Réttur - 01.01.1984, Síða 36
barna, því slíkar kenningar stofni mann-
félagi gróðafíkninnar og auðdrottnunar í
hættu. Frá þessum blindu ofstækis-
mönnum auðs og gróða stafar hættan á
útrýmingu mannkynsins í atómstríði.
Vitfirrt auðvaldsskipulag verður að
víkja, öll atómvopn jarðar verður að
eyðileggja og allar þjóðir taka höndum
saman um að útrýma hungri, fátækt, sjúk-
dómum úr heiminum.
Mannkynið stendur á þröskuldi nýrrar
stórkostlegrar aldar tækniundra og upp-
götvana, — örtölvur, lífefnabylting
o.s.frv. geta gert þessa jörð að gósenlandi
réttlætis, þar sem þrældómur og allt illt,
er fylgt hefur stéttaþjóðfélaginu, ei
lengur þekkist.
En til þess svo megi verða, þarf hver
einasti hugsandi maður að gera skyldu
sína til að vekja alla til meðvitundar um
hættuna og skyldur þeirra.
Frelsun mannkynsins frá voða auð-
valdsdauðans, tortímingar þess í atóm-
stríði og öðrum afleiðingum þess, verður
að vera verk mannkynsins sjálfs, fyrst og
fremst hinna sjáandi á meðal þess, er
forða þannig meðbræðrum og -systrum
frá tortímingu. Ef enginn sá, er hættuna
sér, liggur á liði sínu, þá á mannkynið
skilið að lifa af — og mun frelsast á mestu
hættustund í lífi þess.
„AHe Menschen werden Briider“
(allir menn verða brœður“ er boðskapur 9.
Symphoniu Beethovens.)
(Myndin eftir J.W. Wassiljew)
36