Réttur


Réttur - 01.01.1984, Side 59

Réttur - 01.01.1984, Side 59
Brautryðj endasúlan í garðinum hjá Kreml I fögrum grasgarði utan við múra Kreml, skammt frá staðnum, þar sem nú logar hinn eilífi eldur til minningar um fórnirnar miklu í síðustu styrjöld, stendur gömul fögur súla, reist að lík- indum 1918 og á hana eru rituð all- mörg nöfn og mun súlan vera hugsuð til minningar um ýmsa brautryðjend- ur byltingarinnar og hugsjóna hennar, kommúnismans. En um leið og maður les þessi nöfn og hugsar um þá menn, sem þau báru, þá kemur upp í hug manns hve gífurlegt um- burðarlyndi hefur ríkt í hugum þeirra, er nöfnin skráðu og létu setja súluna upp. Mig hefur lengi langað til þess að eign- ast mynd af súlu þessari og að lokum fór svo að ágætur Vestur-íslendingur Valdi- mar Bjarnason, sem ég hitti í síðustu för minni þangað austur tók af henni góða mynd og sendi mér. Skal ég nú reyna að tjá hverra þarna er minnst og segja eitt- hvað um þá, en mun skrifa nöfn þeirra svo sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Efst á súlunni standa nöfn þeirra Marx og Engels, svo sem vera ber, og þurfa þau ekki skýringa við. Því næst koma: Liebknecht, er það Wilhelm Lieb- knecht, annar aðalleiðtogi þýska sósíal- istaflokksins á 19. öld. Lassalle, einn af brautryðjendum þýsku

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.