Réttur


Réttur - 01.07.1937, Síða 20

Réttur - 01.07.1937, Síða 20
sjávarútvegsins var sá styrkur einkum veittur með lánsheimildum til þilskipanna og þá sérstaklega úr viðlagasjóði. En til landbúnaðarins eru veitt bein fjár- framlög — til búnaðarfélaganna og til búnaðarskóla — og auk þess veitt lán til tóvinnuskóla, æðarvarps og fleira. Á 9. tug aldarinnar eru búnaðarskólarnir orðnir 4, sinn í hverjum landsfjórðungi, Hólum, Ólafs- dal, Hvanneyri, og Eiðum. Skóiunum var haldið uppi af ömtunum, en landssjóður veitti þeim styrk, 10—15 þús. kr. á ári fram yfir aldamótin. 1908 hækkar þessi styrk fyrst verulega. Styrkur til búnaðarfélaganna er aðeins 6 þús. kr. árið 1888, en fer smáhækkandi og er kominn upp í 25 þús. um aldamót. Allur styrkur • til landbúnaðarins eru einar 20 þús. árið 1886, en hef- ir nálega tvöfaldast um aldamótin. Það þarf dálitla nosturssemi við að finna nákvæmlega, hve mikið hefir verið veitt til landbúnaðarins ár hvert, því að aðgrein- ingin milli atvinnuveganna er allógreinileg og — fleira talið undir styrk til landbúnaðar en við tækjum nú gott og gilt. Undir landbúnað er til dæmis talin styrk- ur til kaupa á kirkjuorgelum, kennsla í verkun fisks, járnþök á kirkjur og vitabyggingar. Meira að segja fé, sem fór beint til búnaðarsambandanna, gat síðar farið til þanniglagðrar starfsemi, sem nú hefir verið minnst á, en það mun þó aldrei hafa verið nema sára- lítill hluti og má því nokkuð binda sig við ofanritaðar tölur. Á þessum árum fer líka síhækkandi framlag til vegabóta um byggðir landsins. 1886 er allt framlag til vega nærri 21 þús. og af því eru 10 þús. til fjallvega. Þá er vegagerð lítið lengra komið en það, að verið er að ryðja verstu fjallgarðana á póstleiðunum og hressa og halda við vörðunum. Aðrar 10 þús. gengu til sýslu- vega en sýslurnar áttu þá að sjá um póstleiðirnar er í byggð lágu. En næsta ár voru samþykkt lög um vegi og samkvæmt þeim lögum var vegum öllum skipt í: Þjóðvegi, fjallvegi, sýsluvegi og hreppsvegi og með 180

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.