Réttur


Réttur - 01.07.1937, Síða 1

Réttur - 01.07.1937, Síða 1
RÉTTUR XXII. ÁRG. JÚLÍ 1937. 5. HEFTI ■■■■bbhhhhhhbbbbmmhbhhhhhhbhhmbb Kosningalærdómar. Eftir Halldór Kiljan Laxness. GRÝLUMENN OG VERULEIKINN. Þetta voru að mörgu leyti mjög athygjisverðar kosningar. Eitt hið athyglisverðasta, sem þær leiddu í Ijós, svo ekki verður lengur am deilt, er staðreyndin, sem við samfylkingarmenn höfum bentj^á lengi, að sá hóp- ur manna, sem hægt er að hræða með kommúnista- grýlunni, væri svo fámennur í landinu, að það svar- aði ekki kostnaði að skírskota máli sínu til hans. Kosningarnar sýndu, að óttinn við kommúnismann -er ekki til hjá almenningi í Jandinu, heldur á hann einvörðungu heima í heilabúum reykvískra heildsölu- kaupmanna, stórútgerðarmanna og nokkurra vinstri- foringja. Sjaldan hefur nokkur grýla verið kveðin niður jafn eftirminnilega í kosningum eins og kom- múnistagrýlan. Svo rækilega hefur hún verið af- greidd, að hver sem gerir tilraun til að halda henni á lofti upp frá þessu, gerir sig að fífli. Almenningur kvað upp dóm sinn yfir þeim vinstri- foringjum, sem barist höfðu á móti samfylkingunni í nafni kommúnistagrýlunnar. Almenningur svaraði með því að fella þessa menn eða einangra. Sigurjón Ólafsson og Stefán Jóhann Stefánsson féllu í Reykja- vík, og Héðinn Valdimarsson stendur eftir í aðstöðu, sem er svo ömurleg, að hann hefur fyllstu ástæðu til að öfunda hina föllnu. Jón Baldvinsson, sem sendur er til Akureyrar til að hræða fólk með grýlunni, bjargast inn í þingið af .einskærri slembilukku. Jónas 161

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.