Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 14

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 14
er hjá liðinn — eða jafnvel fyrr, áður en Þjóðabanda- laginu gefst færi á að taka afstöðu til málanna. En með því að byrja ófriðinn, teflir fasisminn á engu minni tvísýnu. Skilyrðin til að sigrast á Abessiníu eru nærri því eins slæm og hugsazt getur: I nýlendum ítalíu, sem hlytu að verða grundvallarstöðvar hernað- arins, eyðimerkur og óþolandi loftslag, tilvalinn gróð- urreitur allskonar hitabeltispesta, en Abessinía hrika- legt fjalllendi, torsótt, en öruggt til varnar. Þar að auki mun Abessiníukeisari hafa tök á að vopna að minnsta kosti milljón manna her. Stríðið gæti staðið árum saman, áður en ítölum tækist að sigra. Það gæti eins vel endað með fullum ósigri ítölsku landráns- stefnunnar. — Að minnsta kosti er óhugsandi, að ítalski herinn geti sigrað Abessiníu með skjótri svip- an. En langvarandi styrjöld við slík skilyrði, sem þarna er um að ræða, myndi nú á dögum skapa heppi- leg skilyrði til uppreisnarhreyfingar innan hersins, og heima á Ítalíu myndu blóðskattar þeir, sem slík styrj- öld hlyti að leggja verkalýð og bændastétt á herðar, með hægu móti geta leitt til byltingar. Innrás Japana í Norður-Kína. Enskt blað skýrir fyrir nokkru frá leynilegri áætl- un japönsku herstjórnarinnar. Samkvæmt þessari á- ætlun átti Japan að leggja undir sig alla Asíu í fimm áföngum: Fyrsti áfanginn var hernám Mansjúríu 1931, annar undirokun héraðanna Jehol og Tsjakar fyrir norðan kínverska múrinn. Þriðja áfangann eru Japanir nú að Ijúka við, með'því að taka herskildi hér- uðin sunnan við múrinn mikla. Síðan átti röðin að koma að innri og suðurhéruðum Kína og loks að nýlend- um Breta og öðrum löndum í Asíu. Haustið 1931 lagði Japan undir sig alla Mansjúríu. Hálfu öðru ári síðar réðust Japanir inn í Jehol og her- tóku þetta hérað. Og þessar vikur er verið að fullkomna undirokun héraðanna sunnan við kínverska múrinn. 134

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.