Réttur - 01.01.1984, Page 46
Grafreitur
470000
Leningradbúa
Wasja frændi* andaðist 13.4 1942 um
klukkan tvö um nóttina.
Ljoscha frændi* dó 10.5 1942 um kl.
fjögur síðdegis.
Mamma dó 13.5 1942 um kl. 7.30.
Sawitschew-fólkið er dáið.
Allir eru dánir.
Tanja er ein eftir.“
* frændi er notað hér, en átt er við móð-
ur- eða föðurbróður.
Þannig tæmdust heilu húsin af íbúum,
fjölskyldur hurfu burt af sviði lífsins.
En einnig í þessum ægilega sorgleik
gerðust furðuverk. Nafn litlu Tönju lifir,
en mörgum árum eftir stríðið fannst gröf
hennar í grennd við Volgu. Litlu stúlk-
unni hafði verið bjargað eftir að umsát-
ursherinn beið lægri hlut fyrir rauða hern-
um og varð að hverfa á brott. Tanja hafði
verið flutt suður á bóginn, en hungrið
hafði leikið litla líkamann svo grátt að
hún lést nokkru síðar. En þar bjó frænka
hennar og bróðir þeirrar frænku, svo
Sawitschew-frændfólkið hafði ekki allt
dáið út.
Sagan af hetjuskap varnarliðsins og
samhjálp allra, er vettlingi gátu valdið,
við vörn borgarinnar er eins stórfengleg
og sagan af einstæðingnum og þeim, sem
minnstan höfðu mótstöðukraftinn er
átakanleg. En hún verður ekki sögð í
stuttu máli.
Þann 27. janúar 1944 fengu skelfingar
hinna eftirlifandi Leningrad-búa enda.
Rauði herinn hafði utan frá sprengt um-
sáturshring nasistahersins, rekið hann á
flótta og sameinast varnar-hetjum Len-
ingrad og eftirlifandi íbúum stórborgar-
innar. Sá dagur varð ógleymanlegur, eigi
aðeins þeim íbúum Leningrad, er eftir
lifðu, heldur og Sovétríkjunum öllum.
SKÝRINGAR:
Peim, sem þýsku lesa og fræðast vilja meir um
Leningrad-umsátrið ægilega, skal af nýjustu grein-
um þarum bent á tvennt:
„SowjetIiteratur“, tímaritið, 1. h. 1984, margar
greinar á bls. 87-114 og
„Neue Zeit“, tímaritið, 5. h. 1984, grein eftir D.
Chrenkow: „Leningrads Heldentum". Er stuðst við
bæði heftin hér og myndir þaðan.
46