Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 6
 6 K Kvennasveit Keilis Islandsmeistari '96 Sigrabi þribja árib í röb Kvennasveit Keilis var& íslands- meistari þri&ja áriö í rö& sl. sunnudag, er hún lagöi sveit Golfklúbbs Reykjavíkur aö velli. Keiliskonurnar unnu alla leiki sína og má me& sanni segja að þaö sé vel af sér vikiö. Margir spennandi og tvísýnir leikir urðu á leið Keiliskvenna að meistara- titlinum, en þær efldust við hverja raun og stóðu uppi sem sigurvegarar. Síðasti leikurinn var á móti GR- sveitinni. Fjórmenninginn léku þær Kristín Pálsdóttir, nýkrýndur Islandsmeistari öldunga og Lilja Karlsdóttir. Sá leikur vannst 3/2 gegn þeim Sigríði Th. Mathiesen og Ágústu Guðmundsdóttur. Hinir tveir leikirnir voru tvísýn- ir, en sigurinn var tryggður þegar Þórdís Geirsdóttir vann Ragnhildi Sigurðardóttur á 19. holu. Ólöf María Jónsdóttir gulltryggði svo sigurinn með því að sigra Her- borgu Arnardóttur, einnig á 19. holu. Golfklúbbur Reykjavíkur varð semsagt í öðra sæti, en þriðja sæt- ið hreppti Golfklúbbur Suður- nesja. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Sauðárkróks féllu í aðra deild, en Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ og B-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur koma í staðinn í fyrstu deildina næsta ár. Auk þeirra kvenna sem áður er getið í GK skipaði Inga Magnús- dóttir, margfaldur meistari sveit- ina, en Iiðsstjóri var Guðbrandur Sigurbergsson. ■ Onnur deildin Sigurvegarar í annarri deild karla varð A-sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja með 4 stig. Annað sætið skipaði sveit Nes- klúbbsins einnig með 4 stig. B- sveit Keilis varð þriðja með 3 stig. I annarri deild kvenna sigraði B- sveit Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varö í öðru sæti, en sveit Golfklúbbsins Hamars á Dalvík í því þriðja. Þribja deild Þriðja deild sveitakeppni GSl í karlaflokki keppti á Katlavelli við Húsavík að þessu sinni. Sig- urvegari varð sveit GKG, vann alla sína leiki. Sveitina skipuöu Svanþór Laxdal, Ottó Sigurðs- son, Björn Halldórsson, Róbert Björnsson og Óli Laxdal sem var á Katlavelli liðsstjóri. Sveit GH varð í öðru sæti en hana skipuðu Magnús Hreiðarsson, Sigurður Hreins- son, Hreinn Jónsson, Skúli Skúlason og Axel Reynisson. Liðsstjóri var Kristinn Lúðvíks- son. Þessar sveitir munu leika í annarri deild að ári. ■ Golfarinn Golfari dagsins er Óskar Friðjónsson, Skari rakari, nýkrýndur sigurvegari í Einherjamótinu. Sw’ÍSÍ ilc'jS : ;í mir w m Birgir Björnsson, eöa Biggi Björns ÍFH, er ekki aöeins landsþekktur fyrir afrek sín íhandknatt- leik. Hann er einnig liötœkur kylfingur og hefur leikiö fyrir íslands hönd í Evrópukeppni eldri kylfinga. Birgir var einn af þeim fjölmörgu sem fylgdust meö sveitakeppni GSÍ á Hvaleyrarvelli um og fyrir síöustu helgi. Biggi veit aö tvisvar veröur sá feginn er á steininn sest og því haföi hann meö sér tjaldstól og lét fara vel um sig. Hér situr hann á stólnum góöa á fyrsta teigi og fylgist meö því sem er aö gerast úti á golfvellinum. Golfskáli GK í baksýn. Golftímamynd R. Lár. Suðurnesjamenn sigruðu í sveitakeppni GSÍ A-sveit Golfklúbbs Suöumesja sigraöi nokkuö óvænt í fyrstu deild sveitakeppninnar. Leynis- menn frá Akranesi voru taldir sigurstranglegastir í deildinni og Keilismenn úr Hafnarfiröi ekki fjarri sigurmöguleikum. Þessar þrjár sveitir urðu allar jafnar að stigum, en eftir að taldir höfðu verið innbyrðis sigrar sveit- anna kom í ljós að sveit GS stóð uppi sem sigurvegari. Þegar lagt var upp í síðasta hring á Hvaleyrarvellinum á sunnudag höfðu Leynismenn Einherjamótið, árlegt mót þeirra sem farið hafa holu í höggi, var að þessu sinni haldið á Nesvellin- um. Mótið fór fram sl. sunnudag í sólríku veðri en vindasömu. Heimamaðurinn Óskar Friðþjófs- son lék glæsigolf sem oftar, eða þrjá yfir pari vallarins. Fyrir þenn- an góða leik fékk Óskar 41 punkt, en keppt var með punktafyrir- komulagi. í öðra sæti varð Hall- dór Ingólfsson, handknattleiks- Aö þessu sinni er golfsagan splunkuný af nálinni, geröist nánar tiltekiö á fyrstu braut Golfklúbbsins Kjalar í Mosfells- bæ um síöastliöna helgi. Jón Svan, margreyndur kylfing- ur, var þar að leik ásamt félögum sínum. Einsog þeir vita sem til þekkja er fyrsta brautin á Hlíða- velli par fimm og er innáskotið vandasamt í meira lagi, en yfir djúpt gil er að fara, sem reynst hefur mörgum kylfingi dýrkeypt. Ekki tókst betur til en svo hjá Jóni við innáskotið, sem var eðli málsins samkvæmt það þriðja, að boltinn hans fór í stórum sveig til hægri og hvarf ofan í gilið. Félagar hans gengu yfir brúna á gilinu og létu Jón um aö finna boltann. Eftir dágóða stund sjá þeir hvar „Svanurinn" klöngrast upp úr gilinu holdvotur. Hafði hann séð bolta sinn í lækjar- skömminni sem rennur um gilið. eins stigs forystu á hinar sveitirn- ar tvær, fjögur stig á móti þremur stigum GS og GK. í þeim leik unnu Suðurnesjamenn A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur 3/0 og vora því komnir með 4 stig. „Úr- slitaleikurinn" var því milli Leyn- ismanna og Keilismanna. Leynis- menn unnu fjórmenninginn og þá voru leikir Björns Knútssonar Keili og Kristins G. Bjarnasonar Leyni, og Björgvins Sigurbergs- sonar Keili og Birgis Leifs Haf- þórssonar Leyni eftir. Skemmst er frá því að segja að Keilismenn maðurinn góðkunni, einnig úr Nesklúbbnum en Halldór náði í 40 punkta. Næstu sæti skipuðu þeir Sigurjón, Sjonni, R. Gíslason GK, Hörður Harðarson NK og Bergsveinn Alfonsson GR, allir með 38 punkta. Þeir Hilmar Karlsson GR og Kjartan KLP Pálsson NK sáu um framkvæmd mótsins og fórst það vel úr hendi. Þegar hann var að teygja sig eftir boltanum varð honum fótaskort- ur og féll á bólakaf í lækinn. Klöngraðist hann nú upp úr gil- inu og stillti sér vígreifur en hold- votur upp á bakkanum. Enn sló hann í gilið, en nú var boltinn á þurru. Félagar Jóns biðu rólegir í góða veðrinu og loks tókst Jóni að koma boltanum á flötina. Niður- staða talningar urðu 9 högg á hol- una. Rúsínan í pylsuendanum er hinsvegar sú, að félagarnir kom- ust að því að einum bolta fleira var á flötinni en lög gerðu ráð fyr- ir. Fyrsti bolti Jóns hafði semsagt lent á steini niðri í gilinu, flogið þaðan inn á flöt og sat þarna skælbrosandi nokkur fet frá hol- unni í góöu „bördífæri". „Enginn er verri þó hann vökni," segir máltækið og Svanur- inn hélt áfram leik einsog ekkert hefbi í skorist og þornubu föt hans fljótt og vel í blíðunni. e unnu báða leikina, Björgvin á 18. holu en Björn eftir bráðabana og var leikurinn því æsispennandi fyrir leikmenn ekki síður en áhorfendur sem fjölmenntu á Hvaleyrina í góðviðrinu. Það má því segja ab Keilismenn eigi sinn þátt í sigri Suðurnesja- manna. Golftíminn óskar vösku liði Golfklúbbs Suðurnesja til ham- ingju með íslandsmeistaratitil- inn, þeim Helga Þórissyni, Hilm- ari Björgvinssyni, Erni Ævari Hjartarsyni, Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni, Davíð Jónssyni og liðsstjóranum Sturlaugi Ólafs- syni. Endanleg úrslit urbu þau, ab Golfklúbbur Suðurnesja sigraði, Golfklúbburinn Keilir varð í öðra sæti og Golkflúbburinn Leynir í því þriðja. Fjórba sæti skipaði A- sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. A-sveit Golfklúbbs Akureyrar og B- sveit Golfklúbbs Reykjavík- ur falla í aðra deild, en í þeirra stað koma A- sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja og sveit Nes- klúbbsins. ■ Golfreglan Ef þú slærð rangan bolta, eitt högg eða fleiri (nema í torfæru), tapar þú holunni í holukeppni, en færð tvö vítishögg í höggleik en þú verður að ljúka holunni með réttum bolta áður en þú slærð af næsta teigi. Ekkert víti telst ef þú leikur röngum bolta í torfæru (svo framarlega sem þú telur að þú sért að leika þínum bolta). Þau högg sem þá eru tal- in teljast ekki með í skorinu, en þú verður að finna þinn bolta og ljúka leik um holuna með honum. Skari rakari vinnur á Nesinu Golfsagan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.