Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 9

Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 9
Fimmtudagur 6. október 1994 'SrTWÍf rWW 9 HÁSKÓLINN Stúlkum í námi á háskólastigi hefur fjölgab mun meira en piltum: Möguleikar stúlkna til náms án stúdentsprófs verba æ minni Miðað við þær tölur, sem til eru um fjölda nemenda í námi á háskólastigi og skiptingu á milli kynjanna, kemur í ljós að svo virðist sem stúdentspróf sé orðið að grunni náms kvenna, þar sem mest allt nám í hefðbundnum kvennastörfum er orðið á há- skólastigi. Fjöldi kvenna á háskólastigi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og eru þær nú orðnar mun fleiri en karlar, auk þess sem fjölgunin er mun hraðari. Þetta kemur fram í viðtali viö Jón Torfa Jónasson, dósent við Háskóla íslands, á bls. 16. ■ Lánasjóbur íslenskra náms- manna bls. 11 Kynning á Félags- stofnun stúdenta bls. 10 Hátt í milljón manns í Háskóla- bio a ari bls. 15 Starfsemi Félagsstofnunar stúdenta hefur vaxib mikib á undanförnum árum. Bernhard A. Petersen framkvœmdarstjóri: Ásgörðum lokið fyrir aldamót Bernhard A. Petersen, framkvœmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Bernhard A. Petersen gegnir stöðu framkvæmdastjóra Fé- lagsstofnunar stúdenta. Hann tók við þeirri stöðu á vor- mánuðum 1993, en gegndi áður stöðu fjármálastjóra fyr- irtækisins. Að sögn Bernhards er um vibamikinn rekstur að ræða, þar sem sífellt er leitast við að bæta þjónustu og lækka verð á henni til stúd- enta. Umsvif FS hafa aukist mik- ið á undanförnum árum og veltir rekstur fyrirtæk- isins nú um 550 milljónum á ári, að viðbættum um 80 millj- ónum sem varið er til bygging- arframkvæmda. Það, sem ber uppi rekstur FS, eru fjórar meg- indeildir fyrirtækisins: húsnæð- isdeild, bóksala, feröaskrifstofa og veitingarekstur, og hafa um- svif aukist mikið s.l. ár. „Ferðaskrifstofan hefur vaxið hratt vegna þess ab þjónusta þar hefur verið bætt mikið, bæði hvað varðar upplýsingagjöf og eins hefur úrval ódýrra og sveigjanlegra fargjalda aukist. Hvað bóksöluna varðar, hefur ekki einungis verið að aukast úr- val námsbóka og hliðsjónarrita, heldur af almennu efni fyrir námsmenn og fræðimenn og þá sérstaklega í almennum tölvu- bókum, sem allir geta nýtt sér. Það má segja að almenningur og fyrirtæki séu farin að notfæra sér þessa þjónustu mjög mikiö," segir Bernhard A. Petersen. Þá hafa umsvif húsnæðisdeild- ar einnig aukist mikið með til- komu Vetrargarðs árið 1989, þar sem eru 89 íbúðir, og nú síðast Ásgarðanna, þar sem nú þegar hafa verið teknar í notkun 65 íbúðir. Hugmyndina aö baki stofnun- ar Félagsstofnunar stúdenta fyr- ir 26 árum, segir Bernhard hafa verið að koma rekstri þjónustu- fyrirtækja stúdenta á eina hendi í formi sjálfseignarstofnunar sem stúdentar heföu bein áhrif á. í stjórn Félagsstofnunar sitja fimm aðilar og þar af eru fimm skipaðir af Stúdentaráði. Stefna FS er að reksturinn standi undir sér, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Bern- hard segir slíkt að sjálfsögöu nauðsynlegt til að viðhalda vexti og framgangi fyrirtækis- ins. Hluti innritunargjalda af tekjum fyrirtækisins er um 4% og fer helmingur þeirra í Bygg- ingarsjóð stúdenta, en hinn helmingurinn fer til annarrar uPPt>yggingar. „Það er alveg ljóst að þegar hagnaður er af rekstri fyrirtækis- ins, rennur hann að sjálfsögðu beint til stúdenta sjálfra í formi lægra vöruverðs, bættrar þjón- ustu og gefur möguleika á að ráðast í nýjar fjárfestingar og ýmislegt fleira sem stúdentar sjálfir hafa áhuga á. Ég tel að þessum markmiðum hafi verið náð á undanförnum árum og hagnaður af rekstri hafi nýst stúdentum vel," segir Bernhard. Þab, sem helst er á döfinni hjá FS á næstu árum, er að ljúka byggingu Ásgarða og er ráðgert að það verði fyrir eða um alda- mót. Með því er gert ráð fyrir að ganga verulega á biðlista eftir íbúðum, sem eru langir í dag. Að auki er gert ráb fyrir auknum umsvifum í veitingarekstri á há- skólasvæðinu, en eitt af mark- miðum FS er að gefa sem flest- um stúdentum færi á að nálgast þjónustu veitingasölunnar. Má þar nefna að nú stendur yfir undirbúningur að opnun kaffi- stofu í Læknagarði. Bernhard er bjartsýnn á fram- tíð fyrirtækisins og telur Félags- stofnun stúdenta eiga sér mikla og bjarta framtíð við frekari uppbyggingu fyrirtækja í þágu stúdenta. ■ Fjarkennsla í 54 ár! Hlemmi 5, II. hæð, 105 Reykjavík. Sími: 91- 62 97 50. Myndsendir: 91-62 97 52. Rafpóstur: brefask@ismennt.is Afgreiðslan er opin frá 10 til 15 alla virka daga. Símsvari tekur við skilaboðum utan afgreiðslutíma. Sendum í póstkröfu um allt land.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.