Réttur - 01.01.1969, Page 20
ánfaldast, en helmingurinn af allri hækkun hans er
eftir október 1967, fram að þeim tíma hafði dollar-
inn tæplega sexfaldazt.
3. Það var lengst af full atvinna, a.m.k. á Reykja-
víkursvæðinu þar sem harðasta stéttabaráttan fór
fram. Ef full atvinna er, er ekki hægt að framkvæma
einræði atvinnurekenda á vinnumarkaðnum. Þess-
vegna var það frá sjónarmiði verkalýðsins jafnt í
stéttabaráttunni sem lífsbaráttunni almennt, nauð-
synlegt að tryggja fulla atvinnu. Þessvegna beittu
sósíalistar áhrifum sínum í ríklsstjórn í því skyni:
Áhrif nýsköpunarinnar tryggðu fulla atvinnu til 1950,
— og sakir þess að Lúðvík Jósepsson varafor-
maður Sósíalistaflokksins var bæði sjávarútvegs-
og viðskiptamálaráðherra í vinstri stjórninni 1956—
58 tókst þá að afmá atvinnuleysið um land allt.
Hagsmunir þjóðarheildarinnar og verkalýðsins fóru
saman um það að tryggja fulla vinnu. En núverandi
valdhafar skeyta engu um það þótt þjóðarheildin
bíði stórtjón vegna atvinnuleysisstefnu þeirra.
Þegar þetta þrennt fór saman: sterk pólitísk
flokksforysta, voldug fagleg samfylking og full at-
vinna hafði verkalýðurinn þvi allgóða aðstöðu til að
halda minnsta kosti í horfinu hvað lífskjörin snerti,
— varðveita það, sem vannst með lífskjarabylting-
unni 1942 og bæta það á vissum sviðum, — sér-
staklega ef hann hafði sterka aðstöðu i ríkisstjórn.
Þetta vissu valdhafarnir og því var annar þáttur
i herstjórnaráætlun þeirra sá að rýra þessa stöðu
verkalýðsins og skemma.
III.
HERBRAGÐ HERRANNA NÝJU —
HIÐ SÍÐARA
Aðferðirnar í því eru þessar:
1. Að skipuleggja atvinnuleysi. Um það var þeg-
ar rætt sem þátt í aðförinni að verkalýðnum. En
á nokkur önnur atriði skal minnt: Verkalýður Is-
lands þarf að muna það að full og örugg atvinna
eru frumstæð mannréttindi, sem hann á kröfu á og
— og það á engri stjórn að una, sem leiðir at-
vinnuleysi yfir þjóðina. — Annars á verkalýðurinn
20
og að minnast, þegar atvinnuleysistryggingarnar
draga nú úr sárasta skortinum: Það er eigið fé
verkamannanna, eign verkalýðsins sjálfs, sem verið
er að borga út til þeirra — kaupgjald, sem þeir
hafa geymt sér. Þeir gátu nú eins fengið þetta fé
að láni til ibúðaþygginga, ef þjóðfélagið hefði rækt
frumskyldu sína: að sjá um atvinnuöryggi. — Og að
síðustu: Það er hætta á að reynt verði að umsnúa
því fé atvinnumálanefnda, sem verkalýðssamtökin
hafa knúið fram handa þeim, upp í að verða eins-
konar keppikefli, sem verklýðsfélögin eigi hreppa-
pólitískt að slást um, þegar sjálfsagða krafan er:
full atvinna allsstaðar, — sem er auðvelt að fram-
kvæma.
2. Að lama forystu Alþýðusambands Islands i
stéttabaráttunni. Það var Ijóst i upphafi þings A.S.I.
í nóvember 1968 að samband sérstaks eðlis var
komið á milli forystu Sjálfstæðisflokksins annars-
vegar og Hannibals og Co. hinsvegar. Samkvæmt
því fengu íhaldsfulltrúarnir á þinginu fyrirmæli um
að kjósa Hannibal og Co. Framsóknarfulltrúarnir
voru blekktir til hins sama. Það var hinsvegar mikið
giftuleysi verklýðshreyfingarinnar, að ekki skyldi
nást traust samstarf milli verklýðsfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins og fleiri aðila,
sem samanlagt höfðu um tvo þriðju þingfulltrúa og,
takist ekki úr því að bæta síðar, getur það orðið
íslenzkri verklýðshreyfingu örlagarikt. Árangur her-
bragðs herranna nýju var að sundra hinni fyrri for-
ustu ASÍ.
Þegar sú róttæka samfylking, sem verið hafði í
forystunni frá 1954, var rofin og eigi tókst að skapa
aðra samstæða og trausta, opnuðust valdhöfunum
möguleikar til þess að reyna að villa sýn og sundra
með hverskonar vélabrögðum og baktjaldamakki.
Það eina sem gæti afstýrt ógæfu væri að i forust-
unni skapaðist þegar út í alvöru eldhríðanna kemur,
traustur og sjálfstæður meirihluti, sem megnaði að
veita leiðsögn í þeim hörðu átökum, sem biða verk-
lýðshreyfingarinnar.
Það er hinsvegar alltaf sorglegt að sjá, þegar
menn sem eitt sinn hafa unnið verklýðshreyfingunni
vel, ánetjast valdhöfunum og gerast slíkir umskipt-
ingar að þeir telji ránsskap og stórþjófnað þann,*
* Stórþjófnaður: Með tveim gengislækkunum er stolið
smátt og smátt helmingnum af raungildi: 1300 miljóna
króna í atvinnuleysistryggingasjóði verkamanna, 8
miljarða króna í sparifé, 1100 miljóna króna í Bygg-
ingarsjóði ríkisins o. s. frv. — Itánskapur: 20% af kaup-
mætti verkakaups er rænt með gengislækkun, enn
stærri hluta af tekjum verkamanna er svo rænt með
skipulögðu atvinnuleysi.