Réttur


Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 34

Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 34
SIGURÐUR RAGNARSSON: HVAÐ ER AÐ GERAST I NORSKA SF-FLOKKNUM i.ri Sigurður Ragnarsson fjallar i þessari grein um Sósíaliska alþýðuflokkinn í 1 Noregi og nýafstaðið þing flokksins. 1 Sigurður hefur stundað nám við há- skólann i Osló s.l. fimm ár og viHnur nú að lokaprófsritgerð í sagnfræði. Sosialistisk Folkeparti í Noregi hélt flokksping sitt í Osló dagana 8. og 9. febrúar sl. Þessa þings hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, því að einsýnt var, að þar mundu verða teknar ákvarð- anir, sem hlytu að hafa örlagarikar afleiðingar fyrir framtíð flokksins og allrar hinnar sósíalistisku hreyfingar í Noregi. Miklar deilur höfðu verið uppi innan flokksins sl. ár, bæði um stefnuna, en þó einkum og sér i lagi um samband flokksins og æskulýðssambands hans SUF (Sosialistisk Ung- domsforbund), eftir að SUF hafði á þingi sinu haustið 1968 samþykkt nýja stefnuskrá, sem i veiga- miklum atriðum fór algerlega í bága við grundvall- arstefnu þá, sem SF hefur fylgt frá upphafi. Einnig mæltust samþykktir SUFþingsins um skipulags- og starfshætti samtakanna illa fyrir, en þar var gert ráð fyrir mjög sterku miðstjórnarvaldi og lögleiddar strangar reglur um flokksaga og skiiyrðislausan brottrekstur úr samtökunum væri út af brugðið. Hin nýkjörna forysta í SUF fór ekki í launkofa með það, að markmið hennar væri að ná undirtök- um í sjálfum flokknum og samþykkja siðan, með fulltingi skoðanabræðra sinna þar, nýja stefnuskrá í sama anda og SUF hafði sett sér. Flokksþing það, sem háð var í febr. sl., var hvatt saman til að útkljá þessi mál. Má segja að þetta hafi tekizt, en samþykktir þingsins hafa haft klofn- ing innan flokksins í för með sér, og eins hefur SUF sagt skilið við SF. Til þess að gera sér skýra grein fyrir þessum atburðum, aðdraganda þeirra og orsökum, er nauð- synlegt að skyggnast nokkur ár aftur I tímann. SF-FLOKKURINN SF-flokkurinn norski var stofnaður vorið 1961. Aðdragandinn að flokksstofnuninni hafði verið nokkuð langur, en það var fyrst á árunum 1960— 61 að skriður komst á umræðurnar um nýja flokks- stofnun. Það var á þessum tíma, að miklar umræður urðu um aðild Norðmanna að EBE og eins um staðsetn- ingu kjarnorkuvopna á norskri grund. Fyrirætlanir ríkisstjórnar Verkamannaflokksins i þessum efnum vöktu mikla andúð og risu upp fjöldahreyfingar meðal þjóðarinnar, sem beittu sér gegn áformum stjórnarinnar. Um sama leyti gerðist það, að ýmsir af forustumönnum andstöðuhópsins innan Verka- 34 j

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.