Tíminn - 06.10.1994, Page 10
10
Fimmtudagur 6. október 1994
HJÓNAGARÐAR
Eggertsgata 2 og 4
51 tveggja herbergja íbúð • 4 þriggja herbergja íbúðir
VETRARGARÐUR
/ Raunvísindastofnun
í é
Lo [Lj lj Háskólabíó
iiutmrmi inrnn
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun, stofnuð 1. júní 1968. Aðild að henni
eiga Háskóli íslands, menntamálaráðuneytið og allir stúdentar við Háskóla íslands.
FS rekur bóksölu, ferðaskrifstofu, fimm kaffistofur og stúdentagarða.
í Stúdentaheimlinu við Hringbraut er skrifstofa FS, húsnæðisdeildin,
Ferðaskrifstofa stúdenta og Bóksala stúdenta.
Stúdentagarðar eru á Gamla Garði, Nýja Garði, Hjónagörðum,
Vetrargarði og að Ásgörðum.
Kaffistofur eru reknar í aðalbyggingu Háskólans, Ámagarði, Lögbergi,
Odda og Eirbergi.
Suðurgata
kaffistofa í kjallara LoBEsn íþróttahús
Eggertsgata 6,8 og 10
59 tveggja herbergja (búðir
30 þriggja herbergja íbúðir
Ásgarðar (í byggingu) /
Oddi - kaffistofa á 2. hæð
Lögberg - kaffistofa á 1.
Nýi Garður
V/ r D na,o qo □ on q i C Li
H ð a bn□□d dd oi :JV
NYl GARDUR
54 einstaklingsíbúðir
Eggertsgata 12,16 og 18
10 þriggja herbergja íbúðir • 72 paríbúðir • 12 einslaklingsíbúðir • 8 tvíbýli • 2fjórbýli
Gert er ráðfyrir að byggingu hverfisins verði lokið árið 2000. Það mun samanstanda
af 10 byggingum.
□ □ancjaaaaaa
oaaaaaoaaaa
44 einstaklingsherbergi • 7 íbúð • 1 parherbergi
fif Skrifstofa FS Húsnæðisdeild
Vví/ FíRÐASKRIFSTOFA STUDENTA Ferðaskrifstofa stúdenta
bóky&.lö. /túdcr\ta. Bóksala stúdenta
• Kaffistofur
Félagsstofnun stúdenta er
sjálfseignarstofnun og er
hlutverk hennar ab annast
rekstur, bera ábyrgö á og
beita sér fyrir eflingu félags-
legra fyrirtækja í þágu stúd-
enta viö Háskóla Islands. FS
rekur fjórar deildir, auk skrif-
stofuhalds í Stúdentaheimil-
inu vib Hringbraut. Hjá FS
starfa á bilinu 40-50 manns
og nemur heildarvelta á ári
tæplega 600 milljónum
króna. Leigu- og sölutekjur
eru stærsti hluti tekna fyrir-
tækisins, en aö auki koma til
innritunargjöld, sem eru um
4% af tekjum. Þeim er ab
hálfu variö í byggingarsjób
stúdenta og koma því ekki
inn í rekstur fyrirtækisins.
FS var stofnuð áriö 1968, en
aðild að henni eiga
menntamálaráðuneyti,
Háskóli íslands og allir skrásett-
ir nemendur hans. í stjórn
stofnunarinnar sitja fimm
menn, þrír kosnir af Stúdenta-
ráði og skal einn þeirra vera út-
skrifaður frá skólanum, einn
fulltrúi frá Háskólaráði og einn
skipaður af menntamálaráð-
herra. Núverandi stjórn skipa
þau Gubjón Ólafur Jónsson lög-
fræðingur, sem jafnframt er for-
mabur, Pétur Már Ólafsson
cand. mag., Sigríður Benedikts-
dóttir hagfræbinemi, Viktor
Borgar Kjartansson tölvunar-
fræðingur, og Kristján Jóhanns-
son lektor. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins er Bernhard A.
Petersen.
Fyrirtækið er starfrækt í eigin
húsnæði, sem er Stúdentaheim-
ilið vib Hringbraut. Húsið var
að mestu tekið í notkun árið
1971 og hýsir meginhluta starf-
semi þess, ef undan er skilin
starfsemi Garðanna. Að auki
eru Stúdentaráð, Samtök ís-
lenskra námsmanna erlendis og
Stúdentablaðið þar til húsa.
Húsnæðisdeild
Húsnæðisdeildin sér um rekstur
Stúdentagarðanna, sem eru
fimm talsins, og Stúdentaheim-
ilisins og er það hlutverk deild-
arinnar að bjóða námsmönn-
um til leigu hentugt og vel stað-
sett húsnæði á sanngjörnu
verði. Um er að ræða Gamla-
Garð, Nýja-Garð, Hjónagarða,
Vetrargarð og Ásgarða. A síð-
ustu árum hefur farið fram mik-
il uppbygging á húsnæðismál-
um stúdenta og nú standa yfir
framkvæmdir við Ásgarða, sem
áætlað er að ljúki fyrir aldamót.
Þegar þessum framkvæmdum
er lokið, mun húsnæðisdeild FS
geta bobið um 700 stúdentum
leiguhúsnæði, eba um 15% nú-
verandi fjölda nemenda í Há-
skólanum. Um er að ræða bæði
einstaklingsíbúðir og einnig
stærri íbúðir fyrir hjón eða
barnafólk.
íbúar í húsnæði FS hafa að-
gang að þvottavélum, lesstof-
um og setustofum, auk þess
sem þeir hafa þar aðgang að
dagblöðum sem berast daglega.
Húsverðir og Garðprófastar eru
í öllum byggingum og hafa þeir
umsjón með daglegum þrifum
á sameign.
Öllu íbúðarhúsnæði er úthlut-
að tímabundið, til eins árs í
senn, og er umsóknum um vist
raðað í forgangsröð, en alla
jafna hefur utanbæjarfólk for-
gang að íbúðum í Gamla-Garði,
Nýja-Garði og einstaklings-
íbúðum, en fjölskylduaðstæður
eru í öðrum Görðum. Umsókn-
um um húsnæði þarf að skila til
húsnæðisdeilar fyrir 20. júní ár
hvert.
Húsnæðisdeildin er staðsett á
2. hæð Stúdentaheimilisins við
Hringbraut og er hún opin
mánudaga- fimmtudaga kl.
9.00-16.00 og til kl. 15.00 á
föstudögum.
Bóksala stúdenta
Félagsstofnun stúdenta rekur
öfluga bóksölu í húsakynnum
sínum í Stúdentaheimilinu og
þar er kappkostað að sjá náms-
mönnum í Háskóla íslands fyrir
námsbókum sínum á sem hag-
stæðustu verði, á réttum tíma
og í réttu magni. Auk mikils úr-
vals í verslun Bóksölunnar er
boðið upp á öfluga sérpöntun-
arþjónustu fyrir einstaklinga,
stofnanir og fyrirtæki og þá sér
Bóksalan einnig um innkaup
fyrir aðra skóla á framhalds- og
háskólastigi. Þar er starfrækt
ljósritunarþjónusta þar sem
hægt er að fá ljósrituð gömul
próf og þar er einnig á boðstól-
um mikið úrval ritfanga, tíma-
rita og geisladiska. Mikið úrval
tölvubóka er fáanlegt og þar er
einnig úrval fræbi- og vísinda-
rita. Bóksalan er opin alla virka
daga kl. 9.00-18.00.
Ferðaskrifstofa
stúdenta
í Stúdentaheimilinu við Hring-
braut rekur FS öfluga ferðaskrif-
stofu, sem kappkostar að veita
öllu ungu fólki og þá sérstak-
lega námsmönnum í fram-
haldsskólum og á háskólastigi
þjónustu með góðu úrvali ferða
og ferðatengda þjónustu á hag-
stæðum kjörum. Ferðaskrifstof-
an er almenn, með IATA-rétt-
indi, og selur öll þau fargjöld
sem bjóbast á íslenskum mark-
aði, bæði almenn og sérfar-
gjöld. Ferðaskrifstofan er sú
eina hér á landi sem hefur um-
boð fyrir Kilroy- fargjöldin, en
þessi fargjöld eru ætluð náms-
fólki á aldrinum 16-34 ára og
ungu fólki á aldrinum 12-25
ára. Á þessum fargjöldum er
auðvélt að ferðast, þau eru
sveigjanleg og ódýr.
Kaffistofur
Á vegum FS eru reknar fimm
kaffistofur og er það stefna FS
að bjóða stúdentum við HÍ
góða þjónustu og fjölbreytt úr-
val matar og drykkjar á hóflegu
verði. Kaffistofurnar eru dreifð-
ar um HÍ- svæðib: á 1. hæð Eir-
bergs, í kjallara aðalbyggingar,
á jarðhæb Árnagarös, á jarðhæð
Lögbergs og á annarri hæð
Odda. Kaffistofan í Odda er op-
in kl. 8.00-18.00 alla virka daga
og á laugardögum kl. 9.00-
15.30, en hinar eru opnar virka
daga kl. 9.00-15.30.
Auk þess, sem hér er rakib að
framan, á FS Prentgarð, sem er á
1. hæð Stúdentaheimilisins, en
reksturinn er þó leigður út. Þar
geta stúdentar orðið sér úti um
ljósritun, fjölritun og frágang
ritgerba, svo eitthvað sé nefnt.
Stúdentar hafa aðgang að leik-
skólarými í gegnum samning
FS vib Dagvist barna í Reykja-
vík.
Barnaheimilið Efrihlíð er eign
FS, en er rekið af Reykjavíkur-
borg. Að auki eru tvö dagheim-
ili staðsett á HÍ-svæðinu: Leik-
garður á Eggertsgötu 14 og for-
eldrarekið dagheimili fyrir börn
yngri en 2 ára sem staösett er á
Vetrargarði. ■