Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 24
verja að einhverju leyti til verðlauna fyrir frábæran
dugnað í jarðabótum. Ársvextir voru aðeins 3% og
mátti lána til jarðabótanna allt að % kostnaðar. Upp-
haflega var ákveðið, að lánin mætti aðeins veita gegn
veði í jarðeignum, en 1902 er það upptekið að lána
megi einnig gegn ábyrgð.sveita- bæja- og sýslufélaga
og með því reynt að bæta aðstöðu þeirra, sem ekki
höfðu jarðeignir að veði fram að bjóða. Og 1905 er
síðan ákveðið að úr sjóðnum megi einnig lána til á-
býlakaupa og leiguliðar með því styrktir að festa kaup
á býlum sínum.
. En um leið og hugsað er til aukinnar ræktunar, þá
verður ein fyrsta nauðsyn sú, að friða hina ræktuðu
bletti. Og 1903 er farið mjög myndarlega af stað með
lög um túngirðingar. Á tímabilinu frá 1905—1909 átti
að lána úr landssjóði 100 þús. krónur til að kaupa
galvnísérað girðingarefni. % hluta girðingarefnisins
átti að lána bændum, og væri hlaðið undir, svo að ekki
þyrfti nema 3 girðingastrengi, þá átti að taka það allt.
Lán þetta átti að greiðast á 41 ári með 5% jöfnum
vöxtum og afborgunum. Auk þess var sýslusjóðnum
gert að skyldu að greiða allan kostnað við uppskipun,
geymslu og afhendingu efnisins. — En lög þessi kom-
ust aldrei til íramkvæmda. Því að 1905 voru samþykkt
lög um frestun þessara laga á f járhagstímábilinu 1906
— 1907 og 1907 er sú frestun framlengd að nýju.
Fram yfir aldamótin, og meira að segja fram yfir
1920 er hér á landi ekki til neitt er geti heitið land-
búnaðarlöggjöf. Svo má heita, að styrkveitingar þær
og þau önnur sérstöku ákvæði viðvíkjandi landbúnað-
inum, er þegar hafa verið nefnd, sé sú eina löggjöf,
er landbúnaðinn snertir á þessu tímabili. Þingið lítur
ekki á sig sem leiðandi kraft um úrlausnarefni land-
búnaðarmálanna. Lögin um nýbýli, frá 1897 myndu
hafa þótt fátækleg og bágborin nú á tímum. Þau eru
eingöngu um skilyrði, sem sett eru fyrir veitingu ný-
býlisleyfis, og skyldur, sem nýbýlingum eru á herðar
184