Réttur


Réttur - 01.07.1937, Side 4

Réttur - 01.07.1937, Side 4
tryggja vinstrimeirihluta á Alþingi, færðu kommún- istar á ísafirði samfylkingunni þá persónulegu fórn, að greiða atkvæði sitt Finni Jónssyni, sem sett hafði saman níðgreinar um Kommúnistaflokkinn ekki alls fyrir löngu. í Ámessýslu réði Kommúnistaflokkurinn yfir 150 atkvæðum, sem honum var kunnugt um í vor (aukningin stafaði aðallega af Laugarvatnsfargan- inu í vetur), og það er auðvellt að geta sér nærri, hve tilfinnanlega fórn kommúnistar austanfjalls færðu samfylkingarhugsjóninni með því að kjósa Bjarna á Laugarvatni. Svo vel fylgdu kommúnistar í landinu beiðni flokksforustunnar, svo vel skildu þeir samfylk- ingarhugsjónina, að jafnvel á stöðum eins og ísafirði og í Árnessýslu, mátti heita undantekning ef nokkur kommúnisti skarst úr leik. Harðvítugustu andstöðumenn samfylltingarhug- sjónarinnar, eins og t. d. Héðinn Valdimarsson og Jón Árnason vildu hafa menn í kjöri, hvor fyrir sinn flokk, í hverju einasta kjördæmi. Ef hin pólitíska ,,lína“ þeirra hefði fengið að ráða meðal vinstriflokkanna, hefðu allt að 11 þingsæti farið forgörðum, einn Fram- sóknarmaður hefði fallið í Mýrasýslu, tveir í Norður- Múlasýslu, tveir í Skagafirði, tveir í Árnessýslu, tveir í Rangárvallasýslu, Vilmundur hefði fallið í Norður- Isafjarðarsýslu, Haraldur á Seyðisfirði. Tilgangur þessarar ,,pólitísku línu“ var m. ö o. sá, að afhenda íhaldinu völdin í landinu, að því er manni skilst, honoris causa. Það er fyrst og fremst ábyrgðartilfinning kommún- ista sem hefur brotið niður alla valdamöguleika í- haldsins í þessum kosningum. Kommúnistar hafa lyft 7—8 vinstriþingmönnum í söðulinn. Meðan bæði Al- þýðuflokkurinn og Framsókn hafa með nokkrum sprengiframboðum fyrirgert a. m. k. þremur vinstri þingsætum vegna flokksblindingsháttar, þá bjarga kommúnistar þessum sömu mönnum, hópum saman á þing, og vekja um leið á sér traust og virðingu alls 164

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.