Réttur


Réttur - 01.07.1937, Síða 7

Réttur - 01.07.1937, Síða 7
því að senda þrjá kommúnista á þing. Fréttirnar af kosningaúrslitunum standa á fremstu síðu Alþýðu- blaðsins, — ,,fjandmenn alþýðusamtakanna“ hafa sigrað, segir blaðið. Og hverjir eru þessir fjandmenn alþýðusamtakanna? það er ,,hið nazistiska íhald og bandamenn þess kommúnistar“. Með öðrum orðum, það á að halda áfram að hræða fólk út úr Alþýðu- flokknum með geðveiku ofstækisbulli á móti kommún- istum þangað til enginn maður verður lengur uppi- standandi í þessum flokki annar en forstjóri breska olíuhringsins á íslandi, Héðinn Valdimarsson. LÉLEGAR ÚRBÆTUR. Við samfylldngarmenn sögðum með fullri vissu fyr- ir fram að Kommúnistaflokkurinn mundi vinna þessar kosningar fyrst og fremst vegna samfylkingarstefnu sinnar. Við segjum nú fyrir með jafn mikilli vissu, að ef Héðinn Valdimarsson og blað hans heldur enn á- fram baráttunni gegn samfylkingu við Kommúnista- flokkinn eins og hingað til, þá mun Kommúnistaflokk- urinn fá miklu hærri atkvæðatölu en Alþýðuflokkur- inn við næstu bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það hættulegasta sem minkandi flokkur eins og Al- þýðuflokkurinn getur gert, er að fara aftur og aftur út í kosningabaráttu við ungan hraðvaxandi flokk eins og Kommúnistaflokkinn. Ef örfáum forustumönnum í Alþýðuflokknum er látið haldast uppi að reka sömu æsingapólitík gegn kommúnistum áfram, þá hlýtur flokkurinn að kvarn- ast niður á fáeinum misserum. í hinum fullkomna skorti á hæfileik til að skilja hvað er að gerast, skrifar H. V. grein í Alþýðublaðið fám dögum eftir kosningar, þar sem hann lýsir yfir því að eftir ófarirnar í Reykjavík álíti hann nú væn- legast til nýrrar ef lingar f lokksins að sem flestir gangi í Jafnaðarmannafélagið, einmitt það félag þaðan sem Héðinn lætur reka menn, ef þeir halda fram þeirri 167

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.