Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 17

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 17
en ánægjuleg tilhugsun fyrir burgeisastéttina, að fjórði hluti mannkynsins (Kínaveldi hefir um 450 milljónir íbúa!) skuli vera að því kominn að varpa af sér auð- valdsokinu og stofna sitt eigið sovétríki. Kína, eitt af frjósömustu og að náttúrugæðum auð- ugustu löndum jarðarinnar, er hálfnýlenda, þar sem öll meiri háttar stórveldi eiga sér ítök og áhrifasvæði. Á meðan auðvaldsþróuninni fór fram í Evrópu og Amer- íku, var Kína lokað land og tók engan þátt í þessari þróun. Landið var því varnarlaust gegn hinum erlendu ræningjum, sem komu þangað á fallbyssuvopnuðum her- skipum og seildust til yfirráða. Hið víðlenda ríki var rænt að löndum og borgum, þvingað með vopnum til að leyfa innflutning á ópíum, neytt til að veita erlendum auðfélögum sérréttindi um vinnslu á námum og náttúruauðæfum. tJtlent hringauð- magn lagði járnbrautir og reisti verksmiðjur, konur og smábörn voru látin þræla tvo þriðju hluta sólarhrings- ins undir svipu eftirlitsmanna fyrir nokkurra aura dag- kaupi. Og mikill hluti kínversku yfirstéttarinnar lét mútast til að styðja hina erlendu kúgun á alþýðunni. Af þessum toga spunnin er byltingarhreyfing sú, sem hófst í Kína fyrir fjörutíu árum. Hún beindist fyrst og fremst gegn þessari erlendu yfirdrottnun. Aðalfrömuð- ur þessarar hreyfingar var byltingahetjan Sun Yat Sen (1866—1925). Hann var einn af aðalforystumönnum „boxarauppreisnarinnar" árið 1900 og fyrsti forseti kín- verska lýðveldisins, eftir að keisarastjórninni hafði verið steypt 1911. Sun Yat Sen var einn stofnandi Kuomin- tang-flokksins, sem í fyrstu var ófölsuð frelsishreyfing kínversku alþýðunnar, en eftir klofninginn 1927 og svik Tsjang-Kai-Sjelcs hefir færzt æ meir í afturhaldsátt og er nú ekkert annað en gagnbyltingasinnað verkfæri þeirra stórvelda, sem hæstar mútur bjóða. Eftir klofninginn 1927 féll Kantonstjórnin, stjórn hins svokallaða „Suðurríkis", sem ráðið hafði í Suður- Kína því nær óslitið síðan 1917, lengst af undir forsæti 137

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.