Réttur


Réttur - 15.07.1935, Síða 3

Réttur - 15.07.1935, Síða 3
skipta í andstæðar stéttir, og alþýðuna þar með frjálsa, svo að ekki sé þörf á frelsisbaráttu. Allar kröfur alþýðunnar um, að sjálfstæðinu verði virkilega, beitt út á við, vekja því ugg og ótta hjá yfir- stéttinni og verða til þess, að hún fer sjálf að gera sem minnst úr þvf. Hvers vegna hefir tekizt að skapa það álit, að „England taki okkur, ef bylting verður“? Það er því í rauninni afarskiljanlegt, að íslenzku burgeisastéttinni þyki sjálfri lítið til sjálfstæðisins koma og reyni af fremsta megni að láta alþýðuna álíta það alveg þýðingarlaust. En hvernig stendur á, að henni skuli hafa tekizt það fram að þessu? Sjálfstæði landsins er frá sjónarmiði alþýðunnar fyrst og fremst lýðræðisleg réttindi — og það þýðir frá sjónarmiði sósíalismans: grundvöllur til að berjast á og réttur meiri hluta þjóðarinnar til að fara sínu fram, án þess að aðrar þjóðir megi skipta sér af því. Þessi sjálfsákvörðunarréttur þjóðernanna er einhver dýrmæt- asti arfurinn, sem borgaralegu byltingarnar á 18. og 19. öld eftirlétu, og nú er það verkalýðsbyltingin, sem tek- ur við þeim arfi og knýr hann fram, eftir að borgar- arnir víðast hvar svíkjast um þá sögulegu köllun sína. Barátta íslendinga á 19. öld fyrir sjálfstæðinu var löng og þrautseig — en ekki hörð og fórnfrek, ef borið er saman við þjóðir eins og t. d. íra, eða hins vegar við frelsisbaráttu íslenzka verkalýðsins við auðvaldið. í baráttunni fyrir sjálfstæði Islands á 19. öld var eng- inn maður veginn eða særður og enginn fangelsaður. Bardagar eins og 9. nóv. 1932 eða „Novu“-slagurinn 1933 áttu sér aldrei stað. Stéttabarátta hins unga ís- lenzka öreigalýðs við auðvaldið er þegar orðin miklu harðvítugri og fórnfrekari en sjálfstæðisbarátta Islend- inga við danska kúgunarvaldið varð nokkurn tíma á 19. öld. 123

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.