Réttur - 01.07.1937, Page 2
Jónsson frá HrifLu, sem notaði grýluna mikið á címa-
bili, er eini framsóknarþingmaðurinn, sem tapar at-
kvæðum í kjördæmi sínu, og hann tapar þeim ýmist
til vinstri eða menn kjósa landlista flokksins í að-
vörunarskyni, — þetta er svar kjósenda hans við grýl-
unni. — Hitt er reyndar ekki líklegt, að jafn æfður
stjórnmálamaður og Jónas Jónsson fæli frá sér fleiri
atkvæði í Suður-Þingeyjarsýslu með grýlunni, enda
bar ræða sú, sem hann flutti á Akureyri í útvarps-
umræðunum fyrir kosningarnar, vott um, að hann
hafi þá þegar verið orðinn þess vís, sem hver maður
hlýtur að fullvissa sig um, sem fer um sveitir lands-
ins, að þótt bændur séu fjarri því að vera kommún-
istar, þá fyrirlíta þeir enga vinstri frambjóðendur
meira en þá, sem^byrja að éta eftir heildsölukaup-
mönnum og stórútgerðarmönnum Reykjavíkur hinn
skyni skroppna þvætting um kommúnistagrýluna.
Það er á hinn bóginn jafn eftirtektarvert, að þeir
vinstri menn, sem ekki sögðu orð á móti kommúnist-
um í kosningahríðinni, jafnvel gerðu við þá samfylk-
ingu eins og Guðmundur Hagalín gekkst fyrir á
ísafirði, og földu eða eyðilögðu hið svívirðilega níð-
rit Stefáns Péturssonar um Kommúnistaflokkinn í
kjördæmum sínum, eins og Ilaraldur ráðherra gerði
fyrir austan, Finnur á Isafirði, Sigfús Sigurhjartarson
í Gullbringu- og Kjósarsýslu, — þeir standa föstustum
fótum í kjördæmum sínum, já, bæta meira að segja
við sig atkvæðum.
Grýlumenn héldu því fram, að allt samband þeirra
við kommúnista, hvað lítið sem væri, mundi aðeins
fæla kjósendur burt frá þeim. Hvernig stóðst þessi
kenning próf veruleikans? I kjördæmum, þar sem
kommúnistum hafði verið skipað opinberlega að
greiða atkvæði með frambjóðendum Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarflokksins, m.ö.o. í þeim kjördæm-
um, sem samkvæmt kenningum grýlumanna hefðu átt
að fæla frá þeim kjósendurna, þeim kjördæmum, þar
162