Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.08.1996, Blaðsíða 14
LaLfgárdag'ur;24.,'ágÚ5t 1 SftSjfj 14jr Táknmál íslamskrar skreytingarlistar The Topkapi Scroll: Geometry and Orna- ment in Islamic Architecture Eftir Gulru Necipoglu. Getty Center (Cali- fornia), 395 bls, $ 160. Gurlu Necipoglu, sem gegnir stöbu prófessors í íslamskri lista- sögu við Harvard-háskóla (kost- aöri af Aga Khan), hóf 1986 rannsókn í bókasafni í Topkapi hallarsafninu í Istanbúl á 30 m löngum reðli (eða dregli) með 114 myndum. Munu þær hafa veriö hafðar sem fyrirmyndir á vinnustað bygginarmeistara í Persíu á 15. og 16. öld. „Hann er sá elsti, sem fundist hefur í heilu lagi, en áöur höfbu í leitir komið brot úr slíkum reðlum frá Buk- hara í Úsbekistan." Svo sagði í Fréttir af bókum ritdómi í Time (bandarísku út- gáfunni), 24. júní 1996, og enn segir þar: „Eftir að hafa rýnt í skjöl ályktaði Necipoglu að reð- illinn væri frá valdstíð Timurid- eba Safavid- þjóbhöfðingjaætt- anna, sem ríktu á því landssvæði, sem nú er í íran, og að hann hefði ab öllum líkindum veriö skeyttur saman í Tabriz, sem kunn er fyrir glæsileik skreytinga og bygginga sinna." „Allt fram á 20. öld var á vest- urlöndum litið svo á, að óhlut- kennd íslömsk list væri aðeins til skrauts ... Að því er Necipoglu segir hófust íslamskir listamenn upp í forréttindastöðu, því að listiðn var ekki aðeins álitin handverk, heldur var tíðum rak- in til sköpunargáfu hugans, og var þess vegna í miklum met- um." Guði var oft líkt við bygg- ingarmeistara, og í verkum sín- um voru byggingarmeistarar oft taldir vera að gera eftirlíkingar al- heimsins. Hvelfingu frægrar 17. aldar mosku var líkt við himin og skrautlegum bogagöngum henn- ar við fjöll." „Flatarmálsfræði var álitin opna hlið að andlegri visku, og sú hugmynd, ab því er Necipoglu ritar, „ól á dálæti á óhlutkennd- um flatarmálsmyndum á 10. og 11. öld." Og flatarmálsskreyting- ar, segir hún, „heyrðu til lag- skipts táknkerfis, sem notab var til margs konar merkinga og við- haft í mörgu samhengi." Tíb mynstur — stjörnur sem sköruð- ust og marghyrndar flatarmáls- myndir — voru stundum lík- ingamál um einingu guðdóms- ins. Margreytini lita og lína heill- ubu áhorfendur, en þeir sem á þær störðu urðu uppnumdir í æðri hæðir og til meðvitundar um samræmi alheimsins ab flat- armálsreglum." Bók þessi hlaut verðlaun frá U.S. Society of Architectural Historians og American Associ- ation of Publishers útnefndi hana sem besta nýja fræðiritið á sviði byggingarlistaT og borgar- skipulagningar. Amarulunnguaq Litli kvenmaðurinn Þema Evrópufrímerkjanna á þessu ári hefir verið þekktar konur í hinum ýmsu löndum. Hér heima voru það Halldóra Bjarnadóttir og Ólafía Jóhann- esdóttir, en í Grænlandi urðu abrir kostir metnir hærra. Þar var það Litli kvennmaðurinn, eða hún Arnarulunnguaq, sem varð fyrir valinu. Og hvað skyldi nú valda því að hún var sú er kom á Evrópufrímerki þessa árs. Hún var fædd 1896, af litla fólkinu, Póleskimóunum, sem voru veiðimenn öldum saman á norð-vestur strönd Græn- lands, milli 75-79,5 norðlægr- ar breiddar og 58-74 vestlægr- ar lengdar. Þetta fólk hafði oft komið gangandi yfir Ellesmer- land frá Norður-Kanada yfir Smiths sund og dreifst þaðan um stóra hluta Grænlands. Litla fólkið hafði sterka sjálfsmeðvitund, afl sem gefur viðkomandi þjóðflokki sjálf- semd er veitir styrk til lífsbar- áttu. Þegar litli kvenmaðurinn var ennþá barn, kom Knud Rassmussen í heimsókn til fólksins hennar. Við það tæki- færi tjáði særingarmaðurinn Majaq honum hvað sálin gerir mönnunum. „Sálin er það sem gerir þig fallegan, sem gerir þig að manni. Hún ein fær þig til að aðhafast eitt- hvab. að vera dugandi. Hún er írmaríyuítti' PtQsnnaánikftsul!u Katlúffíat Tsimo, eöa Rasmus Maqe, sem sér um stimplun frímerkja tii safnara í Grœniandi. Æöarfuglinn, Litli kvenmaöurinn og Knud Rasmussen, aö feröalok- um í Alaska. aflvaki lífs þíns". Það var ein- mitt Litli kvenmaðurinn, sem hafði sál. Knud Rasssmussen segir sög- una af því að faðir hennar dó er hún var 7 ára. Eftir varð ekkjan með fjögur börn. Ekki var önnur leið en að aflífa eitt- hvað af þeim og Litli kven- maðurinn var yngst, hún átti að falla fyrst. Bróðir hennar bað henni vægðar og hún fékk að lifa. Síðar fór hún ásamt manni sínum í gönguna og sleðaferð- ina löngu, með Knud Rasmus- sen. Það var 11. mars 1923, sem þau lögðu í það sem stundum er nefnt lengsta sleðaferð í heimi. Þau yfirgáfu dönsku eyjuna Grænland og héldu norður fyrir Ameríku alla leið til Alaska. Ferðalang- arnir voru Knud Rasmussen, Æbarfuglinn og Litli kven- maðurinn. Æðarfuglinn, eða Miteq, hét raunar Quavig- arssuaq. merkur og fá orbu hjá kóngin- um, en svo hvarf hún aftur til fyrra lífs. Hún lést úr berklum í október 1933, aðeins 37 ára gömul. Þab eru líka lifandi í dag merkir Grænlendingar úr hversdagslífinu, sem geta sér orðstír, þótt hljótt fari. Meðal þeirra er Rasmus Maqe eða Tsimo, sem stimplar öll bréfin til safnara sem seld eru frá Frí- merkjasölunni í Tasiilaq. En hann gerir fleira, hann er lista- maður og teiknar og sker í tálgustein, eba sápustein eins það er kallað á Grænlandi. Rasmus bjó í litlum bæ sunnan við Tasiilaq, sem nú er niðurlagður. Þá flutti hann til Tasiilaq og var sendur þaban til Danmerkur til að rannsaka líkamsástand hans, sem hann taldi aldrei hafa hindrað að hann gæti gert það sem hann þurfti. Honum var ljóst að hann var lágvaxnari en aðrir, en að hann væri dvergur var ofar hans skilning og að hann ætti að fá örorkubætur til að lifa af. Nei takk, hann gat unn- ib allt sem þurfti og meira til. Að fara á eftirlaun eða ellistyrk fyrir tímann var afþakkað því hann fékk vinnu hjá frí- merkjasölunni. Svo var hann Iíka kjörinn heiðursborgari í Tasiilaq árið 1994. Hann teiknaði líka frímerkið fyrir 100 ára afmæli Tasiilaq eba Ammassalik. Nú síðast teiknaði hann svo frímerki með yfirverði fyrir Landssamband fatlaðra og vanfærra í Grænlandi, sem koma út þann 5. september næstkomandi. Frímerkiö sem Rasmus Maqe teiknaöi fyrir stuöning viö fatlaöa. Frímerkiö, Evrópumerki Grœn- lands, meö Litla kvenmanninum. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Gamli særingarmaðurinn hafði sagt við Rasmussen: „Þú ert fæddur með þeirri atorku, sem ekki unnir þér hvíldar í sæng þinni. Þú verður að lifa á ferð. Þegar ferðaskjálftinn kemur yfir þig, kastar þú þér á sleðann. Þú ert herra dagsins, þú ert herra hundanna". Auk alls þessa voru tvær ástæður fyrir því að Rasmus- sen tók Arnarulunnguaq með. Hún var meistari í klæða- saumi, sem var mikil nauðsyn á svo langri ferð. Þá var mikið um kvennarán á þessum slóð- um, en þar sem kona var með þeim var engin hætta á að þeir væru komnir til að ræna kon- um, svo enginn mundi óttast það. Á þessari miklu ferð, átti hún Arnarulunnguaq, sem nú hét raunar Fokina, eftir að upplifa hús með rúðum úr gleri, búðir með vöruúrval, það að hitta forseta Bandaríkj- anna, Calvin Coolidge og að ferbast í lyftu. Það varb há- punktur ferðarinnar. Hún ætl- aði ekki að fást til ab hætta að ferðast upp og niður. Það varð að skýra út fyrir henni að aðrir þyrftu líka að nota lyftuna. Hún átti eftir að fara til Dan- TIL SÖLU Honda fjórhjól 4x4 nánast nýtt ('95) Hugsanlegt ab taka eldra hjól upp í kaupin. Nýinnflutt, notub, afkastamikil rófu- upptökuvél, mjög gott verb. Einnig ný complett kúppling í Fiat- dráttar- véi 100 hö og stærri, verb 45.000 og vsk. Nýtt fullbúib ferbahús á japanskan pallbíl, niburfellanlegt. Hagstætt verb. Upplýsingar í síma 567 4709 á milli 9 og 18 virka daga. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Krókháls 3. 110 Reykjavík. :ími 567-6777. _________ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.