Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 32

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 32
staðfest, að stefna Alþjóðasambandsins var rétt, þrátt fyrir lítilsháttar mistök sumra deilda þess í einstökum atriðum. Þessari réttu stefnu er það að þakka, að heims- styrjöldin er enn ekki skollin á, að fasisminn hefir ekki sigrað víðar en orðið er. En sigur fasismans í Þýzka- landi, Austurríki og öðrum löndum varð ekki hindrað- ur, af því að stefna sósíaldemókrata, sem ruddi honum brautina, átti of mikil ítök meðal verkalýðsins. Atburðir síðustu ára sýna, að verkalýðshreyfingin er æ meir að losna undan áhrifum sósíaldemókrata, að verða byltingasinnuð. Kínverska byltingin, uppreisnirn- ar í Áusturríki og á Spáni, samfylkingarbaráttan í Frakklandi sanna þetta greinilega. Samfylkingarstefna III. Alþjóðasambandsins er að sigra. 0g samfylking verkalýðsins er það málið, sem alþjóðaþingið snýst um framar öllu öðru. Á meðan II. Alþjóðasambandið er að hrynja í rústir, ásamt öllum hinum „endurbótasinnaða" hugmyndaheimi sósíaldemókrata, stælist og styrkist III. Alþjóðasam- bandið með hverjum degi, vaxa áhrif Kommúnistaflokk- anna um allan heim. VII. heimsþing Alþjóðasambands kommúnista er þýðingarmikill liður í þessari eflingu hinnar byltingasinnuðu verkalýðshreyfingar. f næsta hefti mun VII. heimsþing III. Alþjóðasam- bandsins og það, sem þar hefir gerzt, verða tekið til ítarlegrar meðferðar. 152

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.