Réttur


Réttur - 01.01.1969, Page 38

Réttur - 01.01.1969, Page 38
SUF halda stöðu sinni sem einu æskulýðssamtök flokksins. Enn fremur vildu þeir skjóta á frest öll- um ákvörðunum um pólitísk ágreiningsefni innan flokksins, en lögðu áherzlu á samstöðu, umræður og skoðanaskipti. Þessi hópur var allsundurleitur. Hér voru í flokki ýmsir þeirra, sem lengi höfðu bar- izt fyrir sáttaleiðinni, svo sem prófessor Gutorm Gjessing, einn af stofnendum flokksins, Ottar Brox, meðlimur i ritstjórn Orientering og aðalhugsuðurinn á bak við dreifbýlisstefnuskrá flokksins. Þennan flokk fylltu nú einnig forysta SUF og vinstri armur SF, eins og þeir nefndu sig sjálfir. Þar voru fremstir í flokki Kjell Bygstad fyrrv. ritari flokksins og Ole Kopreitar, þáverarfdi ritari, ásamt Svein Johansen form. Fræðslustofnunar flokksins. Þessir þrír siðastnefndu hafa innan flokksins dregið taum SUF, ekki bara skipulagslega, heldur lýst því opin- skátt yfir, að þeir væru sammála hugmyndafræði- legum grundvelll SUF og myndu vinna að því af öllum mætti að SF gerði hann að sínum. Það eitt gæti gert SF að „raunverulega byltingarsinnuðum flokki". Þessum vinstra armi virðist hafa verið Ijóst, að mikill meirihluti þingfulltrúa myndi vísa pólitísk- um hugmyndum þeirra á bug á þessu stigi málsins, en með þvi að hafa skipulagsmálin og æskulýðs- vandamálið á oddinum myndi þeim takast að safna stærrl hóp um sig á þinginu og þá væntanlega lama flokkinn sem mest yrðu þeir í minnihluta og hyrfu úr honum. Stuðningsmenn hinnar svokölluðu „Gjessing-stefnu"1) voru því sundurleitur hópur og margir innan hans I raun og veru sammála hinum arminum í meginatriðum um pólitísk markmið og leiðir. Þetta á við um bæði Brox og Gjessing. Sá armurinn, sem fylgdi meirihluta miðstjórnar að málum lagði líka megináherzlu á þetta atriði i málflutningi sinum og varaði menn við þvi að láta skipulagsatriði rugla sig svo I ríminu, að þeir gerðu nokkurn þann óvinafögnuð að segja skilið við pólitiska skoðanabræður sína vegna þess eins. Afstaða SUF var alveg skýr. Forusta samtakanna hafði lýst þvi yfir, að þeir teldu samþykkt tillagna meirihlutans jafngilda brottrekstri og í dreifibréfi frá stjórn SUF stóð eftirfarandi: „Ef við verðum rekin úr flokknum (þ.e. missum einkarétt okkar á æskulýðsstarfi) verðum við að sjá til þess að þetta verði með þeim hætti að 1) flokkurinn verði fyrir sem mestu áfalll inn á við og 2) að við eígum sem mestum skilningi að mæta út á við. Þetta getur 1) Sem miðaði að óbreyttu samstaríi SF—SUF os á- framhaldandi umræðum (eða deilum). aðeins gerzt með þvl að við fáum sem flesta til að yfirgefa flokkinn um leið og við". Hér var ekkert hik eða fum á ferðinni. Hér vissu menn nákvæm- lega hvað þeir vildu og hvernig átti að framkvæma það. Þingið, sem haldið var I Osló dagana 8.—10. febr., var á köflum allstormasamt. Það olli miklum erfiðleikum að fá afgreidd kjörbréf þingfulltrúa, saklr þess að ýmis félög voru þegar klofin og höfðu kosið fulltrúa í tvennu lagi. Ennfremur urðu deilur um það hvort sumir af flokksstjórnarfulltrú- um væru rétt kjörnir á þingið. Alls voru kjörbréf 25 fulltrúa umdeild. Eftir miklar deilur var sætzt á til- lögu um, að allir kjörnir fulltrúar skyldu hafa full réttindl. Var sú tillaga samþykkt með 121:21 at- kvæði, en 22 sátu hjá. Hér voru í minnihluta full- trúar SUF og „vinstri armsins". Umræðurnar um stjórnmálaviðhorfið og flokks- starfið urðu tangar og var almenn þátttaka I þeim af hálfu þinqfulltrúa. Munu 140 af 200 fulltrúum hafa haft orðið. Meirihluti þeirra lýsti yfir stuðn'nqi við tillögur meirihluta miðstjórnarinnar, en SUF oq vinstri armurinn héldu fast við úrslitakosti stjórnar SUF. Milli þessara tveggia andstæðu hópa stóð briðji hópurinn, sem m.a. Ottar Brox var talsmaður fyrir. Þeir sem honum fylgdu héldu bví fram, að sambykkt meirihlutatlllögunnar myndi bvða skref til hæqri hiá flokknum, vegna bess að vms!r af rót- tækustu flokksfélöqunum myndu hverfa úr flokkn- um eða draoa sig í hlé frá virku starfi. Á beirri for- sendu vöruðu þeir vlð þvi, að levft vrði að stofm sérstaka æskulýðshópa innan flokksdeildanna. NY FORYSTA Við atkvæðaqreiðsluna urðu úrsl't þau, að 131 qreiddi atkvæði með tillögu mek'hluta miðstiórnar, 67 voru á móti og 8 sátu hjá. Þeqar úrslitin voru kunn, lýstu 37 þingfulltrúar því yfir að be!r hvrfu af fundi og senðu s'q jafnframt úr flokknum. Þar að auki gengu 26 aðrir af fundi um stundarsak'r til þess að mótmæla þessari afnreiðslu mála, en þessi hópur tók þátt I störfum bingsins siðar. Við kjör I trúnaðarstöður urðu miklar þrevtinqar. öll fráfarandi miðstjórn hafði beðizt undan endur- 38

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.