Réttur


Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 19
,Stasjón“ svissneska aluminiumhringsins II. HVER HEFUR VERIÐ STYRKLEIKAAÐSTAÐA VERKLÝÐSHREYFINGARINNAR? Sú sterka staða sem verkalýður Islands hefur haft lengst af frá 1942, — um langt skeið var eins- konar valdajafnvægi milli verkalýðs og atvinnurek- endastéttar, — byggðist fyrst og fremst á þrennu: 1. Verkalýðurinn átti sér sterkan forystuflokk þar sem Sósialistaflokkurinn var. Hann var í senn fastur fyrir í stéttabaráttunni og sveigjanlegur í samstöðu með samherjum. Og hann kunni á lögmál efnahagslífsins, — kunni að hagnýta heppilegar aðstæður, svo sem fulla atvinnu 1942, sem og að skapa sterkar aðstæður, er hann tók þátt í ríkis- stjórn. 2. Róttækari armur verklýðshreyfingarinnar undir sósíalistiskri forystu réði Alþýðusambandi Islands 1942—48 og 1954—68. Var þá valdi þess beitt til aðstoðar verklýðsfélögunum i baráttu þeirra. Rikis- valdinu var allan tímann beitt til þess að eyðileggja áhrif kauphækkana þeirra, er verkalýðurinn knúði fram: Stöðugt með skipulagsbundinni verðbólgu og sex sinnum með gengislækkunum. Síðan 1947 hef- ur Dagsbrúnarkaupið sexfaldast, en dollarinn þrett- 19

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.