Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. ágúst 1996 T7 rp T íSfei, ■ ■■ 11 f *esát |l*j &Sf ' ■ ■ ■ >* /iPlllk Y ... jUi jfLdL-'■ '! 4^ , ÆSmi Jón Kristjánsson: Fréttir á líöandi stund í árdaga færðu sendiboðar tíðindi góð eða ill, og sagan segir að harðsvíraðir valdsmenn hafi gert þá sendiboða höfðinu styttri sem sögðu ótíðindi. Nú eru þessir tímar löngu liðnir og fók læt- ur sér nægja að bölva fjölmiðlum fyrir að hafa meira uppáhald á slæmum fréttum en góðum. Hins vegar segir máltækið að „engar fréttir eru góðar fréttir". Það kann að vera en getur líka þýtt að allt sé í viðjum vanans. Sendiboðar nútímans í fréttaflutn- ingi eru blöð, tímarit, útvarp, sjónvarp og Internet svo þeir algengustu séu nefndir. Allir til samans mynda þeir mikið áreiti og í erli dagsins er engin leið að kynnast málefnum til hlítar í gegnum fréttir, í mesta lagi að fá útlín- ur þeirra ef skipulega er að staðið. Hiö óljósa baksvið fréttanna Fréttir vikunnar vöktu með mér þess- ar hugleiðingar, því þær voru þess eðlis að baksvið þeirra leitaði mjög á hug- ann. í fréttum vikunnar var sagt frá átök- um í Kreml og hinni furðulegu uppá- komu að deilt sé um hvort undirskrift undir telefaxskeyti þess efnis að leggja Grosní, höfuðborg Tjetseníu, í rúst ef þurfa þætti, sé fölsuð eða ekki. Þessar fréttir eru með ólíkindum og svo alvar- legar að mann setur hljóðan. Þær hljóta að þýða það eitt að stjórnkerfið í Rúss- landi, þessu risaríki, er í upplausn. Ljóst er að Jeltsín gengur ekki heill til skógar og barist er grimmilega um völdin í Kreml. Hvort sem rétt er aö skipun for- setans sé fölsuð eða ásökun þess efnis er röng sýnir það ótrúlega alvarlegt ástand í rússneskum stjórmálum sem full ástæða er tii að hafa áhyggjur af. At> búa til ímynd Frá Bandaríkjunum berast fréttir um forsetaslaginn sem nú fer harðnandi. Þar er fjölmiðlaímyndin allsráðandi. Ég horfði á beina útsendingu frá ræðu Dole á flokksþingi repúblikana í vik- unni, um nótt á hóteli á Höfn í Homa- firði. Það var fullkomið show og klapp- liðið og fánaberar unnu sitt verk full- komlega. Allt er þetta hluti af þeirri ímyndarsmíð sem nú þykir ómissandi. Það dregur saman með Dole og Clinton, en ekki skal vanmeta þann síðarnefnda í auglýsingatækni. Mynd sem ég sá í DV af forsetanum og vara- forsetanum með smíðatól í hönd að endurreisa kirkju sem óþokkar og rasistar höfðu kveikt í er notadrjúg í kosninga- baráttu. Sömuleiðis mynd af forsetan- um að skrifa undir lög um hækkun lág- markslauna með þeldökkt barn í fang- inu. Ég er ekki viss um að við séum komnir svo langt hér að þetta mundi gera sig hjá Davíð Oddssyni, en áreið- anlega er styttra í það nú en fyrir tveim- ur áratugum svo ekki sé farið lengra aft- ur í tímann. ímyndarsmiðir hafa yfrið nóg að gera, og það er hin breytta tækni sem gerir þá iðju mögulega. Bakgrunnur- inn, veröldin bak við ímyndina er allt önnur. Tilvera Clintons er ekki rólegar stundir með borvél eða börn í fanginu. Hún er harður og þrautskipulagður heimur valdamesta stjórnmálamanns í heimi sem á ekkert einkalíf en því meira af taugaslítandi ákvörðunum. Hins vegar er gaman að fylgjast með kosningabaráttu í Bandaríkjunum og stjórnmálum þar ef tækifæri gefst til þess. Margt kemur einkennilega fyrir sjónir, en hins vegar er samfélagið opið og áhugavert. Óhugnanlegustu fréttir vikunnar koma hins vegar frá Belgíu. Um þær er hinn venjulegi áhorfandi algjörlega orðlaus. í fyrsta lagi að sjá á skjánum menn sem eru viðriðnir slík óhæfuverk en gætu útlitsins vegna verið Jón Jóns- son í næsta húsi. Einhvern veginn hef- ur maður á tilfinningunni að glæponar beri andstyggðina utan á sér, en svo er vissulega ekki. Hins vegar er rannsókn- arefni hvers konar aðstæður skapa svo viðurstyggileg afbrot sem þarna er um að ræða, þann bak- grunn væri fróðlegt að skilgreina nánar, ég hef ekki svörin. Fréttamiðlarnir eru fullir af ótrúlegum tíð- indum um grimmd mannskepnunnar, stríð, glæpi og hörm- ungar. Áhorfandi, les- andi eða hlustandi fær smám saman skráp af öllu áreitinu. Einstaka sinnum fara fréttir inn úr skrápnum. Svo var um þessar tilvitn- uðu fréttir. Lítum okkur nær Um daginn var ég að taka til í geymslu þar sem ég átti nokkrar gamlar bækur í kössum ásamt fleira dóti. Upp úr einum kassanum kom bók sem ég átti þegar ég var barn fyrir fjórum ára- tugum og hafði merkt mér drengjalegri hendi. Bókin var um Pétur Most, danskan strák sem lendir í miklum æv- intýrum og leysir hvern vanda með hetjuskap. Mér er þaö í barnsminni að hafa lesið bókina upp agna. Þegar ég fór að fletta bókinni sá ég að hetjunni, Pétri Most, var afar illa við „negra" eins og þeldökkir menn voru kallaðir. Letingjarnir og þjófarnir í bók- inni voru svartir og hinar hvítu sögu- hetjur léku á þá og endurvöktu þá „virðingu" sem þeir báru fyrir hvíta manninum frá þrælaöldinni, eins og sagt var. Svona texti barna- og unglingabóka mundi vekja umtal í dag, hugsaði ég með mér, og jafnframt að eitthvað hefði skeð í kynþáttmálum þrátt fyrir allt. En rétt ofan í þessar hugleiðingar mínar bárust svo fréttir um að í skemmtistaðnum Óðali sem er í næsta húsi við skrifstofu mína séu þeldökkir menn útilokaðir, „vegna slæmrar reynslu af þeim" að sögn vertsins. Ég verð að viðurkenna að bjartsýni mín um vaxandi umburðarlyndi í ver- öldinni og hleypidómaleysi beið nokk- urn hnekki við þessa frétt. Það er staðföst trú mín að umhverfis- áhrif vegi þyngst um hvernig einstak- lingarnir standa sig í lífinu, en ekki af hvaða kynþætti þeir eru. Tímamót Nú eru tímamót fram undan í útgáfu dagblaðsins Tímans. Ég á þá ósk til blaðsins á þessari stundu að það verði gott og traust fréttablað sem hjálpi les- endum sínum að skyggnast í bakland fréttanna á tíma hins mikla áreitis þar sem fréttaskotin koma úr öllum áttum. Ég er sannfærður um það að blöðin hafa veigamikið hlutverk á þessu sviði, þrátt fyrir það að ljósvakamiðlarnir hafi aðstæður til að flytja fréttirnar fystir. Lesandinn ræður sínum viðskiptum við dagblöðin. Margir geta tekið þau sér í hönd með morgunkaffinu, tekið meg- inlínur og lesið síðar nánar þegar tími og tækifæri er til. Styrkur blaðanna felst í þessu, og enn eru þau í fullu gildi á öld hraðfara breytinga. Ég vona að nýja blaðið, Dagur- Tím- inn, verði öflugt innlegg í fjölmiðla- flóruna, veiti samkeppni og sé upplýs- andi. Ég hcf enga ástæðu til þess aö ef- ast um að svo geti orðið. í næstu viku mun hiö sameinaða blað koma út. Undirbúningur breytinganna hefur vakið athygli og umtal og ég hef áður sagt að ég treysti því góða fólki sem á blöðunum vinnur og þeim liðsauka sem við bætist til þess að gefa út öflugt og gott blað. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.