Réttur


Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 3

Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 3
sem hægt var að sýna með ómótbærilegum rökum, að kommúnistar voru beinir bandamenn og stuðnings- menn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins — hvað gerist þar? Hefur grýlan áhrif? Flýr fólkið burt frá þeim vinstriframbjóðendum, sem höfðu opin- berlega yfirlýstan stuðning kommúnistanna? Öðru nær. f þeim héruðum taka vinstri flokkarnir kjör- dæmin herskildi, mola íhaldið niður, og koma út sterkari en í nokkrum kosningum áður. Sann- leikurinn er sá, að þessir vinstriforingjar höfðu ekki hugmynd um þá vinstristemningu, sem var ráðandi í landinu, þegar þeir gengu útí kosningarnar.Nú sjá þeir alt í einu sér til hinnar mestu undrunar, að hvergi er traustið á vinstriflokkunum jafn mikið og í þeim kjör- dæmum, þar sem kjósendurnir vita að kommúnistar eru stuðningsmenn þeirra. í Skagafjarðarsýslu þarf ekki annað en sýna hinn margúthrópaða kommúnista, Pálma Hannesson, til þess að fólkið þyrpist utan um hann. Ljós dæmi um hug fólksins í samfylkingaráttina eru, auk Skagafjarðarsýslu, kjördæmi eins og Mýra- sýsla, Srandasýsla, Árnessýsla, Rangárvallasýsla, Austur-Skaftafellssýsla. í öllum þessum sýslum var kommúnistum fyrirskipuð opinber samfylking við Framsóknarmenn. FÓLK MEÐ ÁBYRGÐARTILFINNINGU. Sú ábyrgðartilfinning og eindrægni, sem kommúnist- ar sýndu vinstristefnunni í landinu við þessar kosning- ar hefur vakið aðdáun alls landslýðs. Alstaðar voru þeir fyrstir til að draga sig í hlé, þar sem vinstri maður var í hættu, jafnvel þótt um væri að ræða menn, sem höfðu reynt að gera kommúnistum bölvun. Allar persónuleg- ar og flokkslegar væringar lögðu kommúnistar á hylluna til þess að tryggja vinstrimeirihluta í þinginu, alþýðu- pólitík í landinu. Yfir tvö hundruð atkvæði voru fyrirfram tryggð á- kveðnum kommúnistaframbjóðanda á Isafirði, en til að 163

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.