Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 2
ASÍ og BSRB tilkynntu ríkisstjórn að vinnandi fók myndi hvorki tala við
hana né atvinnurekendur, nema samningsrétti væri tafarlaust skilað til baka.
Og ríkisstjórnin var fljót að renna á rassinn og afhenda fólkinu þann samn-
ingsrétt, er burgeisar hugðust stela. Hún skildi málið, þegar valdið, vald
verkalýðsins, var sýnt.
Ríkisstjórnin hélt sig sleppa ódýrt í samningunum, er hún lét skína í að hún
ætlaði sér að koma á atvinnuleysi — og jafnvel löngum verkföllum, ef til átaka
kæmi.
En sterk verkalýðsfélög svo sem Dagsbrún, hinn forni brautryðjandi, verka-
lýðsfélögin á Húsavík og í Vestmannaeyjum sýndu atvinnurekendum og
ríkisstjórn að þeim væri best að hækka tafarlaust kaup og kjör, ef ekki ætti
verra af að hljótast. ísinn var brotinn. Og um allt land tók hið vinnandi fólk
að rísa upp í félögum sínum — og jafnvel mynda áhugasamtök gegn þræla-
lögunum utan þeirra. Útivinnandi konur, kennarar o.fl. o.fl. risu upp. Meiri og
öflugri þátttaka almennings í stéttarbaráttunni varð en þekkst hefur í mörg ár.
Það er uppreisn gegn þrælalögum og kaupráninu mikla í aösigi. Krafan
um uppsögn samninga 1. september varð almenn. — Og ekki minnkaði reiði
fólksins, er ríkisstjórnin hugðist stela af launafólki með tekjuskattshækkunum
kauphækkunum þess á sama tíma og hún lækkar skatt á bröskurum. ASÍ og
BSRB létu strax til sín heyra hvað slíkar aðfarir myndu leiða af sér.
Samtímis öllum ránsskapnum sýnir svo ríkisstjórnin sig ófæra um að hag-
nýta auðlindir landsins, lætur vitleysuna og ringulreiðina í fjárfestingu og við-
skiptum viðgangast og aukast — og heldur að alþýða landsins muni fást til
þess að greiða allan kostnaðinn af bandvitlausri og svívirðilegri óstjórn þess-
ara vesælu kerfiskarla.
1942 urðu sterkari og meiri menn en þeir, sem nú stýra íhaldi og
Framsókn, að gefast upp við þræla- og kaupránslög.
Nú 1984 er auðséð að alþýða fslands er að rísa upp gegn enn verra atferli
þessara kaupránsflokka. — Og alþýðan þarf að sýna þeim í tvo heimana jafnt
í kaupgjaldsbaráttu sem í þeirri kosningabaráttu, er væntanleg er að ári og
koma þessum kaupránsflokkum í minnihluta á Alþingi. — íslensk alþýða er
ekki vön að kyssa á vöndinn — og krjúpa fyrir ræningjum, sem féfletta
hana, — heldur brjóta þá á bak aftur. Því hún er meirihlutinn í landinu,
jer hún öll stendur saman, konur sem karlar.