Réttur


Réttur - 01.01.1984, Side 25

Réttur - 01.01.1984, Side 25
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: Byltingin á Kúbu tuttugu og fimm ára í ár minnast Kúbumenn þess að aldarfjórðungur er liðinn síðan skeggjaðir skæruliðar undir forystu Fidels Castro flæmdu úr landi hataðan harðstjóra, Ful- gencio Batista, og hófu þá róttækustu þjóðfélagsbyltingu sem gerð hefur verið í nokkru landi eftir seinni heimsstyrjöldina. Tuttugu og fimm ár eru ekki langur tími í lífi þjóðar, en á Kúbu hafa þau nægt til að gjörbreyta þjóðfélaginu og er það nú með öllu óþekkjanlegt frá því sem áður var. Byltingin hefur fest sig í sessi, þrátt fyrir stöðugar hótanir og áreitni nágrannans volduga í norðri, Bandaríkjanna. Efnahagsþvinganir Bandaríkja- stjórnar, beinar hernaðarárásir og hryðjuverk CIA og hinna svonefndu „útlaga“ á Flórida hafa ekki megnað að brjóta byltinguna á bak aftur, þótt allt þetta hafi að sjálfsögðu gert Kúbumönnum róðurinn þyngri og neytt þá til að eyða meiri fjármunum og kröftum í varnir landsins en þeir hefðu kosið. Um árabil máttu Kúbumenn sætta sig við nær algjöra einangrun, aðeins eitt ríki Rómönsku Am- eríku, Mexico, þorði að hafa stjórnmálasamband við þá í trássi við fyrirskipanir frá Washington. Nú hefur þessi einangrun verið rofin að hluta, æ fleiri ríki álf- unnar taka upp samband og viðskipti við Kúbu, en viðskiptabann Bandaríkja- stjórnar er enn í gildi og hótanir í garð Kúbu hafa heldur færst í aukana eftir valdatöku Reagans. Við erfiðar aðstæður hafa Kúbumenn byggt upp nýtt þjóðfélag sem á mörgum sviðum stendur öllum nágrannaríkjum sínum framar. Mestar hafa framfarirnar orðið á sviði mennta- og heilbrigðismála og er nú svo komið að leita verður til Evrópu til að finna hliðstæðar tölur. Allur samanburður við nágrannalöndin á þessum sviðum sýnir mikla yfirburði Kúbumanna. Nokkur dæmi ættu að nægja þessu til staðfestingar. 25

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.