Réttur


Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 41

Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 41
HELGI GUÐMUNDSSON: ÆSKAN OG ATVINNULEYSIÐ Þegar íslendingur hefur ndð sjö ára aldri eru fyrstu umtalsverðu skyldurnar á hann lagðar af þjóðfélaginu, þá um leið á hver þegn heimtingu á því að ríkisváldið uppfylli sinn hluta þessarar skyldu, þ. e. að sjá skólum landsins fyrir nægum starfskröftum og hús- næði. Ríkt er eftir því gengið að börn og ung- lingar gangist undir skólaskylduna a.m.k. á flestum þéttbýlisstöðum, jafnvel þó að vitað sé að þjóðfélagið rís ekki undir sínum hluta. Sízt af öllu ber að amast við skólaskyldunni enda er sú þekking sem af henni leiðir for- senda þess sem menn síðar kunna að aðhaf- ast á sviði menntunar, og auk þess undistaða að því að menn geti notið nokkurrar ham- ingju af því einu að vera læsir og skrifandi. Skyldunáminu lýkur um það bil sem ung- lingarnir verða sjálfráðir flestra gerða sinna, og er þá að jafnaði talið að fengizt hafi sú undirstöðuþekking sem nægir mönnum til að ákveða sér ævistarf og verða að öðru leyti „góðir og nýtir borgarar". Á þessu tímabili gerast venjulega atburðir sem verða með ein- um eða öðrum hætti örlagavaldar í lífi hvers einstaklings og er því augljóst að á hverju ári eru hundruð ungmenna á þeim tímamótum að þurfa að svara spurningunni: „Hvað á ég að gera að mínu ævistarfi. Á ég að fara á eyrina eða sjóinn eða annað þess háttar. Eða á ég að fara í iðnnám og síðast en ekki sízt, á ég að leggja fyrir mig langskólanám?" Það er að vonum að mörgum veitist erfitt að svara þessum spurningum og alveg sér- staklega þegar þess er gætt hvernig þjóðfé- lagið hefur staðið að undirbúningi ákvörð- unarinnar. Um það getur varla verið blöðum að fletta að í höfuðdráttum skiptist unglinga- hópurinn í þær þrjár greinar sem nefndar voru hér að framan. Freistandi væri að reyna að skilgreina hvern hópinn fyrir sig. Ræða skiptinguna í stéttir innan þeirra og finna á- stæður fyrir henni. Slíks er þó ekki kostur að sinni. Aðeins skal þó drepið á þróunina sem orðið hefur á undanförnum árum í stórum dráttum þó. Það er ljósara en frá þurfi að greina að fjöldi þeirra sem farið hefur á almennan vinnumarkað ófaglærðs fólks að afloknu skyldunámi fer stöðugt minnkandi og er á- 41

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.