Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 8

Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 6. oktober Grænmeti, bjór og Guðbergur íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur: Grœnmetisréttir af gncegta- borði jarðar hefur aö geyma sí- gildar uppskriftir frá öllum heimshornum, sem Robert Budwig hefur safnað og myndskreytt. í bókinni eru 120 klassískar uppskriftir að súpum og forréttum, súpum, salati og aðalréttum frá Ítalíu, Frakklandi, Marokkó, Tælandi og Indlandi, auk þess sem fjallað er á almennan hátt um matargerð á hverju svæbi. Kemur þar bæði kunnugiegt og nýstárlegt grænmeti við sögu. Helga Guðmundsdóttir þýddi. Bókin er 192 bls., lit- prentuð og í stóru broti. Meiri bjór er spennusaga eftir þýska höfundinn Jakob Arjo- uni. Fjórir meðlimir umhverf- isverndarsamtaka eru ákærðir fýrir morð á forstjóra efna- verksmiðju. Verjandi þeirra ræbur einkaspæjarann Kemal Kayankaya til ab komast að hinu sanna í málinu. Höfund- ur bókarinnar er líkt og sögu- persóna hans af tyrkneskum ættum og hafa sakamálasögur hans notið mikilla vinsælda í þýskumælandi löndum und- anfarin ár. Kristín Hjálmtýs- dóttir þýddi bókina, sem er 168 bls. Fyrsta bók Guðbergs Bergs- C uðbergur Bergsson. sonar, Músin sem lœðist, er nú komin út í endurskoðaðri gerð á vegum íslenska kiljuklúbbs- ins í samvinnu við Forlagið. Músin sem læðist kom fyrst út árið 1961 og fékk mikið lof gagnrýnenda, sem voru á einu máli um ab sagan væri framúr- skarandi byrjandaverk. Á bók- arkápu segir meðal annars: „Á yfirborðinu er frásögnin næm og miskunnarlaus lýsing á unglingsdreng sem elst upp í kæfandi umhverfi undir eftir- liti strangrar og óbilgjarnrar móður. En allt eins má segja ab hér sé fjallað um hverskyns kúgun og vald og hvernig hinn kúgaði Iærir leikreglurn- ar, færir sér í nyt — og ánetjast þeim að lokum." Músin sem lœðist hefur verið ófáanleg í áratugi. Bókin er 189 bls. í kiljubroti og kostar 898 kr. BÚSETI Sími 25788. BUSETI HSF., HÁVALLAGÖTU 24, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 25788, FAX 25749. SKRIFSTOFAN EROPIN KL. 10-15 ALLAVIRKA DAGA. FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í OKTÓBER 1994 Aðeins félagsmenn, innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íbúðir. ENDURSÖLUÍBÚÐIR: Staóur: Stærð: m! Til ofhend. Frostafold 20, Reykjavílc 4ro 88 samkomulag Garðhús 4, Reykjavik 4ra 115 fljótlego Gorðhús 6, Reykjavik 4ra 115 fljótlego Suöurhvammur 13, Hafnarf. 4ro 102 samkomulag Berjarimi 3, Reykjovík 3ja 78 samkomulag Berjarimi I, Reykjovík 3jo 78 samkomulog Frostafold 20, Reykjavík 3jo 78 somkomulog Trönuhjolli 17, Kúpavogi 3jo 87 1. desember '94 Frostafold 20, Reykjovik 3ja 88 samkomulog Frostofold 20, Reykjavik 2jo 62 samkomulog Berjorimi 7, Reykjovík 2jo 65 samkomulag NÝJAR ÍBÚÐIR Staður: Staerð: m2 Afhend. Skólatún 1, Bessastaðahreppi 2jo 68,7 april/maí '95 ALMENNAR ÍBÚÐIR: TIL ÚTHLUTUNAR í OKTÓBER 1994 Allir félagsmenn, þ.á m. þeir sem eru yfir eigna/tekjumörkum, geta sótt um þessar íbúðir. ENDURSÖLUÍBÚÐIR Stoóur: Stærð: m! ofhend. Garðhús 8, Reykjovík 3ja 79,7 laus Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar verða að hafa borist skrifstofu Búseta fyrir kl 15.00 þann 17. október á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Félagsmaður, sem sækir um nú og fær ekki íbúð, verður að sækja um á ný. Upplýsingar um skoðunardaga íbúða og/eða teikningar fást á skrifstofu Búseta. BÚSETI Homragöfðum, Hóvallogötu 24,10l Reykjavik, simi 25788. Bænarstund við þagnarmúrinn Sex hugleiðingar á hátíðarári er framlag Þorgeirs Þorgeirsonar til hálfrar aldar afmælis lýðveldis. Efni ritsins er athyglisvert í hæsta máta, en líkast til er það fréttnæmast við útgáfuna að verðið er 335 krónur fyrir hvert eintak. Ekki er kunnugt um aðr- ar bækur ódýrari sem gefnar eru út á þessu ári. Kannski stafar það af því hve Þorgeir er miklu Skáldub orbabók Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Orðabók Lem- priéres eftir breska rithöfundinn Lawrence Norfolk. í sögunni spinnur höfundurinn saman þrjár frásagnir af sannsöguleg- um atburðum. Fyrsti atburður- inn átti sér stað í upphafi sex- tándu aldar, þegar Austur-ind- verska verslunarfélagið var stofnað. Annar atburðurinn átti sér stað um svipað leyti í Frakk- landi, þegar þrjátíu þúsund manns, karlar, konur og börn, voru stráfelld í umsátrinu um La Rochelle. Þribji sögulegi atburð- urinn, sem höfundur fléttar inn í sögu sína, gerist svo tveimur öldum síðar, þegar John nokkur Lempriére setur saman frægt uppsláttarrit um hina fornu goðafræði. Orðabók Lempriéres hlaut af- bragðsmóttökur þegar hún kom fyrst út í Lundúnum árið 1991, og hefur vinsældum hennar einna helst verið jafnað vib vel- gengni Nafns rósarinnar á sín- um tíma. Orðabók Lempriéres er frum- smíð hins þrjátíu og eins árs gamla höfundar, Lawrence Nor- folk, en hann er nú ein skærasta stjarna breskra samtímabók- mennta. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Orðabók Lempriéres kom út í Heimsbókmenntaklúbbi Máls og menningar fyrr í haust, en er nú komin á almennan markað. Sagan er 634 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f. Ro- bert Guillemette gerði kápuna. Verb: 3480 kr. ■ Fréttir af bókum lakari fjáraflamaður en skáld og þjóðfélagsrýnir. Það er Leshús sem gefur bókina út og sker út- gáfukostnaö og höfundarlaun svona við nögl. Efni bókarinnar verður ekki lýst betur en með orðum útgef- anda, sem fylgir henni þannig úr hlaði: „Sex hugleiðingar á hátíðarári sveima allar í kringum sama sprungusvæðið á hjarni ís- lenskrar fjölmiölaumræðu. Og þessir textar eru ekki samdir til ab berja neitt í þá bresti. Þvert á móti. Hér er verið að rýna í ástæðurn- ar fyrir því, að réttarfar og dóms- mál landsins má ekki ræða nema eftir forskrift jábræðralags, sem enginn heilhuga lýbræðissinni fær af sér að taka þátt í. Og meira um það. Rödd lýðræðissinnans er lögð í einelti af hagsmunavörðum kerfis, sem jábræðralagið hefur komiö á hér í lýðveldinu á und- angengnum 50 árum. Þetta rit gæti því rétt eins heit- ið Bænarstund við þagnarmúr- inn." ■ Þorgeir Þorgeirson. Kennslubók í sakamálum Mál og menning hefur sent frá sér sýnisbók sakamálasagna sem ber titilinn WHODUNN- IT? Bókin er ætluð til ensku- kennslu í framhaldsskólum og eru sögurnar valdar með tilliti til þess ab þær spegli þróun og sögu þessarar bókmennta- greinar í hinum enskumæl- andi heimi. WHODUNNIT? inniheldur tíu smásögur og þrjár fræð- andi greinar, auk ítarlegs inn- gangs sem rekur sögulega þró- un sakamálasagna. Sögurnar eru bæði eftir frumherja í rit- un spennusagna, eins og Edg- ar Allan Poe, Arthur Conan Doyle, Agöthu Christie og Raymond Chandler, og eftir höfunda frá síðustu árum, s.s. Reginald Hill og Marciu Mull- er. Orðskýringar fylgja öllum textum, auk spurninga og verkefna af ýmsu tagi. Hanne Ohland-Andersen og Peter Thorning sáu um útgáf- una, en Elísabet Gunnarsdótt- ir framhaldsskólakennari ís- lenskaði. WHODUNNIT? er 214 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu h.f. Verð: 1899 kr. ■ Hugmyndafræöi hrynur Mál og menning hefur sent frá sér bókina Austur-Evrópa eftir Kaj Nýjar mann- kynssögur Mál og menning hefur sent frá sér tvær nýjar kennslubækur handa framhaldsskólanemum í mannkynssögu: Heimsbyggðin 1, mannkynssaga fram til 1850 og Heimsbyggðin 2, mannkynssaga frá 1850. I Heimsbyggðin 1, mannkyns- saga fram til 1850 er saga mann- kyns rakin á einkar skýran og skipulegan hátt og dregin upp greinargób mynd af þróuninni í réttri tímaröð. Höfundarnir taka mið af nýjustu rannsókn- um og heimildum, enda kalla þau gagngeru umskipti, sem orðið hafa í heimsmálum á síð- ustu árum, á ferskt sjónarhorn á ýmsa þætti úr sögu fyrri alda. í seinni bókinni, Heimsbyggðin 2, mannkynssaga frá 1850 er saga mannkyns frá nítjándu öld til okkar daga rakin á skilmerki- legan hátt. Hrun austurblokkar- innar, lok kalda stríðsins, vax- andi þjóberniskennd og þreng- ingar í efnahags- og umhverfis- málum kalla á nýtt og ferskt sjónarhorn á söguna. Því kalli er svarað í þessari bók. Bækurnar eru sérlega vel úr garbi gerðar: myndefni ríkulegt og fjölbreytt og að stærstum hluta í lit. í sérstökum ramma- greinum er skerpt sýn á sitthvað sem er ofarlega á baugi eða bregður nýju ljósi á mannkyns- söguna. Siguröur Ragnarsson íslenskaði báðar bækurnar, sem eru prent- aðar í Noregi. Heimsbyggðin 1 er 323 bls. og kostar 3999 kr. Heimsbyggðin 2 er 373 bls. og kostar 3999 kr. Hildingson. Árið 1989 olli straumhvörfum í Austur-Evrópu: fólk um heim allan sat agndofa vib sjónvarpstækin og fylgdist með því hvernig Berlínarbúar brytjuðu niður múrinn og hvern- ig járntjaldiö liðabist sundur. í Austur-Evrópu féll hver komm- únistastjórnin á fætur annarri og Sovétríkin splundrubust. Þessi gífurlegu umskipti verða ekki skýrb í stuttu máli, en í bók- inni Austur-Evrópa er litið yfir vettvanginn og reynt að svara áleitnum spurningum. Hverju landi er lýst fyrir sig í ljósi sögu, stjórnmála og efnahags, m.a. meö hjálp tölfræðilegra upplýs- inga. Bókin er ætlub til kennslu í framhaldsskólum, en ætti einnig að geta nýst hverjum þeim sem vill fá nánari innsýn í þennan heimshluta, sem er nánast dag- lega í fréttum. Austur-Evrópa er annaö verkið í ritröbinni Grundvöllur og grand- skoðun. Brynja Dís Valsdóttir og Gub- mundur Viðar Karlsson þýddu bókina úr sænsku. Austur-Evrópa er 132 bls., prent- uð í G. Ben. prentstofu. Kápu hannaði auglýsingastofan Næst. Verð: 1999 kr. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.