Réttur


Réttur - 01.01.1969, Page 11

Réttur - 01.01.1969, Page 11
kefli, gleðiefni. Morgunblaðið kallaði her- námsliðið meira segja „fjöregg þjóðarinnar" í forustugrein fyrir nokkrum vikum. I verzlun hernámsliðsins á Keflavíkurflugvelli vinna á annað hundrað Islendingar og þeir hafa fall- izt á þau fyrirmæli yfirboðara síns að tala ekki íslenzku á vinnustað. Þegar svo er komið undirgefni Islendinga við erlent vald ættu ráðamenn sánnarlega að fara að hugsa sig um. Og nú eru uppi hugmyndir um það að gera hernámið að sem mestri tekjulind, gera okkur sem báðasta því efnahagslega. I því sambandi mættu menn vel minnast atburða, sem gerðust á eynni Möltu fyrir nokkrum árum. Þar býr þjóð, sem er dálítið fjölmenn- ari en við og hún hefur um skeið lotið brezkri forsjá. Þar hafa verið brezkar herstöðvar og flotastöðvar og ýmiskonar atvinnurekstur, sem hefur verið tengdur þeim athöfnum. Bretar telja þessar stöðvar sínar úreltar og óþarfar að verulegu leyti; þeir hafa verið að draga saman seglin. En þá brá svo við, að eyjarskeggjar hófu örvæntingarfulla baráttu gegn því að losna við erlent hernámslið, af þeirri einföldu ástæðu, að það var atvinna þeirra og lífsviðurværi. Þá skorti innlenda at- vinnuvegi, sem risið gætu undir nútíma þjóð- félagi; samskiptin við hið erlenda stórveldi voru orðin að náðarbrauði. Þannig hljóta sam- skipti þjóða við erlenda aðila ævinlega að vera; þau standa ekki lengur en útlendingarn- ir telja sig hafa hag af þeim. Því er ekkert frá- leitara, en að ætla að gera þjónustustörf við útlendinga að einum af hornsteinum hins ís- lenzka þjóðfélags. íslenzkir valdamenn mættu hugleiða, hvernig á því stendur að slíkar kenningar skuli koma upp og fá býsna miklar undir- tektir í þjóðfélaginu. Fyrir tveimur áratugum hefði það verið óhugsandi, að nokkur maður hefði dirfzt að boða slíka kenningu opinber- lega, en nú er það ekki aðeins talið hugsan- legt, heldur hleypur upp stór hópur manna og tekur undir þessi viðhorf. Stefna sem leið- ir slíka hugarfarsbreytingu yfir verulegan hóp manna er háskaleg framtíðarsjálfstæði Islend- inga. I þessum bollaleggingum mínum hef ég ekki rætt nema að sáralitlu leyti um á- tökin í alþjóðlegum stjórnmálum, vegna þess að ég tel að skoðanir manna á stórveldaátök- um og öðrum ágreiningsefnum í alþjóðamál- um megi aldrei skyggja á þá skyldu okkar, að móta íslenzka utanríkisstefnu í samræmi við hagsmuni okkar sjálfra. Þó menn hafi fyllstu samúð með einhverju stórveldi eða einhverju hernaðarbandalagi eða einhverju kenninga- kerfi, mega þeir aldrei fórna þjóðlegum hags- munum Islendinga fyrir slík viðhorf. Mæli- kvarðinn á gagnsemi íslenzkrar utanríkis- stefnu á að vera sá einn, hvort hún tryggir okkur sem mest frelsi og sjálfstæði. Aðild að Atlanzhafsbandalaginu skerðir sjálfsákvörð- unarrétt okkar og óháð mat; því hlýtur það að vera verkefni þjóðlegrar utanríkisstefnu að losa okkur úr því bandalagi. Hernámið fær á engan hátt samrýmzt framtíðarhags- munum íslenzku þjóðarinnar; því á það að vera verkefni allra ábyrgra afla að aflétta her- setunni. Ef menn hugsa frá íslenzkum sjónar- hóli getur þá naumast greint á um þessi mark- mið; hitt getur hins vegar orðið ágreinings- efni, hvenær raunsætt sé og kleift að stíga þessi skref. Einmitt þess vegna skiptir það meginmáli, að við höfum sjálfir frumkvæði að rannsókn á aðstæðum hverju sinni og leggjum sjálfstætt mat á niðurstöðurnar. (Að meginefni kaflar úr rœðu sem flutt var á þingi við almennar um- rœður um utanríkismál 24■ febrúar 1969). 11

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.