Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 24. ágúst 1995 t Hagvrbingaþáttur Tími Dags og nætur Margur notar nœturstund sem nœturklúbbagestur, aðrir festa ekki blund; — iðka bókalestur. En sumum finnst við djobb og dund Dagsins Tími bestur. Fólkið víða vantar mat vegna efnahagsins. Jafnt og stöðugt gliðnar gat gamla ósonlagsins. Brúkist þá sem bót á fat besti Tími Dagsins. Langar aldir lifðu hér Ijóð með fomu rími. Gamla versið vinsœlt er; við þann draug ég glími. Dellumeikið dœmist mér Dagsins besti Tími. Búi. Svona yrkir Búi í síðasta hagyrðingaþátt Tímans því að næsti þáttur verður í Degi-Tímanum sem hefur göngu sína í næstu viku, eða á sjálfan höfuðdaginn. Hagyrðingurinn er framsýnn og og bindur nafn nýja blaðsins í vísur sínar, sem einnig eru kveöja til gamla blaösins. En þökk sé Búa og öðrum ágætum hagyrðingum sem haldið hafa tryggö við gamla kveðskaparhefð, aö þátturinn er fyrir löngu orðin fastur liður í helgarútgáfu Tímans. í Hagyröingaþáttunum eru aðeins prentaöar nýlegar vísur og áður óbirtar, gjarnar um atburði líðandi stundar. Ferskeytl- ur standa hjarta Frónbúans ávall nærri en limrur og aðrir bragarhættir verma einnig hjartarætur þegar ort er af list og smekkvísi. Brátt munu Hagyrðingaþættir birtast í nýju og öflugra blaði. En það er undir hagyrðingum sjálfum komið hve lífleg- ir þeir verða og lífseigir. Ef ekki berast birtingarhæfar vísur lognast þeir út af eins og annað sem ekki ber lífskraftinn í sér en standi hagmæltir velunnarar vísunnar í stykkinu munu þeir ganga í endurnýjun lífdaganna í enn öflugra og víðlesn- ara blaði, Degi-Tímanum. Hér með er heitið á alla hagyrðinga norðan heiða sem sunn- an og fyrir vestan og austan að senda nýja blaðinu rímaðar hugdettur sínar, öbrum til skemmtunar og og andlegrar upp- lyftingar. Nokkrar samstilltar vísur að gefnu tilefni: Landbúnabarstefnan stíf Mörg em lífsins lykkjufóll, lögð að bóndans eymslum. Vaxa og dafna dilkaföll til dýrðar frystigeymslum. Valdmannsaugun virðast blind á viðskiptanna fögnuð. — Allah borðar aðeins kind efhún er rafurmögiíuð. Landbúnaðarstefnan stíf, stendur fyrir þrifum, og bœtir ekkert bóndans líf, með bulli og lagaskrifum. Pétur Stefánsson. Ab lokum fyrripartur sem Hafnfiröingur botnaði: Grána hlíðar, gil og föll, grettir tíðin brúnir. Botn: Sú er stríðin. Stillt er öll og stormar víðast fúnir. Klassavörur á fínu veröi í íslenskum verslunum Kaupmenn og innflytjendur reka nú áróður fyrir því að fólk versli meira hér á landi en leiti ekki til útlanda til að gera góð kaup. Góðu kaupin er allt eins hægt ab gera á heimaslóðum. Samtímis auglýsa ferðaskrifstofur og flugfélög verslunarferbir til landa sem sagt er að gera megi enn hagkvæmari inn- kaup og kostnaði við ferða- lög og gistingu er mjög í hóf stillt. Hér mætast stálin stinn og nú langar konu í Vesturbænum og fleiri ab vita hvort sé hagkvæmara að skreppa í flugferð til borga í útlöndum til að versla eða að gera innkaupin hér og hvort mikill munur sé á verði og gæðum. Heibar hefur reynsluna og þekkingu á hvorutveggja og á því auð- velt með ab gera samanburð. Svar: Ég er alltaf ab æsa mig upp yfir því ab batnandi hagur þjóðarinnar skuli alltaf koma fram í því, að þeir sem hans njóta skuli alltaf eyða öllum sínum peningum erlendis. En ferðaskrifstofunum er náttúr- lega óskaplega illa við þegar maður segir þetta. Furbuleg árátta En þab er alveg stórfurðuleg árátta að um leið og einhver í þessari þjóð eignast pening, að hann skuli þá fara úr landi til að eyða honum. Hér í verslunum er mikið af góðri vöm sem er hreint ekk- ert dýrari en sambærilegur varningur sem keyptur er í út- löndum, nema síður sé. Þá er átt við vandaða klassavöru, en ekki eitthvert msl sem er ódýrt alls stabar. En í hvert skipti sem íslend- ingar fylla flugvél til útlanda í þeim tilgangi að versla, að þá missa einn til tveir íslendingar vinnuna. En það er ekki bara það. Það þarf ekki annað en að nokkrar frúr á Blönduósi taki sig saman og stofni klúbb um það að keyra fjórar saman á góðum bíl einu sinni í viku í Bónus í Reykjavík, að þá kost- ar það einn mann eða konu á Blönduósi vinnuna. Snyrtivörur íslenskir kúnnar halda uppi stómm verslunum í þeim borgum sem þeim er beint mest til. En það undarlega er að á sviði tískuvarnings og skyldrar vöru standa íslenskir innflytj- endur og kaupmenn sig reglu- lega vel. Samkeppnin er svo mikil, bæði innanlands óg við erlenda verslun, að verði hér á landi er í hóf stillt miðað við gæðin. Ég verð þess ekki var að íslenskir kaupmenn séu að okra á vöm sinni með óhóf- legri álagningu. Eg get fullyrt að verðlag hér á snyrtivöru er mjög gott fyrir viðskiptavinin. Það er betra en Heiöar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig á ég aö vera? á Norðurlöndunum. Þab er ör- lítið hærra en í Bretlandi og Bandaríkjunum, en aðeins lægra en í Frakklandinu sjálfu, þar sem mikið af fínustu snyrtivörum er framleitt, og líklega nokkuð svipað og í Þýskalandi. Leifsstöö stendur sig vel Þá eru það fríhafnirnar. Leifsstöð stendur sig ansi vel í veröi. Afslátturinn er alltaf rúmlega virðisaukaskattur. En fríhafnir í nágrannalöndum okkar er í rauninni bara virðis- aukaskattur þess lands, sem er alltaf lægri en okkar. En Leifs- stöb er samt sem ábur ákaflega góð fríhöfn. Það má segja að það sér gegnum gangandi 20- 35% verðmunúr á snyrtivör- um miðað við almennt verð hér á landi. Daglega fljúga kanadískar flugvélar yfir Atlantshafið sem hafa viðdvöl á Keflavíkurflug- velli. Fólkið sem með þeim fer hefur einhvers staðar fengið ábendingar um að áfengi og tóbak sé ódýrt í Leifsstöð og það verslar mikið. En það hef- ur gleymst að láta það vita að allt annað er ódýrt í fríhöfn- inni. Það hefur að vísu ekki mikinn tíma til að versla. En það þarf að auglýsa miklu bet- ur fyrir erlenda farþega sem fara um Leifsstöð hve hag- kvæmt er að versla þar. Þá gæt- um við fengið til baka eitthvað af þeim peningum sem við eyðum í útlöndum. Það væri upplagt að fá út- lendinga sem staldra við í Leifsstöð að skila til baka ein- hverju af þeim miklu fúlgum sem við eyðum í útlöndum. Kjánaskapur Það er eins og að engum detti í hug að láta prenta fal- lega bæklinga um kjarakaupin í Leifsstöð og dreifa þeim. En miklum peningum er varið til að auglýsa ágæti erlendra verslana á íslandi og að fá ís- lendinga til að versla í útlönd- um. Hér er mikil mismunun á ferðinni og það ætlar að vera lífseig hugmyndafræði að allt sé betra og ódýrara erlendis en hér heima. Náttúrlega er gaman að ferð- ast og skoða sig um í borgum og líka að versla þar. Fólk á að sjá sig um og vita hvað það er að kaupa. En að vera ab kaupa einhver reiðinnar ósköp og koma heim með margar ferða- töskur fullar af alls kyns dóti sem sem svo er kannski aldrei notað til neins er afskaplega kjánalegt og áreibanlega ekki eins ódýrt og margir halda. Gott úrval Hér em margar verslanir í fínum klassa sem vanda bæði vömval og gæta þess að vera samkeppnishæfar í verði. Þetta á við um ýmsar fataverslanir fyrir konur sem karla. Úrvalið er ótrúlega mikið miðað við tiltölulega fámennan markað og oft ekkert lakara en í stærri borgum erlendis. Og reynslan er sú að eftir því sem varan er vandaðri er verð- ið tiltölulega lægra miðað við það sem gerist í útlöndum. En það má frekar búast við að álagning á lélega vöm sé óhóf- leg miöað við innkaupsverð og gæði. En það er sama hvort veriö er ab versla hér heima eða í útlöndum, fólk verður að hafa lágmarksvömþekkingu til að geta gert góö kaup.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.