Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 24. ágúst 1996 Glœsilegur árangur íslenskrar bridgesveitar gegn Bretum: 65 stiga forskot á Forrester og félaga íslensk sveit, skipuð Matthíasi Þorvaldssyni, Abalsteini Jörgen- sen, Guölaugi Jóhannssyni og Emi Arnþórssyni, er nú stödd á Bretlandi þar sem hún spilar sýningarleik viö landslib Breta í bridge, í boöi Breska bridge- sambandsins. Úrslit réöust í gærkvöldi eftir aö Tíminn fór í prentun en þegar 50 spilum var lokiö af 80 hafði íslenska sveit- in glæsilegt forskot, 65 impa. Breska sveitin var sterkari í fyrstu lotunni og sigraði 33-14. ís- lendingarnir unnu næstu tvær, 14- 39 og 11-50 en jafntefli, 21- 21, varð í fjóröu lotunni. ísland vann svo síðustu lotuna með 36 impum gegn 16. Þab eru Tony Forrester, Andrew Robson, Paul Hackett, Jason Hackett, Justin Hackett og Ian Monachan sem spila fyrir Bretlands hönd og má geta þess að Forrester og Robson gáfu út -3400 stig í einu spilinu. Tíminn hefur ekki spurnir af því hvernig þab gerbist en væntan- lega hafa Bretarnir farið 7 niður redoblað utan hættu eða 6 á hættu. Skrautlegt það!! -BÞ Reykjavík Borgarafundur Borgarafundur d veitingastabnum Sólon íslandusi mdnudaginn 26.agúst kl. 21.00 Rabbfundur um nýja morgunblaðið Dag-Tímann. Ritstjóri blaðsins, Stefdn Jón Hafstein, mun kynna helstu óherslur blaðsins og svara fyrirspurnum. Komið og lótið í ljós dbendingar ykkar og skoðanir dsamt því að heyra hverjar dherslur verða í hinu nýja blaði. Kaffi og kökur Sjdumst! iOaauT-Crmtttm -besti tími dagsins! Nýstárlegur hátíbarkvöldverbur í Perlunni: Ó6ur til nátt- urunnar í vikunni var haldin í Reykja- vík rábstefna til þess ab koma á samstarfsverkefnum á svibi rannsókna og þróunar í mat- vælaibnabi. Hún er um margt athyglisverb, þó niburstöbur hennar eigi eftir ab koma bet- ur í ljós vib frekari úrvinnslu, enda sagbi Gubbjörg Péturs- dóttir verkefnisstjóri ab ráb- stefnan hefbi gengib mjög vel, en þátttakendur voru um 150 frá 18 þjóblöndum. Hátíbarkvöldverbur í Perl- unni er þó líklega hápunktur rábstefnunnar, en þar var bobib til þess sem kallab var „Ráb- stefnukvöldverbur framtíbar- innar." Skipuleggjendur ráb- stefnunnar fengu síbasta árs nema Hótel- og veitingaskólans til libs vib sig en hugmynda- samkeppni fór fram mebal nemanna. „Vib völdum ekki neina eina hugmynd, en byggb- um allan kvöldverbinn á hug- myndum krakkanna," segir Gubbjörg. Hugmyndirnar voru sóttar í hreinleika íslands og íslenskrar matvælaframleibslu, „þetta var svona óbur til náttúrunnar," eins og Gubbjörg lýsir því sjálf. Fordrykkurinn var tært blá- vatn meb bláberjablóma og blá- berjagrein borinn fram í kampa- vínsglasi. Hann var afhentur gestunum þegar þeir komu inn á nebstu hæb Perlunnar sem var skreytt meb höggmyndum úr ís. Síban gengu gestirnir upp stig- ana, en á efstu hæbinni voru spilub vatnshljób úr náttúr- unni. Össur Skarphébinsson var veislustjóri og stób sig ab sögn meb prýbi. Karlakór Reykjavík- ur og Emilíana Torrini skemmtu gestum. „Vib notubum karla- kórinn til ab undirstrika kraft- inn í náttúrunni og Emilíönu til ab undirstrika hreinleikann og fínleikan og svolítib svona inn í framtíbina, eitthvab svona ungt og ferskt." í forrétt var reyksobin bleikja meb hunangsbirkisósu og grá- sleppuh'rognum, „sem eru köll- ub Marhænuhrogn sem em unnin eftir sérstakri vinnsluab- ferb sem hefur verib þróub hjá mibstöb í rannsókna- og þróun- arstarfi. Össur kynnti þetta allt mjög skemmtilega og sérstak- lega. Næst á eftir kom fjalla- grasaseybi, þar sem vib notub- um kjötseybi sem var kryddab meb fjallagrösum. Vib sækjum aftur í náttúruna og notum vatnib. Þar á eftir var agúrkusor- be sem var hellt yfir íslenskum vodka. Eftir þab var abalréttur- inn lambakjöt, íslenskt smælki meb hýbinu á eins og vib borb- um heima hjá okkur, ofsalega góbri kryddsósu en í hana not- ubum vib líka kryddjurtir úr náttúrunni. Þab var grænmeti meb. Þar á eftir var skyr í hátíba- búningi, borib fram í súkkulabi- körfu meb bláberjasorbe ofaná. í restina var kaffi og koníak og líkjör og íslenskt Nóa-konfekt." Þab er augljóst af lýsingu Gubbjargar ab þetta kemur til meb ab verba minnisverbur kvöldverbur þeim sem þátt tóku í honum, enda segir hún fólkib hafa verib ánægt: „Þetta tókst allt rosalega vel og þab voru allir ofbobslega ánægbir. Gestirnir höfbu farib fyrst í jöklaferb upp á Langjökul á sunnudeginum og í hestaferb. Þab var eiginlega ekki hægt ab segja ab neitt hafi skyggt á, þab var virkilega gób stemmning." -ohr Venjum unga ( hestamenn 1 strax á að I N0TA HJÁLM! y UMFERÐAR RÁÐ Skólaostur kg/stk. 20% L/EKKUN VERÐ NU: 575 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 144 kr. á hvert kíió. 0SIA-0G SMIÖRSALANSE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.