Réttur


Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 1

Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur 1985 — 4. hefti „Þessi þjóö á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann“. — Hve oft hafa ekki þessi sannindi verið þulin yfir valdhöfum þessa lands án þess þeir geti lært þau? Með fiskaflann gengur það enn svo að dýrmætum „fiskúrgangi", innyflum, er hent í sjóinn áratug eftir áratug, þó hægt sé að vinna úr þeim dýrmætustu hráefni. Síðan er bara hrópað upp að fiskveiðarnar beri sig ekki — eða þurfi að minnka. Og ef reynt er að fara af veiðimannastiginu yfir á ræktunarstigið, fiskeldið, þá er allt í óreiðu enn á vissum sviðum, af því stjórnvöld kunna eng- in tök á málunum, lánafyrirgreiðsla öll í óvissu o.s.frv. — Og á meðan stefna Norðmenn að því að selja fisk frá fiskeldisstöðvum í tugþúsunda tonna tali. Alger bylting er að verða um framleiðslu lífefna. Tölvuframleiðsla, jafnvel vélmenna-framleiðsla er rekin í stórum stíl t.d. í Svíþjóð til útflutnings. Hér er bara hugsað um að selja tölvur innfluttar, en hugvit slendinga að mestu látið ónotað á framleiðslusviði, nema örfáir duglegir menn reyna að brjóta ísinn. Möguleikar íslands á þessum tæknibyltingartímum eru gríðarlegir, en nátt- tröll „frjálshyggju" og annarar afturhaldssemi hindra þróunina. Hinsvegar munu valdhafarnir reyna að koma á atvinnuleysi. Þá búast þeir við að auðveldara verði að kúga starfsfólkið. Meðan ríkisstjórnin leiðir fátækt og skort aftur inn á alþýðuheimilin og reynir að svifta þau mannréttindum á sviði heilbrigðismála, þá er séð um að upp rísi hér auðugasta gróðastétt, sem á íslandi hefur lifað, — hermangarastéttin. Hvað á hún marga milljarða króna, hér heima í bönkum og byggingum og erlendis í dollurum? Hvað var með skatt- rannsóknarnefndina? Eða eru báðir stjórnarflokkarnir svo flæktir í svona mál að eigi má upplýsa? Hinsvegar ganga hernámsframkvæmdirnar alveg eftir áætlun Kanans. — Sá erlendi her, sem nú hefur dvalið í landinu í 45 ár í krafti hótana, lögbrota, innrása og mútna — en aldrei löglega, er smátt og smátt að leggja undir sig landið i krafti þess að ráða stjórnarflokkunum. Hve lengi á (sland enn að þola þessa smán — og þjóðin að horfa upp á það að verða í æ ríkari mæli gerð tilvonandi fórn í fyrirhuguðu árásarstríði amerísks auðvalds?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.