Réttur


Réttur - 01.07.1937, Side 14

Réttur - 01.07.1937, Side 14
Saga þín í viðskiptaheiminvim er ekki orðin sérlega löng, en hún er ákaflega viðburðarík, og þeir viðburð- ir hafa allir fleytt þér áfram að hinu mikla takmarki þínu að verða ríkur. Margur hefir kvartað undan þér; þótt þú óvæginn og áleitinn. Það hefir verið sagt um þig, að þú hefðir engar mannlegar tilfinningar, tækir aldrei tillit til neins og gætir ekki sett þig í annarra spor. En sam- vizka þín hefir jafnan verið góð, því þú varst þá ekki að aðhafast neitt annað, en grípa og hagnýta þér þau tækifæri, sem öllum stóðu til boða, en menn létu ganga úr greipum sér, af því þá skorti framtak og hagsýni. Þú hélzt þig alltaf innan endimarka lagafyrirmæl- anna, en þú tókst það sem þú náðir í á þann hátt, því þú varst að koma þér áfram í heiminum. Þú hlauzt brátt mikið orð fyrir dugnað og kænsku í fjármálum og stóðst þig vel í hinni frjálsu samkeppni. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir annarra fjárplógs- manna til þess að ráða þig af dögum (fjárhagslega meint) tóku ýmsir þeirra að leita eftir samvinnu við þig, flykktust að þér og vörpuðu sinni fjárhagslegu kreppu á herðar þér, eða afhentu þér auð sinn til um- ráða, af því þeir treystust ekki lengur til að standa í baráttunni við þitt vaxandi vald. Þú tókst að þér forustuna, en heimtaðir rífleg laun fyrir starf þitt og klókindi. Þeir borguðu þegjandi, því þeir vissu, að þeir voru að kaupa sig undan tortýmingu. Þú auðgaðist sífellt, en margir urðu fátækir við það og sumir fóru á hausinn. Þú varst hataður af verka- lýðnum, sem þú kúgaðir og arðrændir, og keppinautar þínir formæltu þér. En þú hafðir góða samvizku, því samkvæmt lífsskoðun þinni getur fjöldinn ekki orðið ríkur eða átt tilkall til gæða lífsins. Það eru bara fáir einstaklingar, sem sakir dugnaðar síns eru kjörnir til þess, eftir úrvali náttúrunnar. Þú fékkst aldrei við stjórnmál, en þú borgaðir fyrir 174

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.