Tíminn - 24.08.1996, Síða 4

Tíminn - 24.08.1996, Síða 4
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Valkostir vib heilsugæslukerfiö? Kjaradeila heilsugæslulækna virðist enn vera að harðna ef eitthvað er og aðgerðir þær sem læknarnir grípa til í þessari baráttu að verða fjölbreyttari. í gær bárust fréttir af því að 19 sjúkrahúslæknar séu að íhuga uppsagnir úr hlutastörfum sínum sem sjúkrahúslæknar, sem í raun er hótun að skera alveg á þá takmörkuðu læknisþjónustu sem þó er til staðar víða um land. Ljóst er orðið að þessi kjaradeila er farin að valda mikilli röskun á allri heil- brigðisþjónustu í landinu sem aftur hefur leitt til þess að heilbrigðiskerfið hefur reynt að aðlaga sig breyttum að- sætðum til þess að forða stórslysum. í kjölfar þessarar deilu hljóta að koma upp spurningar sem varða verka- skiptingu heilbrigðisstétta, t.d. milli hjúkrunarfærðinga og lyfjafræðinga annars vegar og svo lækna eða heimilis- lækna hins vegar. Hjúkrunarfræðingar hafa t.a.m. unnið þrekvirki í læknisleysinu að undanförnu og tekið að sér fjölda jaðarverka sem áður voru nær alfarið á starfssviði lækna. Þá hafa sérfræöingar og sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar verið að störfum og sem betur fer hefur þess- um aðilum ásamt þeim heilsugæslulæknum sem þó eru í vinnu tekist að afstýra stórslysum í heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur ástandið ekki verið eins erfitt og það hefur verið víða úti á landi. Það stafar fyrst og fremst af því að sérfræðingar eru flestir í Reykajvík og því að uppbygging heilsugæslukerfisins hefur setið á hak- anum, þar á meðan gífurleg áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu þess á landsbyggðinni. Heilsugæslulæknar lögðu upp með það í fyrravor, þeg- ar þeir sögðu upp störfum sínum, að þeir væru að hefja krossferö til bjargar heilsugæslukerfinu. Málflutningur- inn þá snerist ekki um launakjör læknanna, heldur um uppbyggingu heilsugæslukerfisins sem slíks og skipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Var m.a. bent á að kerfi sem byggði á grunnheilsugæslu hjá heilsugæslu- læknum væri þjóðfélaginu miklu ódýrara, öruggara, og hagkvæmara, auk þess sem þjónusta við sjúklinga yrði tryggð. Bentu margir á að til fyrirmyndar væri hvernig til hefði tekist í stórhuga uppbyggingu þessa kerfis á lands- byggðinni. Samningaviðræður við heilsugæslulækna frá því þeir sögðu upp störfum hafa að mestu leyti snúist um að byggja upp og styrkja enn frekar þetta grunnkerfi í heil- brigðisþjónustunni og eftir því sem best var vitað höfðu læknar og stjórnvöld náð ákveðinni lendingu í því máli. En nú er öldin önnur og nú er einmitt þessi sama landsbyggð sem var svo stórhuga í uppbyggingu heilsu- gæslukerfisins að súpa seyðið af henni því grunnþjónust- an er ekki í boði lengur og menn eru farnir að spyrja grundvallarspurninga um gildi heilsugæslukerfisins sem slíks samfara því að traust manna á því hefur brostið. Uppsagnirnar — krossferð heilsugæslulæknanna — sem átti að bjarga og upphefja heilsugæslukerfið sem horn- stein íslenskrar heilsugæslu hefur nú snúist upp í and- stæðu sína og er farin að stórskaða kerfið sjálft. Hér verður ekki lagt mat á það hvor deiluaðilanna hef- ur í þessu sýnt meiri óbilgirni, þó yfirlit yfir tekjur heilsu- gæslulækna sem birst hafa í fjölmiðlum sýni að þar fer ekki starfsstétt sem er á vonarvöl. Hitt er ljóst að deiluað- ilar þurfa að fara hugsa til þess að ef deila þessi dregst enn á langinn gæti hún hæglega framkallað varanlegar grundvallarbreytingar í uppbyggingu heilbrigðisþjónust- unnar. Það í sjálfu sér þarf ekki að vera slæmt mál. Laugardagur 24. ágúst 1996 Oddur Ólafsson: / / A einhver Island? Landamerkjaþrætur eru jafngamlar íslandsögunni og hafa magnast í aldanna rás heldur en hitt. Aldrei hefur verið til heilstæð löggjöf um eignarhald á landgæðum eða auðlindum og enn í dag er hart deilt um hverjir eigi að ráðskast með hálendið eins og það leggur sig og íslandsmið sem eru víðáttumeiri en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir að aldrei er hægt að fá úr því skorið svo óyggjandi sé hver á land og nýtingarrétt auðlinda hafa ávallt einhverjar reglur verið í gildi um eignar- hald og landsréttindi. Landnámsmenn, sem farið var að þrengja að í Noregi og norrænum byggðum á Bretlandseyjum, settu sér fljótlega reglur um land- nám á íslandi. Karlar helguðu sér land með eldi og konur leiddu kvígu um staðfestu sína. Þessar athafn- ir hafa líklega haft meira trúarlegt og táknrænt gildi fremur en að þær styddust við landslög sem voru heldur laus í reipunum á landnámsöld. Land numið einberri hótfyndni eru kallaðir sameign þjóðar- innar í lagabálknum sem er afsal fiskveiðiréttinda þjóðarinnar í hendur greifadæma sjávarútvegsins. Deilurnar um hver á hálendið eru dæmigerðar um hvernig íslendingar kífa gegnum aldirnar um landareign og landamerki og fá aldrei neinn botn í. Hvort hreppsnefndin í Svínavatnshreppi eða Ferðafélag íslands á að byggja eitthvert hrófatild- ur á Hveravöllum, sem kallað er aðstaða fyrir ferðamenn, velkist á milli stofnana og ráðuneyta án niðurstööu. En hálendið er svo hörmulega eig- endalaust eða í eigu svo margra að þar ríkir að sönnu eignarhaldskaos. Einhver hundruð íveruhúsa hafa verið reist á eyiðmörkinni blautu og köldu, sem kölluð er há- lendi íslands og er um þriðjungur landsins, án heimilda nokkurs eigenda eða yfirvalda. En ein- hverjir eiga samt sæluhúsin eða skúrana, en allt mun það óskráð í þingmálabækur eins og geta má nærri. Fyrstu landnámsmennirnir köstuðu eign sinni á mikil landssvæði og úthlutuðu síðan stórum og smá- um skikum til vina og vandamanna eða til dugnað- armanna sem höfðingjarnir vildu hafa í námunda við sig og halda vinfengi við. Svo var alltaf hægt að berjast til landa ef svo bar undir eða að ná landi með klækjum. En snemma kom upp að fólk sem eignaðist land vildi tryggja eign sína með g j ö r n i n g i . Skemmtileg er sagan um kerl- inguna, frænku Ingólfs Arnarson- ar, sem þáði Rosmhvalanes úr landnámi höfðingjans. Þegar hún tók við eigninni rétti hún frænda sínum heklu góða, sem var ein- hvers konar vaðmálsskikkja, og sagðist vilja kalla eignaskiptin , kaup en ekki gjöf. Þegar Ingólfur timans tók við flíkinni jafngilti það afsali ✓ og þinglýsingu og kerlingin klóka 1*3 S var óumdeilanlega réttur eigandi að Reykjanesinu. Lærdómur og tilfinningar Nú deila menn af miklum lærdómi og enn meiri tilfinn- ingasemi um hver á að græða á ferðamönn- um á Hveravöll- um. Þar kemur til álita hve langt Svína- vatnshreppur í Húnaþingi nær langt suður. Ferðafélagið byggir sínar landakröfur á hefð sem stafar af sæluhúsi sem félagið reisti fyrr á öldinni. En hve langt inn til landsins ná hreppar og hvar eru landamerki bújarða sem ná inn á öræfi. Einhver pappír mun fyrir því að landamerki Reykjahlíðar við Mývatn séu í norðurhlíðum Vatnajökuls í suðri. Familían í Reykjahlíð á sem sagt allt Odáðahraun, Herðubreið, Ösku og allt klabbið, sem mun nálgast að vera tíundi hluti flatarmáls íslands. Þetta eru Stórlandeigendur Land erfðist og deildist niður. Kaþólska kirkjan eignaðist mikil lönd og hlunnindi og síðar sló kóng- ur eign sinni á allar hennar eigur og þá tóku við embættismenn og höfðingjar að ná undir sig kon- ungseignum og voru umboðsmenn krúnunnar gjarnan þar fremstir í flokki. Kirkja mótmælenda fór aftur að sækja í sig veðrið að eignast lönd og hlunn- indi handa þjónum sínum og varð vel ágengt lengi vel. Á síðari og bestu tímum hefur gengið takbærilega að ná hlunnindum undan kirkjujörðunum og eru þau nú komin í góðra og snjallra manna hendur. Þá á ríkið jarðir hér og hvar og lætur af hendi fyrir lítið í leiguafgjöldum eða sölu. Kaupslagað meb ísland Landamerkjadeilur eru viðvarandi og hin merki- legustu plögg dregin fram í dagsljósið til að sanna og afsanna eingarhald á landi og rétti til að nýta hlunn- indi. Kaupslagað er með lönd og náttúrugæði og enginn dregur í efa að það sé heilagur réttur landeig- endaaðals að eiga lönd og vötn og allt sem í þeim hrærist. En hvernig eignarrétturinn er fenginn er best að fara ekki náið út í, en altént hefur hann afi eða lang- afi sem var lengur hreppstjóri en elstu menn muna útbúið fínustu plögg um óumdeilanlegan eignarrétt familíunar á erföagóssinu. Að hinu leytinu er deginum ljósara hvernig fyrir- tæki og fjölskyldur eignuðust fiskinn í sjónum út að ystu auðlindalögsögu. Alþingi gaf nokkrum af bestu sonum og dætrum þjóðarinnar fiskislóðina og nú er hún seld og keypt eins og lönd og vötn og sá fiskur sem í þeim lepur strauma. Afsal réttinda Nú er uppi kurr í þjóöfélaginu vegna eignaskipt- ingar á landi og eignarhaldi á fiskstofnum, sem af fínir pappírar og trúverðugir. Sagnir eru um að Reykhlíðingar hafi gert kröfu um að landamerki þeirra í suðri yröu í miðjum suðurhlíðum Vatnajökuls og þá fór þeim í Suður- sveitinni ekki að verða um sel. í móðuharðindum og bólusóttinni sem eftir fylgdi fyrir um 200 árum hrundi um fimmtungur landsmanna og breyting- ar á eignum og erfðum voru gífurlegar, ekki síður en þegar kirkjur, kóngar og höfðingjar létu greip- ar sópa og umbreyttu öllum eignahlutföllum í landinu á skömmum tíma. Réttbornir erfingjar? En þrátt fyrir öll umbrot og breytingar standa landeigendur á rétti sínum og eignum eins og hundar á roði og láta eins og að þeir séu réttborn- ir erfingjar í gegnum rúmlega 11 alda byggð til landa sem Ingólfur, Helgi magri, Þórólfur mostra- skeggur og Geirmundur heljarskinn úthlutuðu eða seldu forfeðrum þeirra. Og nú er farið að rífast um hvar má taka möl og gjall, virkja vötn og leggja flutningslínur, svo ekki sé talað um hvar má aka og hvar byggja upp ferða- mannaþjónustu. Eigendaleysi eða meintur eigna- réttur stendur öllum svona framkvæmdum fyrir þrifum og gerir það áreiðanlega lengi enn. En hvers vegna má landið ekki eiga sig sjálft. Hvers vegna þarf aö þinglýsa hverjum lófastórum bletti sem löglegri eign einhvers? Hvers vegna eru mörk sveitarfélaga almannahagsmunum fjarri og hvers vegna á aðeins lítill hluti þjóöarinnar land- ið sem hún byggir öll? Það er tímabært aö Alþingi fari að mynda sér skoðun á einhveri umgjörð um lagasetningu um eignarhald á landi og hver er réttur þjóðarinnar allrar til að njóta guðsgjafanna sem aflientar hafa verib fáum útvöldum. Spurningin um hver á ísland hefur verið viðruð um sinn án nokkurs árangurs. En snúa má spurn- ingunni við og spyrja: Á einhver ísland?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.