Tíminn - 30.03.1989, Page 9

Tíminn - 30.03.1989, Page 9
Fimmtudagur 30. mars 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR llllllilllllllllllllllllll Hulda Finnlaugsdóttir: Opið bréf til Gísla Más Gíslasonar formanns stjórnar Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, með meiru Heill og sæll Gísli Már. Tilefni þessa bréfs er viðtal við þig í morgunútvarpi Rásar 2 þann 9. mars 1989 og bréf sem þú sendir mér ásamt fleirum, ódagsett en póstlagt í Reykjavík þann 8. febrúar ’89. Óneitanlega kitlar það hégóma- girnd óbreyttrar sveitakonu að fá í pósti umslag með svo virðulegum stimpli (Líffræðistofnun Háskól- ans) svo ég ekki tali nú um þegar upp úr umslaginu kemur bréf með öðrum -ekki einum, heldur tveim- ur - mun fallegri stimplum í græn- um lit (Rannsóknarstöð við Mý- vatn og Náttúruverndarráð). Stimplar þessir sýna glögglega stöðu þína og vald í vemdun íslenskrar náttúru, ekki síst mý- vetnskrar. Bæði útvarpsviðtalið og bréfið vöktu hjá mér margar spurningar, en gáfu fá svör. Hygg ég að svo hafi farið fyrir fleirum. t>ví tek ég nú það ráð að skrifa þér og reyna að fá skýrari svör. í viðtalinu segir þú að fosfórinn- streymi í Mývatn sé 50-60 tonn úr lindum á ári og að auki 1,5 t frá Kísiliðju, svipað magn frá byggð (í bréfinu segir þú það hinsvegar 'helmingi minna) og 100 kg frá landbúnaði. Nú spyr ég, hvernig í ósköpunum farið þið fræðingarnir að því að rekja uppruna fosfórsins, sem streymir í vatnið og flokka hann eins og áður kemur fram? í bréfinu segir þú að aukning fosfórs hafi löngum verið áhyggju- efni þeirra sent stundað hafa Mý- vatnsrannsóknir. t*ú ert sá eini sem hefur iýst slíkum áhyggjum opin- bcrlega. t>ví væri fróðlegt að vita hversu hættulegri þessi aukning er nú, 1,5 tonn af 50, en öll árin frá | því Kísiliðjan hóf rekstur. Þú veist ! að vatnið endurnýjar sig á mánað- ! arfresti. Þá langar mig einnig að : vita hvers vegna þú lýsir aldrei i áhyggjum þínum af sjö sinnum I meiri fosfór í Grænavatni en Ytri- 1 flóa, (sbr. P.E.J. í bókinni Lake Mývatn bls. 90) en eins og þeir vita sem til þekkja er frárennsli Græna- vatns um Grænalæk í Mývatn. Þú segir einnig í bréfinu að misskilningur (eins og þú kýst að kalla það) Björns Jóhannssonar jarðvegsfræðings sé augljós. Hann líti á magntölur um fosfór, sem uppleystur sé í vatninu á sumrin sem mælivarða á frjósemi vatnsins, en meti ekki þann fosfórsem þegar er bundinn í þörungum vatnsins (t.d. kísilþörungum). í viðtalinu segir þú aftur á móti að Kísiliðjan dæli upp u.þ.b. 65 tonnum af fosfór á ári úr Mývatni. en skili aftur 20 tonnum út í grunnvatnið. Því spyr ég, er það þá ekki af hinu góða, að þínu mati, að fjarlægja allan þennan fosfór úr Mývatni? Fyrri hluta sumars 1988 var hér í sveitinni hvösssuðvestanhátt ríkj- andi svo vikum skipti. Þá varð Mývatn líkast drullupolli á að líta. Var sem botnleðjan væri öll komin á hreyfingu og hefði blandast hinu tæra vatni sem á að vera og er oftast ofan hennar. Hvernig getið þið Árni Einarsson fullyrt (sbr. fundinn í Skjólbrekku í janúar 1989) að þetta veður hafi ekki haft áhrif á lífríki vatnsins? Þú segir einnig í viðtalinu að nýjustu tölur um fosfórmagn í Mývatni séu frá 1984. Ef ástandið er svo alvarlegt sem þú vilt vera láta hvers vegna cr ekki löngu búið að gera okkur viðvart? Þá kemur einnig fram í viðtalinu að nýjar mælingar vcröi gcrðar í suntar og þá komi í ljós hversu mikið fosfórinn hafi aukist í vatn- inu. Er fréttamaður spyr þig hvort hann geti ekki hafa minnkaðsvarar þú því til að litlar líkur séu á því. Hvernig getur þú fullvrt slíkt? Frá því 1984 hefur íbúum sveitarinnar fækkað um 50, notkun tilbúins áburðar hefur minnkað vcrulega vegna samdráttar í landbúnaði og sauðfé á vetrarfóðrum hefur fækk- að um tæp 400, en eitthvað hljóta blessaðar skepnurnar að leggja frá sér af fosfór ekki síður en mann- skepnan. í bréfinu lýsir þú furðu þinni á vinnubrögðum Björns Jóhanns- sonar ogsegir á einum stað orðrétt: „Uppleystur fosfór í vatninu segir til um hve mikill fosfór er til reiðu fyrir þörunga á hverjum tíma, en metur ekki þann fosfór sem þegar er bundinn í þörungum vatnsins. Þetta er svipað og að bera saman áfengisneyslu róna og bindindis- manns með því að telja áfengis- flöskur í vínskápum þeirra í stað þess að taka saman áfengiskaup eða áfengisneyslu þeirra." 1 viðtal- inu notaðir þú einnig þessa róna og bindindismannskenningu og hefur þér eflaust þótt hún svo snjöll að ástæða væri til að hampa henni. Mér finnst hún aftur á móti bæði smekklaus og algerlega út í hött. Ég býst við að með orðinu róni eigir þú við þann sem misnotar áfengi, þannig teljir þú þig fá nógu sterkar andstæður. í dag eru þessir menn nefndir alkóhólistar eða of- drykkjumenn. Róni cr í mesta lagi notað um þann sem er oröinn mjög langt leiddur, kominn í strætið (sbr. Hafnarstrætisróni, cins og þeir voru nefndir í henni Reykja- vík hér áður fyrr). Það kann að vera að bindindismaðurinn þinn veiti vín og eigi þess vegna vín í skápnum sínum, en ég fullyröi að róninn á það ekkí. Það má þakka fyrir ef hann á ennþá heimili. Róni drekkur einfaldlega allt það sem hann getur fundið á sér af og Itann nær í, hvort sem þaö er komið úr áfengisverslun eða apóteki og það strax og hann kemst yfir það, án viðkomu í nokkrum skáp. Ekki get ég látið hjá líða að þakka þér og þeim fjölmiðlamönn- um, sem um þetta mál hafa fjallað þá athygli sem Kvenfélag Mývatns- sveitarog þá væntanlega hreyfingin í heild hefur fengið út á þetta mál. Kvenfélögin í landinu hafa starfað lengi og í gegnum tíðina unnið mikið og gott starf. Ekki cr þeirra eða verka þcirra þó oft getið í fjölmiðlum og er það sennilega vegna þess að þau þykja ekki nógu krassandi fréttamatur. Ekki hefur t.d. komið orð í fjölmiðlum um tillögu sem samþykkt var á sama fundi og fosfórtillagan og send var heilbrigðisráðherra. Þar hörmuð- um við sölu áfengs öls hér á landi og hvöttum til uukins forvarnar- starfs í áfengis- og eiturlyfjamál- um, einkum meðal yngri kynslóð- arinnar. Aftur á móti fcngunt við hér á landsbyggðinni að fylgjast vel mcð öllum undirbúningi komu bjórsins á höfuðborgarsvæðinu, svo ég ekki tali nú unt hversu spennandi það var að fá að fylgjast með hvað biðraðirnar voru langar fyrir utan áfengisútsölurnar I. mars og hvernig höfuðborgarbúar hcldu upp á daginn á öldurhúsum. Því miöur vcrð ég að hryggja þig, Gísli, með því að segjti þér að ég er orðin mjög svo blendin í trúnni í fosfórmálinu. Nú efast ég um að ég hafi vcrið að vinna þarlt verk. er ég bar upp tillöguna á kvenfélagsfundinum um að félagið beitti sér fyrir því að hætt yrði að nota hér í sveit þvottaduft scm innihéldi fosfat. En ég var verkum mínum trú á sínum tíma og vildi ganga á undan með gtiöu fordænti og kcypti því þetta fosfatlausa þvottaefni strax og það kont hér í verslanir. Það tók mig aftur á móti ekki nema tæpar tvær vikur að sannfærast um að þctta þvottaduft gat ég ekki notað. Börnin mín eru með viðkvæma húð og að þessum tíma liðnum var húð yngsta barns- ins farin aö líkjast meira fisk- hreistri en mannshúð. í stað fos- fórsins hafði ég fengið í þvottaefn- | inu einhver húðertandi efni. Þú j mátt því eiga það sem eftir er í j pakkanum og getur vitjað þess, er 1 þú keniur næst í sveitina. Ég get 1 aftur á móti haldið áfrant að nota íslenska þvottaefnið, sem ég áður notaði og þarf ekki að eyða dýr- mætum gjaldeyri þjóðarinnar í hitt ; innflutta efnið, sem var auk þess ; mun dýrara. Þú sagðir í útvarpsviðtalinu að | Mývatn væri heil tilraunastofa, því þar væri svo gott að prófa ýmsar tilgátur. Er það þannig sem þið fræöingarnir vinnið, að setja fram ! tilgátur scm þið svo vinnið við að sanna? Tcljið þið ykkur fá mcð því móti hlutlausar niðurstöður? Mér er fullljóst að ég bý á mjög viðkvæmu svæði hér á bökkum Mývatns. Ég hef stundum haldið ! því fram að líklega yrðu cndalok mín þau að ég yrði stoppuð upp á ; staðnum til að koma í vcg fyrir að ég gerði meira af mér en nú þegar er oröið. Nú óttast ég að örlög mín verði ekki svo viröulcg, því ég telst sjálfsagt til umhverfisntengunar 1 (ég meina þá sjónmengunar) í j forgarði tilraunastofunnar, scm áður var ncfnd. Nú er mér kunnugt um að þú hcfur verið beðinn í tvcimur af þeim nefndum sem þú starfar í þ.e. Stjórn Rannsóknarstöövarinnar viö Mývtitn og Sérfræöinganefnd Mývatnsrannsókna aö vcra ekki með yfirlýsingar í fjölmiðlum á meðan á mikilvægum rannsóknum stendur hér í vatninu. Þar sem ég þykist vitti að þú viljir virðti þau tilmæli þá sætti ég mig fullvel viö að þú skrifir mér bara aftur fagur- lcga skreytt bréfkorn eins og um daginn. En ég bið þig cndilega að svara mér. því ég veit hrcint ekki í hvorn fótinn ég á að stíga eftir umræöurnar undanfarna daga. Með mývctnskri náttúruvernd- arkvcðju' Geiteyjarströnd UM STRÆTI OG TORG lllllllllllllllllllllllllllllllllllH í marsmánuði 1989. Hulda Finnlaugsdóttir lililllllllllll KRISTINN SNÆLAND i m TAX 1 | § ', á&* UTKALL Nýlega varð óhapp þegar Slökkvi- lið Reykjavíkur var í útkalli. Atvik voru þannig að þrír bílar slökkviliðsins óku með blikkandi .Ijósum og sírenuvæli vestur Hringbraut. Gott veður var en j veruleg hálka. Rétt neðan gamla kennaraskólans óku tveir bílar samsíða. fólksbíll á hægri akrein i en sendiferðabíll á þeirri vinstri. i Viðbrögð beggja urðu röng, bíllinn á hægri akreininni hægði ferðina 1 og ók að snjóruðningnum í kantin- uni. en vegna hans gat hann ekki rýmt akreinina. Sendiferðabíllinn hægði einnig ferðina og saman lokuðu bílarnir götunni í hálku með þrjá þunga bíla á útkallsferð á eftir sér. Til að forðast árekstur ók fyrsti bíll slökkviliðsins upp í snjóruðninginn til hægri, þar á j Ijósastaur en einnig á hægra aftur- j horn fólksbílsins. Slökkviliðsbíll l nr. 2 gerði það sem ökumaður sendibílsins hefði átt auðvelt með að gera, hann ók til vinstri upp á I umferðareyjuna og framhjá slys- staðnum. Það skal vissulega viður- kennt að það er auðvelt að vera ; vitur eftirá en því er þetta sett hér ; á blað. að ég tel áríðandi að i ökumenn geri sér, svo sem hægt er, j grein fyrir réttum viðbrögðum, ! þegar hliðra þarf til fyrir útkalls- bifreiðum slökkviliðs, lögreglu eða sjúkraliðs. Því niiður eru viðbrögð ökumanna í slíkum tilfellum oft hikandi og klaufsk og það sem verra er, oft engin. Útkall á eftir Þegar ökumenn verða varir við útkallsbifreið á eftir sér ætti fyrsta viðbragð að vera að huga að leið útaf akbraut, hægja ekki ferðina, heldur hugsanlega að auka hana uns hægt er að aka til hliðar. Sérstaklega er áríðandi að hafa þetta í huga vegna slökkviliðsbíla þar sem þeir eru afar þungir. Almennt séð er afar niiöur hversu ökumenn virðast litla grein gera sér fyrir því að þungir bílar þurfa meira svigrúm í umferðinni. Full- hlaðinn vörubíll eða slökkvibíll verður ekki stöðvaður með sama hætti og smá fólksbíll. Þctta þurfa ökumenn að hafa í huga þegar útkallsbíll kemur á cftir og að sjálfsögðu að liafa ávallt svona hálft auga í speglunum. Útkall á móti Mun auðveldara er að varast útkallsbíla sem í móti koma. Það sem á vantar hjá ökumönnum í slíkum tilvikum er að þeir sýni þá tillitssemi og hliðri til svo sem skylda ber. Þó svo að útkallsbíll hafi sína akrein auða fyrir sig skal sá ökumaður sem í móti kemur ávallt víkja til hliðar og slökkva aðalljós bifreiðar sinnar. I myrkri er þetta afar áríðandi því aðeins lágu Ijósin valda því að það sem fyrir aftan bílinn er hverfur í myrkur. Ég skora því á ökumenn að gera sér fyrirfram vandlega grein fyrir því hvernig bregðast skuli við útkallsbifreiðum. Rétt og skjót viðbrögð sem auðvelda út- kallsbifreið ferð sína getur bjargað mannslífi. Athugið þetta vandlega og verið viðbúin að mæta og hliðra til fyrir slökkviliði, lögreglu og sjúkraliði. Mannslíf eru oft í húfi. „TAXI“ Nokkuð langt er liðið síðan allar leigubifreiðar á höfuðborgarsvæð- inu voru búnar Ijósaskilti á toppi bílanna. Ljósaskilti þessi eiga að vera gul með áletruninni „TAXI“ sem er alþjóðlegt tákn leigubíla. Skilti þetta skal vera upplýst þegar bíllinn er laus og óskað er við- skipta. Um leið ognotkun skiltisins var tekin upp átti gamla „Laus“ merkið að hverfa. Með þessari breytingu var þess vænst, þar sem toppljósið sæist vel úr fjarlægð og hvoru megin götu sem viðskipta- vinir væru, að síður yrði um það að ræða að fólk hlypi út á akbraut í veg fyrir bílana. Þessa góðu hugmynd hafa leigu- bílstjórar sjálfir eyðilagt. Ástæðan er sú að enn aka margir þeirra með gamla „Laus" merkið sem aftur verður til þess að viðskiptavinir treysta ekki og læra ekki merkingu toppljóssins. Enn verra er að marg- ir bílstjóranna aka með toppljósið slökkt þó lausir séu, aka þannig að hópum fólks á gangi eða við veit- ingahúsin. Tilgangurinn hjá þess- um bílstjórum er sá að velja sér farþega. Slíkir bílstjórar eru að sjálfsögðu ekki starfi sínu vaxnir og ættu að koma sér í önnur störf. Við þetta bætist svo að inn á höfuðborgarsvæðiö koma gjarnan leigubílar af Suðurnesjum, scm reyndar urðu fyrstir til þess að taka notkun toppljósanna upp, en þá aðeins til þess að merkja bílinn og aka þeir alltaf með ljósið kveikt. Þessir þrír hópar, þeir sem aka með gamla „Laus“ merkið, þeir seni aka með toppljósið slökkt, en taka samt farþega, og svo Suður- nesjamennirnir, sem alltaf aka með Ijósið kveikt, eyðileggja góða hugmynd, sem bæði átti að „auð- velda starfið og fækka slysum. Ljósið kveikt aðvarar þá sem á eftir koma, bíll með kveikt topp- ljós er líklegur til þess að»stansa skyndilega ef fólk er á ferð með götunni. Ef almenningur lærði á toppljósin væri og minni hætta á að fólk æddi út á götu í veg fyrir alla leigubíla. Það er sannarlega hart að 600 manna stétt skuli ekki geta tamið sér svo einfaldan hlut sem rétta notkun lögboðins atvinnu- merkis „TAXI“. Þeir sem ekki geta lært að nota merki þetta rétt, ættu að svipast um eftir vinnu sem ekki krefst eins flókinnar hugsunar og rétt notkun „TAXA" merkisins. Leigubílstjórar ættu að einbcita sér að því að nota allir „TAXA" merkið rétt og henda gömlu „Laus" merkjunum. Þaö væri gott skrcf í öryggisátt í umferðinni. Bif reiðaskoðun íslands M Það er ánægjulegt til þess að vita að Bifreiðaskoðunin er ekki lengur steinrunnið ríkisfyrirtæki. Það hef- ur semsá komið í ljós að þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekki sé hægt að velja sér númcr. þá tókst starfs- mönnum fyrirtækisins að „rugla" svo apparat það sem með vélræn- um og tilfinningalausum hætti á að ákveöa númer hvers bíls, að skoð- unarbíll fyrirtækisins fékk númerið KR-001 en K.R. munu vera upp- hafsstafir forstjórans. Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi spurst út að Ingvar Helgason af- kastamikill og ágætur bifreiðainn- flytjandi hafi vegna einhvers „rugls" sem enn kom á númeraapp- aratið, fcngið á nýjan bíl sinn númerið IH-001. Þá er bara spurn- ingin, þarf að vera forstjóri í bíla- bransanum til þess að núnteraapp- aratið „ruglist" og velji manni óskanúmer eða þarf kunningsskap eða peninga. Nú þarf apparatið aðeins að „ruglast" einu sinni og þá veit þjóðin hvernig unnt er að ná óskanúmeri á nýja bílinn. (Þjóð veit þá þrír vita). Því má svo bæta við að númeraapparatið hefur slíka inngróna fyrirlitningu á rfkisvald- inu að það úthlutar hiklaust númer- um með hinum bannfærða staf Z-unni. Hvernig sem það má nú vera, en skemmtilegt samt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.