einnig mjög mikill heiður að metið væri slegið í þeirra héraði. Bandarísk bridgeblöð eru eitthvað búin að fjalla um þetta og það er von á ítarlegri grein í næsta mánuði í mánað- arriti bandaríska bridgesam- bandsins. Þeim þykir þetta al- veg ótrúlega merkilegt. Þetta er forsíðuefni." Jakob segir að samanburður á gæðum íslensks bridgelífs og bandarísks sé tvímælalaust ís- landi í hag og margir innlend- ir spilarar ættu erindi á sterk- ustu bridgemótin vestra. „Það vissu allir sem ég hitti að ís- lendingar- hefðu orðið heims- meistarar í bridge í Yokohama um árið. Þeir spurðu gjarnan í kjölfarið hvort ég hefði verið í vinningsliðinu en ég varð því miður að neita því," segir Jak- ob og glottir. Vinna og aftur vinna -En hvað þarf til að verða góður bridgespilari? Það er náttúrlega með það eins og allt annað. Þetta er bara vinna. En menn þurfa að vera svolítið næmir fyrir spil- um almennt. Maður sér það sérstaklega hjá þeim sem eru að byrja, að ef þeir hafa ekki fengið einhvers konar spila- uppeldi, þótt ekki sé annað en ólsen ólsen eða Svarti-Pétur, að þá eiga þeir erfiðara með að skilja spil. Þetta virðist skipta geysilegu máli." Gífurlegur aðstöðumunur er á bandarísku og innlendu bridgelífi, að sögn Jakobs. Hann vildi gjarnan sjá veg bridgeíþróttarinnar aukinn, enda sé engin spurning að geta íslendinga sé meiri í bridge en í nokkurri annarri íþrótt. „Auðvitað vildi maður sjá hag íþróttarinnar bættan. Það eru sennilega rúmlega 3000 manns sem spila keppn- isbridge vikulega a.m.k. og ekki óvarlegt að áætla að um 10.000 manns kunni mann- ganginn í spilinu." Skákin og bridgeíþróttin hafa stundum verið bornar saman og hefur Jakob reynslu af hvoru tveggja. Hann segir þessar tvær hugaríþróttir þó gerólíkar. „Skákin er einstak- lingsíþrótt en í bridge er það samvinnan sem skiptir öllu. Eitt er þó sameiginlegt með þessu tvennu. Karakter manna kemur upp í gegnum báðar íþróttirnar. Hann skín alltaf í gegn, meðvitað eða ómeðvit- að." Bjöm Þorláksson Fullgild kennararéttindi meb fjarnámi frá Kennaraháskóla íslands: Fyrsta fjarnáms- útskriftin úr KÍ Fyrstu nemendumir úr fjar- námi Kennararháskóla íslands útskrifast í dag, laugardaginn 24. ágúst. Þeir em 54 talsins og hafa ab miklum meirihluta starfab meb náminu sem leib- beinendur í gmnnskólum úti á landi. „Þetta hefur orbib til þess ab fólk sem er ab kenna heima í hérabi, þarf ekki ab rífa sig upp til ab fara í kennaramám til Reykjavíkur," segir Karl Jeppe- sen, verkefnisstjóri fjamáms Kennararháskóla íslands. Karl segir fjarnámið vera mikla lyftistöng fyrir landsbyggðina þar sem nemendur þess verði að öll- um líkindum áfram á sinni heimaslóð, haldi áfram ab kenna meb fullgilt kennaranám að baki. Flestir nemendanna em frá Vest- fjörðum en þar hefur hlutfallið af réttindalausum kennumm verib einna hæst, næst flestir koma frá Suðurlandi og Vestmannaeyjum. Fjarnámið tók nemendurna fjóra vetur en venjulegt stað- bundið kennaranám í Reykjavíki tekur þrjá vetur, meiningin er að svo verði einnig meb fjarnámib. Þab fer að lang mestu leyti fram í gegnum tölvur. Kennarar og nemendur senda verkefni og um- sagnir á milli meb tölvupósti og „yrkja", þ.e. tala saman á netinu. Tvisvar á ári koma nemendurnir til Reykjavíkur, í tvær til fjórar vikur í senn, sitja fyrirlestra og fara í verklega tíma. Æfinga- kennsluna taka þeir hins vegar oft á heimslób. Ab sögn Karls hefur verið mikil aðsókn í fjarnámib og hafa ekki allir komist að vegna fjárskorts. Hann segir flesta nem- endurna í fjarnáminu vera eldri en þá sem eru í stabbundna nám- inu. Þab sé einkum stundab af nemendum sem hafa nýlokið stúdentsprófi. Abspurður segir Karl Kennara- háskólann vera fyrsta skólann á háskólastigi á íslandi sem útskrifi nemendur eftir fjarnám. -gos Sláturfélag Suöurlands fjárfesti 80 milljónir i sláturhúsi á Selfossi og kjötiönaöarvélum: SS hættir slátrun í sláturhúsi Sláturfélag Suburlands hef- ur ákvebib ab hætta slátrun í sláturhúsi félagsins í Vík í Mýrdal, til ab auka hag- kvæmni í slátrun, segir í til- kynningu frá félaginu. Fyrri hluta þessa árs fjárfesti SS aftur á móti fyrir rúmlega 80 milljónir, einkum í slát- urhúsi félagsins á Selfossi og vélakaupum fyrir kjöt- ibnab. Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands og dótturfyrir- tækja voru nær 1.040 millj- ónir fyrstu sex mánubi ársins, sem er 4% aukning frá sama tímabili árið áður. Rekstrar- gjöldin hækkuðu heldur sínu í Vík minna, eða 3,4%. Hagnaður af reglulegri starfsemi og eftir skatta nam rúmlega 15 millj- ónum á tímabilinu, sem er 10 milljónum minna en árinu áður, þegar fjármagnsgjöld vom miklu minni en í ár. „Afkoma Sláturfélags Suð- urlands hefur undanfarin ár verið betri á síðari árshelm- ingi. Þetta starfar fyrst og fremst af afkomu afurða- deildar en umsvif hennar aukast verulega við haust- slátmn sauðfjár", segir í til- kynningu félagsins, sem býst við að markmið þess um af- komu náist á árinu öllu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.