Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur
1985 — 4. hefti
„Þessi þjóö á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann“. — Hve oft hafa
ekki þessi sannindi verið þulin yfir valdhöfum þessa lands án þess þeir geti
lært þau?
Með fiskaflann gengur það enn svo að dýrmætum „fiskúrgangi", innyflum,
er hent í sjóinn áratug eftir áratug, þó hægt sé að vinna úr þeim dýrmætustu
hráefni. Síðan er bara hrópað upp að fiskveiðarnar beri sig ekki — eða þurfi
að minnka. Og ef reynt er að fara af veiðimannastiginu yfir á ræktunarstigið,
fiskeldið, þá er allt í óreiðu enn á vissum sviðum, af því stjórnvöld kunna eng-
in tök á málunum, lánafyrirgreiðsla öll í óvissu o.s.frv. — Og á meðan stefna
Norðmenn að því að selja fisk frá fiskeldisstöðvum í tugþúsunda tonna tali.
Alger bylting er að verða um framleiðslu lífefna. Tölvuframleiðsla, jafnvel
vélmenna-framleiðsla er rekin í stórum stíl t.d. í Svíþjóð til útflutnings. Hér er
bara hugsað um að selja tölvur innfluttar, en hugvit slendinga að mestu látið
ónotað á framleiðslusviði, nema örfáir duglegir menn reyna að brjóta ísinn.
Möguleikar íslands á þessum tæknibyltingartímum eru gríðarlegir, en nátt-
tröll „frjálshyggju" og annarar afturhaldssemi hindra þróunina.
Hinsvegar munu valdhafarnir reyna að koma á atvinnuleysi. Þá búast
þeir við að auðveldara verði að kúga starfsfólkið.
Meðan ríkisstjórnin leiðir fátækt og skort aftur inn á alþýðuheimilin
og reynir að svifta þau mannréttindum á sviði heilbrigðismála, þá er séð
um að upp rísi hér auðugasta gróðastétt, sem á íslandi hefur lifað, —
hermangarastéttin. Hvað á hún marga milljarða króna, hér heima í
bönkum og byggingum og erlendis í dollurum? Hvað var með skatt-
rannsóknarnefndina? Eða eru báðir stjórnarflokkarnir svo flæktir í
svona mál að eigi má upplýsa?
Hinsvegar ganga hernámsframkvæmdirnar alveg eftir áætlun Kanans. —
Sá erlendi her, sem nú hefur dvalið í landinu í 45 ár í krafti hótana, lögbrota,
innrása og mútna — en aldrei löglega, er smátt og smátt að leggja undir sig
landið i krafti þess að ráða stjórnarflokkunum.
Hve lengi á (sland enn að þola þessa smán — og þjóðin að horfa upp á
það að verða í æ ríkari mæli gerð tilvonandi fórn í fyrirhuguðu árásarstríði
amerísks auðvalds?