Réttur


Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 25

Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 25
lagðar. Hann á að greiða erfðafestugjald til hlutað- eigandi sveitastjórna, ef nýbýlið er reist á afrétti. Hann greiðir. allan kostnað við útmælingu og mat landsins og var þó heilmikið brask í kringum það allt saman. Enginn styrkur á riokkru sviði, en nýbýlinn var réttrækur af landinu, ef hann hefði ekki eftir 4 ár fullnægt skilyrðunum, húsabyggingar, girðingar, yrk- ing túns og garða o. fl. Aðallöggjöfin er landbúnaðinn varðar, auk þess er þegar hefir verið nefnt, eru lög sem heimila sýslunefndum að gera ákveðnar sam- þykktir um þau mál, sem héraðsbúar vildu sjálfir hrinda í framkvæmd. 1891 er byrjað með lög um sam- þykktir um kynbætur hesta, 1894 um að friða skóga o^ mel, s. á., um verndun safamýrar, 1898 um hindrun sandfoks og um sangræðslu, 1896 um hindranir skemmda af vaxtagangi, 1907 um varnir gegn skemmdum af vatnaágangi um vatnsveitingar og um skurði, sama ár um ábyrgarsjóði fyrir nautgripi, 1904 um kynbætur nautgripa. Öll þessi lög eru aðeins leyfi til handa sýslunefndum um að gera samþykktir um þessi mál og reglur um form þess, hvernig þær sam- þykktir skulu gerðar. Engar leiðbeiningar, engin for- usta um fyrirkomulag og framkvæmdir, engir styrkir. Afstaða landsstjórnarinnar og alþingis til bændamál- anna allt fram á 2. tug 20. aldarinnar með því þessi: Það var viðurkennt, að landbúnaður þyrfti styrkt- ar við og nauðsyn að örfa bændur til endurbóta á jörðum sínum með styrkveitingum, sem voru þó frem- ur til birtingar sem verðlaun og viðurkenning fyrir unnið verk en sem verulegur styrkur til stórra að- gerða. En um yfirlit um bændamálin í heild var ekki að ræða, ekki meðvitund um neina forustu eða leið- andi hlutverk. Gunnar Benediktsson.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.