Réttur


Réttur - 01.01.1984, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1984, Qupperneq 25
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: Byltingin á Kúbu tuttugu og fimm ára í ár minnast Kúbumenn þess að aldarfjórðungur er liðinn síðan skeggjaðir skæruliðar undir forystu Fidels Castro flæmdu úr landi hataðan harðstjóra, Ful- gencio Batista, og hófu þá róttækustu þjóðfélagsbyltingu sem gerð hefur verið í nokkru landi eftir seinni heimsstyrjöldina. Tuttugu og fimm ár eru ekki langur tími í lífi þjóðar, en á Kúbu hafa þau nægt til að gjörbreyta þjóðfélaginu og er það nú með öllu óþekkjanlegt frá því sem áður var. Byltingin hefur fest sig í sessi, þrátt fyrir stöðugar hótanir og áreitni nágrannans volduga í norðri, Bandaríkjanna. Efnahagsþvinganir Bandaríkja- stjórnar, beinar hernaðarárásir og hryðjuverk CIA og hinna svonefndu „útlaga“ á Flórida hafa ekki megnað að brjóta byltinguna á bak aftur, þótt allt þetta hafi að sjálfsögðu gert Kúbumönnum róðurinn þyngri og neytt þá til að eyða meiri fjármunum og kröftum í varnir landsins en þeir hefðu kosið. Um árabil máttu Kúbumenn sætta sig við nær algjöra einangrun, aðeins eitt ríki Rómönsku Am- eríku, Mexico, þorði að hafa stjórnmálasamband við þá í trássi við fyrirskipanir frá Washington. Nú hefur þessi einangrun verið rofin að hluta, æ fleiri ríki álf- unnar taka upp samband og viðskipti við Kúbu, en viðskiptabann Bandaríkja- stjórnar er enn í gildi og hótanir í garð Kúbu hafa heldur færst í aukana eftir valdatöku Reagans. Við erfiðar aðstæður hafa Kúbumenn byggt upp nýtt þjóðfélag sem á mörgum sviðum stendur öllum nágrannaríkjum sínum framar. Mestar hafa framfarirnar orðið á sviði mennta- og heilbrigðismála og er nú svo komið að leita verður til Evrópu til að finna hliðstæðar tölur. Allur samanburður við nágrannalöndin á þessum sviðum sýnir mikla yfirburði Kúbumanna. Nokkur dæmi ættu að nægja þessu til staðfestingar. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.