Tíminn - 30.03.1989, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 30. mars 1989
Hreinn Vilhjálmsson sij;urvej;ari í —90 kj; tlokki með sij;urlauiiin.
Vöðvarnir
spenntir
íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt
var haldið s.l. laugardag í Háskóla-
bíói. Kcppendur voru nokkuð færri
en undanfarin ár eða nítján og var
kcppt í níu flokkum. Einungis þrjár
konur tóku þátt í keppninni. Sú
breyting varð á keppninni nú að ekki
var keppt í opnum flokki og þar með
ekki valinn Islandsmeistari karla og
íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt
eins og gert hefur verið undanfarin
ár.
Gísli Rúnar Rafnsson, yfirdómari
mótsins, sagði í viðtali við Tímann
að fámcnnið á þessu móti væri ekki
vísbending um að áhugi á þessari
íþrótt færi minnkandi, margir strák-
ar stunduðu æfingar og búast mætti
við þeint í keppnina á næsta ári.
Aftur á móti virtist áhugi kvenfólks-
ins vera minni. Gísli sagði að erfitt
væri að fá fólk til að koma fram i
keppnum af þessu tagi þar sem
undirbúningurinn væri gríðarlega
erfiður. Gísli sagðist ennfremur gera
fastlega ráð fyrir því að keppni í
opnum flokki yrði aftur tekin upp til
að hleypa meiri spennu í keppnina.
SSH
Valbjörn í cinni „pósunni“.
Timamyndir: Arni Bjarna
Kristjana ívarsdóttir, keppandi í
Valbjörn Jón Jónsson, sigurvegari í +57 k„ Ookki kvenna spennir vööv-
+90 kg flokki ana-
Einn keppenda i unglingaflokki