Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 18

Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 18
18 Fimmtudagur 6. október 1994 íslenska einsöngslagiö: Yfirlitssýning í Geröubergi Menningarmiöstöðin Gerbu- berg hefur opnab yflrlitssýn- ingu, sem ber yfírskriftina ís- lenska einsöngslagib. Mun hún standa til 1. desember. Á sýningunni eru um 200 ljós- myndir af tónskáldum og flytj- endum íslenskra einsöngslaga meb skýringartextum. Einnig verba sýndar söngskrár, nótna- handrit, veggspjöld og abrir munir, sem segja sögu sönglífs á íslandi frá því um miöja síðustu öld. Útbúin hefur verið sýning- arskrá með um 120 ljósmynd- um og æviágripum tónskálda. Á sunnudögum í október og nóvember verða íslenska ein- söngslaginu gerð skil með fyrir- lestrum, ljóðasöng og hljóð- færaleik. Einnig sér Sverrir Guð- jónsson söngvari um leiðsögn um sýninguna. í fyrsta skipti er nú sett upp yf- irlitssýning sem sérstaklega er helguð íslenska einsöngslaginu. Sýningin nær yfir mjög áhuga- vert tímabil í menningarsögu íslendinga. Tónlistariðkun á Is- landi er að vakna til lífsins, kennsla hefst í nótnalestri og byrjað er að kenna söng. Á sama tíma og ísland breytist úr bændasamfélagi í auðuga fisk- veiðiþjóð, tekur menningarlífið á sig nýja mynd. Eftir því sem líður á 20. öldina dafnar söng- lífið, söngkennsla er þá oröin fastur liður í skólastarfi og lista- fólk fer til útlanda til að full- nema sig í söng og hljóðfæra- slætti. Viö eignumst tónskáld, tónlistarfélög skjóta upp kollin- um og tónlistarskólar eru settir á stofn. Undirbúningur að sýningunni hefur staðið í u.þ.b. ár og er hún ávöxtur Ljóðatónleika Gerðu- bergs, líkt og tónleikarnir í Borgarleikhúsinu á afmæli Reykjavíkur 18. ágúst. Þjóð- minjasafnið sér um allar eftir- tökur á ljósmyndum og ætlar safnið í framhaldi af sýning- unni að koma á fót tónlistar- deild í ljósmyndadeild Þjóð- minjasafnsins. Viðfangsefni yfirlitssýningar- innar í Gerðubergi er að bregða upp svipmyndum af listafólki, sem hefur með hljóðfæraslætti, söng og sönglagagerð átt veiga- mikinn þátt í að móta sönglíf á íslandi frá miðri 19. öld. Mynd- efnið á sýningunni er ekki tæm- andi, heldur veitir innsýn í menningarsögulegt viðfangs- efni sem vert væri að kryfja til mergjar. Sýning Sjóminjasafns Islands í Svíþjóö: ísland og hafið Laugardaginn 24. september s.l. var opnub í Lénsminjasafn- inu í Jönköping í Svíþjób sýn- ingin „ísland og hafib", meb bátum, veibarfærum, líkönum, ljósmyndum o.fl. úr sögu sjó- sóknar á Islandi. Sjóminjasafn íslands stendur að sýningunni og er það í fyrsta sinn sem safnið setur upp sýningu er- lendis. Jón Allansson safnvörður og Björn G. Björnsson hönnuður völdu muni og myndir, sömdu texta og settu sýninguna upp. „Island og hafið" segir sögu sjó- sóknar og siglinga á Islandi í stór- um dráttum frá landnámi til okk- ar daga og skiptist í 23 efnis- flokka. Þar er m.a. komið inn á bátasmíði, hákarlaveiðar, saltfisk- verkun, hvalveiðar, þorskastríð, síldveiðar og þýðingu sjávarút- vegs fyrir þjóðarbúið. Meðal muna á sýningunni eru gömul hákarlaveiðarfæri, togvíraklippur frá Landhelgisgæslu, hvalskutull, átta líkön af bátum og skipum og „Hallsteinsnesbáturinn", tveggja manna far með seglum og öllum búnaði í fullri stærð, smíðaður af Þórbergi Ólafssyni um 1930. Sýn- ingin stendur til 19. október. Hugmyndina að sérstakri Island- skynningu í Jönköping í tilefni 50 ára lýðveldisafmælis, og sýn- ingu Sjóminjasafns íslands, átti Jakob S. Jónsson leiklistarfræð- ingur, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð um árabil og starfar nú að menningarmálum í Jönköping. Sænsk-íslenska félagið á staðn- um, Lénsminjasafnið og ýmsar menningarnefndir komu síðan að málinu ásamt Sjóminjasafni íslands og framtakiö hefur notið styrks frá Eimskip, Flugleiðum og fleiri aðilum. Auk sýningarinnar „ísland og hafið" setti Karl-Erik Hagström, jarðfræðingur við Lénsminjasafnið, upp litla sýn- ingu um jarðfræði íslands, „Is och eld", í anddyri safnsins. Einnig var opnuð sýning á verk- um Eddu Jónsdóttur listmálara og Guðnýjar Magnúsdóttur leir- listamanns í Galleri Backalyckan s.l. laugardag. Fleiri viðburðir eru á þessari Islandskynningu í Jön- köping. Jönköpingborg er á stærð við Reykjavík. Hún er í suðurhluta Svíþjóðar þar sem heita Smálönd, á milli Gautaborgar og Stokk- hólms, við suðurenda Vattern, sem er annað stærsta vatn Sví- þjóðar. Jönköping er fræg fyrir eldspýtnaframleiðslu á síðustu öld og fyrri hluta þessarar aldar og þar er nú ágætt minjasafn um eldspýtnaframleiðsluna. Lénsminjasafnið í Jönköping Oönköpings Lansmuseum), þar sem sýningin „ísland og hafið" er haldin, er afar glæsilegt safn þar sem er að finna jöfnum höndum sýningar á klassískri og nýrri myndlist og minjum frá sögu staðarins og sögu Svíþjóðar. Safn- ið er að hluta í húsi frá 1956, en byggt var við það 1992. Viðbygg- ingin, sem er teiknuð af Carl Nyrén, þykir afar vel heppnuð og hlaut hún sérstök arkitektúrverð- laun. Um 50 starfsmenn vinna við Lénsminjasafnið í Jönköping. Vald örlaganna: Gunnsteinn 01- afsson stjórnar næstu sýningum Um síbustu mánabamót urbu þær breytingar á sýningum á Valdi örlaganna í Þjóbleikhúsinu ab Gunnsteinn Ólafsson, kór- stjóri og abstobarhljómsveitar- stjóri, tekur vib hljómsveitar- stjórn verksins af Maurizio Barb- acini. Mun hann stjórna á næstu fjórum sýningum. Eftir þab stjóma þeir til skiptis Rico Sacc- ani, Maurizio Barbacini og Gunnsteinn. Gunnsteinn Ólafsson stundabi nám í fiðluleik vib Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í Reykjavík, í tónsmíöum og píanó- leik vib Franz Liszt-tónlistaraka- land heim haustið 1992. Eftir ab námi lauk hefur Gunn- steinn stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Caput-hópnum, tekið þátt í Sum- artónleikum í Skálholti og æft Kór íslensku óperunnar. Þá hefur hann sótt námskeið á ítaliu og í Ung- verjalandi. Gunnsteinn er brautryðjandi í flutningi verka eftir Claudio Monteverdi hér á landi. Hann skipulagöi og stjórnaði m.a. flutn- ingi á fyrstu óperu tónskáldsins, Orfeo, haustiö 1993, en þar tóku þátt tónlistarmenn víösvegar að úr Evrópu, auk íslenskra listamanna. Gefum þeim aftur islenskt líf Landssöfnun til stuðnings baróttunni við að ná Dagbjörtu og Rúnu heim frá Tyrklandi fer fram á öllum útvarpsstöðvum landsins föstudaginn 7. október frá kl. 9:00. Búnaðarbanki Islands er fjárgæsluaðili söfnunarinnar og þar er einnig söfnunarreikningur númer 0323-26-9000 opinn fyrir framlög. 909^909 Slt0il0 AÐALSTÖÐIN Nú vantar aðeins herslumuninn ÚTVARP8STÖÐIN it I BÖRNIN b HEIM! J BUNAÐARBANKINN - Trauttur banki demíuna í Búdapest, og í hljóm- sveitarstjórn og tónfræði við Tón- listarháskólann í Freiburg. Gunn- steinn stjórnaði kór Mennta- skólans í Kópavogi meban hann var þar við nám, og leiddi háskóla- hljómsveit í Freiburg sem sótti ís- Vorib 1994 varð Gunnsteinn í öðru sæti í keppni ungra norrænna hljómsveitarstjóra, sem haldin var í Björgvin í Noregi. Hann hefur síð- an unnið að undirbúningi kórs og hljómsveitar fyrir uppfærslu Þjóð- leikhússins á Valdi örlaganna. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.