Réttur


Réttur - 15.07.1935, Side 11

Réttur - 15.07.1935, Side 11
við hinu hrynjandi kenningakerfi Alþjóðasambands só- síaldemókrata. Brezk-þýzki flotasamningurinn. 18. júní var lokið samningagerðum þeim, sem fram liöfðu farið í Lundúnum milli þýzku flotasamninga- nefndarinnar, undir forystu von Ribbentrops, og brezku stjórnarinnar. Bretland fellst á, að Þýzkaland auki flota sinn, þannig að hann verði 35 % af öllum brezka flotanum (úr 195 000 smálestum, sem Þjóðverjar máttu hafa sam- kvæmt Versalasáttmálanum, upp í 420 000 smálestir). Þýzkalandi er leyft að hafa kafbátaflota, er nemur 45 % af þeim brezka, þó þannig, að þeir mega síðar meir auka þessa tölu upp í 100 %. Bretland var í tölu þeirra ríkja, sem mótmæltu lög- leiðingu herskyldunnar í Þýzkalandi. Á Stresafundinum hét Bretland Frakklandi og ftalíu aðstoð sinni í því skyni að koma í veg fyrir frekari samningsrof af Þýzka- lands hálfu, og á næsta fundi samþykkti Bretland jafn- vel hótunina um viðskiptastríð gegn Þjóðverjum, ef þeir héldu uppteknum hætti. Nokkrum vikum síðar gengur svo Bretland á snið við þessar samþykktir og tekur sér „einhliða" vald til að gefa Hitlersfasismanum lausan tauminn um vígbúnað á sjó, eftir að hann er búinn að koma ár sinni fyrir borð á fullnægjandi hátt um vígbúnað á landi og í lofti. Hitler þarf jafnvel ekki að þessu sinni að taka á sína nógu hlöðnu samvizku ábyrgðina af „einhliða sáttmála- rofum“. Bretland hefir fyrir fram gefið honum synda- kvittunina. Bretland gengur því nær í öllum atriðum að kröfum nazistanna. Þýzku kafbátarnir, sem á árunum voru því nær búnir að koma brezka ríkinu á kné, verða innan skamms jafn-sterkir þeim ensku. 35 % af brezka her- skipaflotanum — sem er dreifður um öll höf heimsins — jafngildir því flotamagni, sem Bretar hafa heima fyrir. 131

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.