Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 2
halda því þar með fram, að þetta sjálfstæði sé í raun-
inni einskis virði, sé aðeins gríma fyrir alræði brezka
auðvaldsins, sem haldist aðeins svo lengi sem banda-
menn þess — íslenzka auðmannastéttin — stjórni hér.
Það felst því í þessu viðurkenning á því — sem raun-
ar er alþjóð ljóst — að frá hennar sjónarmiði:
1) sé með núverandi sjálfstæði aðeins tryggt vald
auðmannastéttarinnar yfir íslandi,
2) hafi auðmannastétt þessi ofurselt landið fjárhags-
lega erlendu auðvaldi, aðallega brezku,
3) vonist íslenzka auðmannastéttin eftir og óski eftir
því, að þetta lagalega sjálfstæði íslands sé eyðilagt af
Bretlandi, ef hún ekki fær að halda hér völdum lengur.
Hvernig stendur á því, að íslenzka auðmannastéttin,
sem daglega lætur flokka sína og blöð syngja sjálfstæð-
inu lof og dýrð, skuli gera svona lítið úr því í rauninni?
Sannleikurinn er sá, að fyrir íslenzku auðmennina er
sjálfstæðið fyrst og fremst verzlunarvara, sem þeir selja
og svíkja — selja það, meðan þeir hafa völdin, svíkja
það bæði þá og eins sérstaklega, ef verkalýðurinn ætlar
að nota þetta sjálfstæði fyrir sig.
Samband Landsbankans við Hambros Bank — sam-
band Kveldúlfs við Bjarnason & Marabotti í Genua og
spanska auðvaldið — samband Jóh. Jós. o. fl. við þýzka
auðvaldið — það eru nokkur dæmi um sterkustu tengsl
íslenzku auðmannanna við útlent auðvald. Samningarnir
við England, Spán, Þýzkaland, Ítalíu og Danmörku, það
eru pólitísku afleiðingarnar af þessum tengslum, land-
ráðin í framkvæmd ríkisstjórnarinnar.
Fyrir burgeisastétt, sem er svona nátengd erlenda
auðvaldinu með mútuböndum umboðslauna og gróða-
skipta, hefir sjálfstæðið að vísu nokkra þýðingu sem
„tromp“ gagnvart erlenda auðvaldinu í þrefinu um
gróðahlutdeildina, en „tromp“, sem þó sífellt lækkar
að gildi, — en aðalgildi þess fyrir burgeisastéttina ligg-
ur í hugsunarhætti þess hluta þjóðarinnar, sem „sjálf-
stæðið“ blekkir til að álíta þjóðina eina heild, en ekki
122