Réttur


Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 6

Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 6
þær firrur sem vitanlegt er að ekkert mannsbarn í landinu muni trúa. t ORSÖKIN TIL ÓSIGURSINS. Það er barátta Héðins Valdimarssonar á móti sam- fylkingu verklýðsflokkanna sem er orsökin til ósigurs Alþýðuflokksins í Reykjavík. I þeirri baráttu hefur fátt reynst Alþýðuflokknum örlagaþrungnara en sú' vitfirrta staðhæfing, sem enginn maður í landinu get- ur trúað, að kommúnistar og íhaldið séu bandamenn. Almenningur svarar ósjálfrátt með því að forðast að tala við menn sem bera sér í munn jafn leiðinleg og andlaus öfugmæli. Aftur og aftur hefur almenningur svarað Héðni Valdimarssyni þessu bulli, og það meira að segja svo skýrum stöfum, að það hefur þurft meira en meðalþykkskinnung til að misskilja svarið. Fyrsta ótvíræða svarið var mikla samfylkingarkröfugangan í fyrri. Nú hefur alþýðan svarað enn, skýrara en nokkru sinni fyr. — Með atkvæðum sínum hefur hún framkvæmt það sem H. V. óttaðist mest, sent komm- únista á þing, og það meira að segja þrjá fremur en einn. Útilokunarákvæðið sem H. V. tókst að koma inn í kosningalögin, gegn kommúnistum, hefur alþýða Reykjavíkur brotið. Og fylgið hrynur í kosningunum utan af þeim alþýðuflokksforingjum sem harðast hafa barist gegn samfylkingunni við Kommúnistaflokkinn. Maður skyldi nú halda, að Héðinn gæti eitthvað lært af þessu. En hvað gerist? Maðurinn hefur ekki skilið neitt. Pétur Sigurðsson trúboði er látinn skrifa leiðarann í Alþýðublaðið daginn eftir kosningaósigur Héðins Valdimarssonar, og leggja út af tónverkum Sigvalda Kaldalóns. En það er ekki með öllu hægt að skella skolleyrunum við staðreyndunum. Kjósendurn- ir hafa talað. Þeir hafa sagt, að það sé gagnslaust að reyna að telja þeim trú um að kommúnistar séu bandamenn nasista og íhalds, þeir hafa vottað Komm- únistaflokknum traust sitt og samfylkingarvilja með 166

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.