Réttur - 01.01.1969, Page 18
af atvinnurekendum samtimis því sem þeir ræna
verkamenn kaupgjaldi og eignum. Og þeir atvinnu-
rekendur virðast ætla að láta leiða sig möglunar-
laust til slátrunar sem sauðkindur með helgrimu
Morgunblaðsins fyrir augum, — en verkalýðurinn
býr sig til að verjast.
I.
HERSTJÓRNARÁÆTLUN
HERRANNA NÝJU — FYRRI ÞÁTTUR
Takmark hinna nýju herra er að gera ísland að
öruggu fjárfestingarsvæði fyrir erlent fjármagn, —
að einskonar „stasjon" eða iðnaðar-,,verstöð" er-
lends auðvalds. Til þess að Island öðlist slíkt að-
dráttarafl gagnvart erlendu auðmagni, þarf að
tryggja hér lægra kaupgjald en i öðrum löndum
og ódýrara rafmagn eða hráefni, — með öðrum
orðum: gera íslenzku þjóðina girnilega til að græða
á í augum útlendra fjármáladrottna og Island auð-
velt til féflettingar.
Herstjórnarlist hinna nýju herra til þess að ná
þessu göfuga takmarki, er sem hér segir, — þeir
gera sem sé sínar áætlanir, þótt þeir séu andvígir
áætlunarbúskap i þágu Islendinga:
i fyrsta lagi skal koma á atvinnuleysi. Það skal
gert með því að 1) vanrækja eflingu þorskveiði-
flotans,* svo afturför verði á því sviði, 2) draga
stórum úr innlendum iðnaði með frjálsum innflutn-
ingi á framleiðsluvörum erlendra auðhringa, 3)
hefta íbúðarbyggingar með tilbúnum fjármagns-
skorti,** og gera Island yfirleitt háð öllum efna-
hagssveiflum auðvaidsskipulagsins þarmeð og
kreppum þess, með því að gera afskiptaleysi ríkis-
valdsins („frelsið") af efnahagsmálum að höfuð-
stefnu.
Höfuðtilgangurinn með því að koma á atvinnu-
leysi er að gera aðstöðu verklýðssamtakanna t'l
kaupgjaldsbaráttu lakari, brjóta kjark verkamanna
með því að láta vofa yfir þeim stöðumissi og eigna-
missi, ef þeir berjist og hræða þannig verkalýðinn
frá lífsnauðsynlegri kauphækkunarbaráttu.
í öðru lagi er gengið fellt. Það er það form
beinnar kauplækkunar, sem er útlenda auðvaldinu
hagkvæmast og kemur þorra Islendinga verst. Og
valdhafarnir láta sverð frekari gengislækkana hanga
yfir höfðum launafólks, ef það dirfist að svara
kauplækkuninni, — og valdhafarnir sýndu það 1961
að þeir voru ófeimnir við að lækka gengið að sama
skapi og kaupið hækkaði.
I þriðja lagi er löggjöf beitt sem kaupkúgunar-
valdi. Það gamla vopn afturhaldsins var dregið úr
slíðrum bæði með afnámi laganna um vísitölu á
kaup og nú aftur um hlutaskiptin og síðan sjó-
mannasamningana.
Valdhafarnir erlendu og innlendu sýna verkalýð
og öllu landsfólki með þessum kúgunarráðstöfun-
um hvernig þeir nota rikisvaldið vægðarlaust og
tillitslaust til þess að skapa sjálfum sér sterkari
stöðu i stéttabaráttunni og aukinn gróða á kostnað
hins vinnandi fjölda. Það er sem kennslustund í
marxisma að sjá þessar aðfarir þeirra og hagnýt-
ingu ríkisvaldsins sem stéttarvalds, — þótt þeir að
vísu ætlist ekki til þess að verkalýðurinn læri af
þeirri sýnikennslu.
Þetta var fyrri þátturinn i hernaðaraðgerðum
valdhafanna, — efnahagslegs og lagalegs eðlis:
ríkisvaldið er orðið höfuðvopnið i kauplækkunar-
árásinni á launafólk.
Hin vægðarlausa lífskjaraskerðing sýnir og sann-
ar öllum verkalýð ennfremur hve fallvölt öll lífs-
kjör hans eru, meðan auðvaldsskipulagið stendur,
meðan verkalýðurinn hefur ekki sjálfur náð úr-
slitatökum á ríkisvaldinu.
Áður en við athugum næstu skrefin, skulum við
grandskoða í hverju sterk staða verkalýðsins hefur
fólgizt.
* Nýsköpunartogararnir áttu að endast í 20 ár, — þeir
komu 1947—49. Fyrir 1969 átti því ríkisstjórn að vera
búin að tryggja a.m.k. 30—40 nýja nýtízku togara. Það
var nóg fé til hjá þjóðinni, — 12 miljarðar króna eða
300 miljónir dollara auka-þjóðartekjur eða sexfalt ný-
byggingarfé 1945. Nú hefur togaraflotinn hinsvegar
minnkað um helming og smærri tegundum báta, sem
fyrst og fremst eru til þorskveiða, fækkað.
** Bygging íbúðarhúsa er skynsamlegasta ráðstöfun til
aukinnar atvinnu, þegar útlit er fyrir atvinnuleysi. 80%
kostnaðar við íbúð er innlend vinna, innlent efni o. s.
frv. Lánsfé er nægilegt í Seðlabankanum, en hinsvegar
getur þurft að loka landinu verzlunarlega, til þess að
geta tryggt fulla atvinnu, þegar gjaldeyrir er af skorn-
um skammti og ófært að öll kaupgeta verði sjálfkrafa
ávísun á hann.
18