Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 23

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 23
í hjarta Evrópu. Hvers vegna og með hverjum hætti Helldorf greifi skömmu eftir þinghússbrunann hvarf í gleymsku þá, sem nú er verið að vekja hann úr, — að því mun verða vikið nánar síðar í þessari grein. En fyrst og fremst verður að svara þeirri spurningu, hvers vegna og með hverjum hætti Hitlersalræðið neyðist til þess á þessari stundu að þyngja á syndabyrði sinni með því að taka á arma sér alþekktan glæpamann, eins og Hell- dorf. Stormur fer yfir Þýzkaland. Á ný fer stormur yfir Hitlers-Þýzkaland. Þeir hafa gefizt upp við að leyna því utan lands og innan, að .stjórnarfarið er skekið af háskalegri innanlands- kreppu. Hinar blóðugu Gyðingaofsóknir í Berlín, til- skipun Görings um ofsóknir |á hendur kaþólskum kennimönnum og félögum, upplausn Stálhjálmafélag- anna í flestum hlutum ríkisins, boðun nýrra kúgunar- ráðstafana gegn hinni evangelisku kirkju, skerping háskóladeilnanna, frávikning háskólaprófessora í stór- um stíl, árásirnar á skylmingafélög stúdenta (Kor- porationen) og umfram allt hið blóðuga ofbeldi gagn- vart verkalýðnum, sem nú er tekinn að sameina krafta sína á vinnustöðvunum til þess að vernda réttindi sín — þessi nýja stórfellda herferð fasistaalræðisins gegn fjöldanum, á sér eina allsherjar orsök. Það fer fram endurtekning á atburðaröð frá síðasta ári. Aftur hefst það með trúnaðarmannakosningunum. Háski sá, sem stjórnarfarinu var búinn af mótþróa og baráttu verkalýðsins, er bezt kom fram í fulltrúaráðs- kosningunum, var því ískyggilegri, sem honum var samfara aukning útflutningskreppunnar og í sam- bandi við hana hráefnakreppunnar. Um leið og hinir þýzku stóriðjurekendur vonuðust til að geta loksins komið á tilfinnanlegri launalækkun, til þess að geta með undirboði á erlendum markaði dregið úr skortin- um á erlendum gjaldeyri og hráefnum — um leið var 143

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.