Réttur


Réttur - 15.07.1935, Qupperneq 1

Réttur - 15.07.1935, Qupperneq 1
RÉTTUR XX. ÁRG. 15. JÚLÍ 1935. 5. HEFTI Verkalýðsbylting á Islandi Eftir Einar Olgeirsson. Einhver algengasta „röksemd“ burgeisastéttarinnar og erindreka hennar fyrir því, hve verkalýðsbylting á íslandi væri gersamlega ófær leið út úr kreppunni, er sú, að „þá tæki England okkur undir eins“. Jónas frá Hriflu er einn af helztu höfundum þessarar kenningar, en satt að segja er hún svo útbreidd, að óhætt er að fullyrða, að í huga alls þorra alþýðu sé þetta ein veiga- mesta mótbáran gegn valdatöku verkalýðsins á íslandi. Tilgangurinn með þessari kenningu er sá, að drepa niður í hjörtum íslenzku alþýðunnar alla trú á mögu- leikann til þess að hún geti orðið frjáls — fyrr en þá auðvaldið væri sigrað í Englandi — og þá hugsa kenni- feður þessarar speki sér líka að koma sér í mjúkinn hjá enska verkalýðnum, líkt og nú hjá enska auðvaldinu, og koma hér upp málamyndar-„sósíalisma“, samkvæmt regl- unni að vera drengur góður og veita þeim, sem bet- ur má. Það er því vissulega tími til kominn, að þessi kenning sé krufin til mergjar og raktar orsakir hennar og hugs- anlegar afleiðingar, ef hún heldur áfram þeim ítökum, sem hún nú hefir. Af hverju gerir íslenzka auðvaldið svona lítið úr sjálfstæðinu ? I kenningunni um að ísland yrði tekið af brezkum her, ef hér yrði verkalýðsbylting, felst alger lítilsvirð- ing á því lagalega og alþjóðlega viðurkennda sjálfstæði, sem Island hefir. Formælendur þessarar kenningar 121

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.