Réttur


Réttur - 15.07.1935, Síða 22

Réttur - 15.07.1935, Síða 22
varin af sjálfboðaliðssveitum og breiðast stöðugt út, vestur og norður. Setschuan og Kveitschou í höndum kínversku ráðanna — það var upphaf að nýju tímabili í sögu Kína. Því að út frá þessu nýja aðalsovétsvæði í hinum tveim víðlendu fylkjum, myndast enn önnur sovétsvæði í Vestur- og Norðvestur-Kína. Nú þegar er rauður her á leiðinni frá hinu nýmyndaða sovétsvæði í Norðvestur-S/iansi norður í Innri-Mongólíu. Þaðan mun hann svo halda til Ytri-Mongólíu, sem er í Bandalagi við SSSR. Þannig myndi þá skapast hið langþráða samband við hinn mikla bróður fyrir norðan. Setschuan og Kveitschou í höndum kínversku ráðanna — það þýðir líka, að sovétríkin í Kína geta farið að leggja grundvöllinn að iðnaði sínum og festa sig þannig í sessi, að þau verði ósigrandi. Hinn rauði fáni kínversku ráðanna í Innra-Kína! Það hefir ekki aðeins þýðingu fyrir Kína, það hefir heimspólitíska þýðingu. Það þýðir, að innrásarherir Japana, sem nú búast til að ráðast frá Mansjúríu inn í Norður-Kína og Innri-Mongólíu, mæta nýjum andstæð- ingi, sem í bandalagi við sjálfboðaliðssveitir bændanna í Mansjúríu og Mongólíu mun verða þeim skæðari en leiguherir Nankingstjórnarinnar. Morðingi og þinghúss- brennuvargur gerður að lögreglu§tjóra i Berlin. Með því að útnefna Helldorf greifa sem lögreglu- stjóra í Berlín, hefir nazistaalræðið endanlega svipt af sér blæjunni, sem huldi morðingjatrýni þess fyrir öll- um heimi. Með þessari útnefningu er morðingi og brennuvargur gerður að lögreglustjóra milljónaborgar 142

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.