Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 26
ábyggilegra að því er snertir andstöðu almennings á
götum Berlínar gegn Gyðingaofsóknunum. Þetta vitni
er nazistablaðið ,,Der Stiirmer". I 28. tbl. sínu skýrir
blaðið frá upphlaupunum fyrir framan ísbúðir Gyð-
inganna í Berlín á eftirfarandi hátt:
,,Nú greip angist mikil börn drottins útvöldu þjóð-
ar, sem óttuðust um sín þorparalíf. Þau kölluðu
jafnvel á lögregluna, sem kom í skyndi á nokkrum
brynjuðum bifreiðum. Fullir af áhuga horfðu sam-
landar vorir á komu lögreglunnar, sem þeir bjugg-
ust við, að myndi handtaka Gyðingana, eða að
minnsta kosti loka búðum þeirra. En mikil var
undrun þeirra, þegar lögreglan snerist einmitt gegn
þeim sjálfum og tók nokkra höndum — menn höfðu
þó ekki gert annað en krefjast þess, að verzlunum
Gyðinganna yrði lokað. — Nokkrir lögreglumenn
gleymdu jafnvel sjálfum sér í svo ríkum mæli, að
þeir rifu niður blaðið „Der Sturmer“, sem límt hafði
verið upp í sýningarglugga, vöðluðu því saman og
fleygðu burt, og þeir skófu út með mikilli fyrir-
litningu nokkrar teikningar, sem lýstu Gyðingun-
um, að vísu ekki fagurlega, en þó með sönnum
dráttum“.
Þetta er rótin að þeirri leiktjaldaskiptingu,
sem sett hefir morðingjann og brennuvarginn Helldorf
greifa í lögreglustjórasæti Berlínar. Lögregla von Le-
wetzow aðmíráls hafði tekið afstöðu gegn Stormsveita-
mönnunum, sem útsendir voru af Streicher, Göbbels og
Hitler til þess að berja á Gyðingum. Það var látið heita,
að þessar Gyðingaofsóknir væru „í þágu ríkisins“. •—
Hvernig var öðruvísi hægt að fá hinum uppreisnar-
gjörnu stormsveitamönnum eitthvað til að hafa fyrir
stafni ? Hvernig var annars hægt að svara hinum óþægi-
legu spurningum svikinna millistéttanna ? Hvernig átti
annars að þagga niður mögl hins óánægða fjölda? En
lögreglumennirnir snerust nú á móti þessum „hagsmun-
146