Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 27
um ríkisins" og álitu, að þeim bæri að halda uppi ör-
yggi og gæta opinberrar reglu gagnvart óspektarmönn-
um. —
30. júní endurtekinn — frá öfugum enda.
Hitler, Göring og Göbbels hafa að þessu sinni fengið
þá frumlegu hugmynd að skipuleggja nýjan 30. júní,
en öfugcm. Af sömu ástæðu og þeirri, sem kom þeim til
þess í fyrra, að láta stormsveitirnar hverfa af leiksvið-
inu, eru þær nú grafnar fram úr gleymskunni. Orsak-
imar, sem lágu til þess, að menn á borð við Helldorf
voru skotnir 30. júní í fyrra, verða nú til þess, að slíkir
eru settir í æðstu stöður. Þessi útnefning Helldorfs á
að endurnýja vonir „hins gamla og reynda liðs“, storm-
sveitamanna og hinna atvinnulausu flokksmeðlima. Hún
á að lægja uppreisnaröldurnar í hugum þessara manna.
Þetta stjórnarfar, sem fætt er upp af glæpum og varðar
leið sína með nýjum og nýjum glæpum, er nú svo djúpt
sokkið, að það gerir alræmdan glæpamann að lögreglu-
stjóra í höfuðborg ríkisins. Öll hin hræsnisfullu slag-
orð um siðferðislega hreinsun, sem notuð voru 30. júní
1934 til að réttlæta drápin á stormsveitaforingjunum,
eiga fullkomlega við um Helldorf. Helldorf er kynvill-
ingur eins og Heines; hann lifir í drykkjuslarki og ó-
hófi, eins og Röhm, hann er auk þess grimmdarseggur
og átti frumkvæðið að morðinu á stallbróður sínum og
lánardrottni, miðlinum Erik Jan Hanussen.
Morðið á Hanussen.
í september 1931 skipulagði Helldorf greifi, sem þá
var stormsveitaforingi yfir Berlín-Brandenboi’g, fyrstu
ofsóknarherferð sína á Kurfíirstendamm í Berlín. Það
var hinn svokallaða „sáttadag“ Gyðinganna, að Hell-
dorf kallaði saman sveitir sínar fyrir framan Gyðinga-
bænahúsið í Fasanenstrasze og lét berja karla og konur
af Gyðinga-ættum til óbóta með reiðsvipum. Dómstóll
Weimarlýðveldisins dæmdi ofsóknagreifann, sem sjálf-
147