Réttur


Réttur - 01.01.1984, Side 49

Réttur - 01.01.1984, Side 49
Heinrich Kau þeirri hörku og samheldni, er duga til að hnekkja áformum slíkrar harðstjórnar og illu valdi hennar. III. „Réttur“ vill fyrir sitt leyti gjarnan varðveita slíkar minningar, jafnt um að- farir yfirstétta sem baráttu einstaklinga og heilda. Væri okkur kærkomið, ef menn vildu skrifa honum slíkar frásagnir. Eins væri það mikilsvert að geta bjargað frá gleymsku myndum af mönnum og at- burðum er snerta þessa baráttu alþýðu. — Einnig er hægt að geyma slíkt til síðari tíma hjá okkur, ef menn ekki kærðu sig um að fá það birt nú þegar. f>að er lífsnauðsyn að sú kynslóð, er nú vex upp og hefur mestmegnis lifað við góð kjör, fái að vita hverskonar þjóðfé- lagsmisrétti henni var forðað frá og hvaða baráttu það kostaði. Og menn skulu minnast þess að helmingur núlifandi ís- lendinga er fæddur eftir baráttuárin miklu 1955 og 1956. Einnig heitir „Réttur" á þá, sem kunna að þekkja með nafni þá menn, er myndir birtust af í fjöldahópum og höfundar eigi gátu nafngreint, að skrifa „Rétti“, er þeir vita hið sanna. Þannig þætti okkur sér- staklega vænt um ef gamlir, góðir Akur- eyringar gætu greint fyrir okkur nöfn fé- laganna í Karlakór Akureyrar á myndinni á bls. 79 í „Kraftaverki einnar kynslóðar“. Alfred Neumann 49

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.